Erlent

Ný skattaskjólsgögn bárust til Danmerkur

ingibjörg bára sveinsdóttir skrifar
Dönsk skattayfirvöld eru gagnrýnd fyrir að afla ekki upplýsinga vegna lekans frá HSBC-bankanum.
Dönsk skattayfirvöld eru gagnrýnd fyrir að afla ekki upplýsinga vegna lekans frá HSBC-bankanum. nordicphotos/Afp
Dönsk skattayfirvöld fengu nýlega upplýsingar úr skattaskjóli frá skattayfirvöldum annars lands sem ekki verður nafngreint að þeirra ósk.

Greint er frá þessu á vef Jótlandspóstsins. Þar kemur fram að skattayfirvöld í Danmörku hafi tvisvar áður fengið upplýsingar úr skattaskjólum. Annars vegar eftir að fyrrverandi starfsmaður í bankanum LGT Bank í Liechtenstein hafði selt þýskum yfirvöldum upplýsingar um bankainnistæður og hins vegar eftir lekann úr HSBC-bankanum í Sviss. Greint er frá því að dönsk skattayfirvöld hafi nýlega fengið aðgang að síðarnefndu gögnunum.

Á vef Jótlandspóstsins er vitnað í frétt Politiken um að dönsk yfirvöld hafi vitað um lekann frá HSBC-bankanum frá 2008. Þau hafi hins vegar ekkert gert til að rannsaka hvort í leynigögnunum væru upplýsingar um möguleg skattaundanskot Dana.

Haft var eftir skattamálaráðherra Danmerkur, Benny Engelbrecht, að þetta hefði verið vanræksla. Slíkt mætti ekki endurtaka sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×