Segir nóg komið af gagnrýni á leyniþjónustuna Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. mars 2015 06:00 Philip Hammond. Vísir/EPA Philip Hammond, utanríkisráðherra Breta, segir nóg komið af þeirri gagnrýni á leyniþjónustuna vegna njósnastarfsemi, sem Edward Snowden ljóstraði upp um. Nú sé kominn tími til að leyfa leyniþjónustunni að sinna störfum sínum án þess að láta þessa umræðu trufla sig. Þetta sagði hann á breska þinginu í gær, þar sem rætt var meðal annars um aðgerðir til að hamla gegn því að breskir ríkisborgarar gangi til liðs við hryðjuverkasamtök erlendis. Hammond boðaði frumvarp, sem hann ásamt David Cameron forsætisráðherra og Theresa May innanríkisráðherra mun leggja fram á næsta þingi, sem veitir leyniþjónustunni þær heimildir sem hún þarf á að halda. Jafnframt eigi að tryggja skýrt eftirlit með starfsemi hennar. Þar með eigi umræðunni um þessi mál að geta lokið. Undanfarið hefur mikil umræða verið í Bretlandi um ungt fólk, sem farið hefur til Sýrlands til að ganga þar til liðs við vígasveitir Íslamska ríkisins. Fullyrt hefur verið að böðullinn, sem myrt hefur gísla í Sýrlandi, sé breskur og heiti Mohammed Emwazi. Einnig hafa borist fréttir af þremur breskum unglingsstúlkum, sem farið hafi frá Bretlandi til Sýrlands í þeim tilgangi að giftast þar liðsmönnum Íslamska ríkisins. Innanríkismálanefnd breska þingsins kallaði til yfirheyrslu í gær feður stúlknanna þriggja. Einnig ræddi nefndin við Mark Rowley, sem er yfirmaður í lögreglunni í London. Hann upplýsti þar að 87 manns, sem tilkynnt var um að hefðu horfið á síðasta ári, hafi að mati lögreglunnar líklega farið úr landi. Þar af séu 26 konur. Rowley segir lögregluna telja að stúlkurnar hafi fengið peninga til að kaupa sér farmiða með því að stela skartgripum frá fjölskyldum sínum. Hann sagði samt engar vísbendingar enn hafa borist um að þær hafi tekið þátt í hryðjuverkastarfsemi. Snúi þær aftur til Bretlands eigi þær enga málshöfðun yfir sér. Hammond notaði ræðu sína meðal annars til þess að beina spjótum sínum að þeim, sem hann segir hafa ýtt undir það að fólk gangi til liðs við hryðjuverkasamtök. „Það fer ekkert á milli mála að ábyrgðin á hryðjuverkum er þeirra sem fremja þau. En mikil ábyrgð hvílir einnig á þeim sem verja þau,“ sagði hann. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Philip Hammond, utanríkisráðherra Breta, segir nóg komið af þeirri gagnrýni á leyniþjónustuna vegna njósnastarfsemi, sem Edward Snowden ljóstraði upp um. Nú sé kominn tími til að leyfa leyniþjónustunni að sinna störfum sínum án þess að láta þessa umræðu trufla sig. Þetta sagði hann á breska þinginu í gær, þar sem rætt var meðal annars um aðgerðir til að hamla gegn því að breskir ríkisborgarar gangi til liðs við hryðjuverkasamtök erlendis. Hammond boðaði frumvarp, sem hann ásamt David Cameron forsætisráðherra og Theresa May innanríkisráðherra mun leggja fram á næsta þingi, sem veitir leyniþjónustunni þær heimildir sem hún þarf á að halda. Jafnframt eigi að tryggja skýrt eftirlit með starfsemi hennar. Þar með eigi umræðunni um þessi mál að geta lokið. Undanfarið hefur mikil umræða verið í Bretlandi um ungt fólk, sem farið hefur til Sýrlands til að ganga þar til liðs við vígasveitir Íslamska ríkisins. Fullyrt hefur verið að böðullinn, sem myrt hefur gísla í Sýrlandi, sé breskur og heiti Mohammed Emwazi. Einnig hafa borist fréttir af þremur breskum unglingsstúlkum, sem farið hafi frá Bretlandi til Sýrlands í þeim tilgangi að giftast þar liðsmönnum Íslamska ríkisins. Innanríkismálanefnd breska þingsins kallaði til yfirheyrslu í gær feður stúlknanna þriggja. Einnig ræddi nefndin við Mark Rowley, sem er yfirmaður í lögreglunni í London. Hann upplýsti þar að 87 manns, sem tilkynnt var um að hefðu horfið á síðasta ári, hafi að mati lögreglunnar líklega farið úr landi. Þar af séu 26 konur. Rowley segir lögregluna telja að stúlkurnar hafi fengið peninga til að kaupa sér farmiða með því að stela skartgripum frá fjölskyldum sínum. Hann sagði samt engar vísbendingar enn hafa borist um að þær hafi tekið þátt í hryðjuverkastarfsemi. Snúi þær aftur til Bretlands eigi þær enga málshöfðun yfir sér. Hammond notaði ræðu sína meðal annars til þess að beina spjótum sínum að þeim, sem hann segir hafa ýtt undir það að fólk gangi til liðs við hryðjuverkasamtök. „Það fer ekkert á milli mála að ábyrgðin á hryðjuverkum er þeirra sem fremja þau. En mikil ábyrgð hvílir einnig á þeim sem verja þau,“ sagði hann.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira