Heppilegra ef Hanna Birna hefði gert hreint fyrir sínum dyrum Atli Ísleifsson skrifar 26. apríl 2015 20:44 Hanna Birna Kristjánsdóttir tekur aftur sæti á Alþingi á morgun. Vísir/Daníel/Valli Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að það hefði verið heppilegra ef Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, hefði komið fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins til að ræða framgöngu sína í lekamálinu svokallaða áður en hún tæki aftur sæti á þingi. Helgi sagði þetta í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í dag. „Hún verður að vega það og meta hvernig hún telur sína stöðu vera gagnvart þeim sem hana kusu. Það er auðvitað bara það sem hún þarf að gera upp við þá sem hún situr í umboði fyrir.“ Hanna Birna mun aftur taka sæti á Alþingi á morgun, en hún sagði af sér sem ráðherra 21. nóvember síðastliðinn. Helgi segir það vera hluti af þessu máli sem hafi aldrei verið kláraður. „Það er kannski óþægilegt að hún skuli ekki hafa lokið því áður en hún tekur þessa ákvörðun. Hún bara afþakkaði boð um að koma og ræða málin á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Það er sem ólokið í þessu er framkoma hennar eða samskipti við Alþingi sem ráðherra.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist lítast vel á það að Hanna Birna snúi aftur á þing. „Hún er kjörinn þingmaður og á að mæta í vinnuna.“ Brynjar segist halda að það að almennt ríki friður um endurkomu Hönnu Birnu innan Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef reyndar ekki kannað það. Auðvitað getur verið að fólk hafi mismunandi skoðanir á því hvað sé best að gera og hvað sé skynsamlegast fyrir hana að gera og svo framvegis. Það er bara eins og gengur og gerist.“ Umboðsmaður Alþingis kynnti niðurstöðu á frumkvæðisathugun sinni á samskiptum Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í janúar síðastliðinn. Var það mat umboðsmanns að samskipti Hönnu Birnu við Stefán, á meðan lögreglan rannsakaði ráðuneytið, hefðu verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. Alþingi Tengdar fréttir Ráðuneytið lét LEX skoða grundvöll málshöfðunar á hendur blaðamönnum Annar aðstoðarmaður ráðherra tók ákvörðun í kjölfarið um að höfða meiðyrðamál á hendur tveimur blaðamönnum DV. 20. apríl 2015 19:12 Hanna Birna tekur sæti á þingi eftir viku Fjórtán dagar eftir af þinginu þegar hún mætir til leiks. 20. apríl 2015 14:35 Hanna Birna fær jafnréttisviðurkenningu fyrir að vera brautryðjandi í stjórnmálum Fimmtán konur hlutu í dag jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs en þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. 22. apríl 2015 20:25 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að það hefði verið heppilegra ef Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, hefði komið fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins til að ræða framgöngu sína í lekamálinu svokallaða áður en hún tæki aftur sæti á þingi. Helgi sagði þetta í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í dag. „Hún verður að vega það og meta hvernig hún telur sína stöðu vera gagnvart þeim sem hana kusu. Það er auðvitað bara það sem hún þarf að gera upp við þá sem hún situr í umboði fyrir.“ Hanna Birna mun aftur taka sæti á Alþingi á morgun, en hún sagði af sér sem ráðherra 21. nóvember síðastliðinn. Helgi segir það vera hluti af þessu máli sem hafi aldrei verið kláraður. „Það er kannski óþægilegt að hún skuli ekki hafa lokið því áður en hún tekur þessa ákvörðun. Hún bara afþakkaði boð um að koma og ræða málin á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Það er sem ólokið í þessu er framkoma hennar eða samskipti við Alþingi sem ráðherra.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist lítast vel á það að Hanna Birna snúi aftur á þing. „Hún er kjörinn þingmaður og á að mæta í vinnuna.“ Brynjar segist halda að það að almennt ríki friður um endurkomu Hönnu Birnu innan Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef reyndar ekki kannað það. Auðvitað getur verið að fólk hafi mismunandi skoðanir á því hvað sé best að gera og hvað sé skynsamlegast fyrir hana að gera og svo framvegis. Það er bara eins og gengur og gerist.“ Umboðsmaður Alþingis kynnti niðurstöðu á frumkvæðisathugun sinni á samskiptum Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í janúar síðastliðinn. Var það mat umboðsmanns að samskipti Hönnu Birnu við Stefán, á meðan lögreglan rannsakaði ráðuneytið, hefðu verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar.
Alþingi Tengdar fréttir Ráðuneytið lét LEX skoða grundvöll málshöfðunar á hendur blaðamönnum Annar aðstoðarmaður ráðherra tók ákvörðun í kjölfarið um að höfða meiðyrðamál á hendur tveimur blaðamönnum DV. 20. apríl 2015 19:12 Hanna Birna tekur sæti á þingi eftir viku Fjórtán dagar eftir af þinginu þegar hún mætir til leiks. 20. apríl 2015 14:35 Hanna Birna fær jafnréttisviðurkenningu fyrir að vera brautryðjandi í stjórnmálum Fimmtán konur hlutu í dag jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs en þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. 22. apríl 2015 20:25 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Ráðuneytið lét LEX skoða grundvöll málshöfðunar á hendur blaðamönnum Annar aðstoðarmaður ráðherra tók ákvörðun í kjölfarið um að höfða meiðyrðamál á hendur tveimur blaðamönnum DV. 20. apríl 2015 19:12
Hanna Birna tekur sæti á þingi eftir viku Fjórtán dagar eftir af þinginu þegar hún mætir til leiks. 20. apríl 2015 14:35
Hanna Birna fær jafnréttisviðurkenningu fyrir að vera brautryðjandi í stjórnmálum Fimmtán konur hlutu í dag jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs en þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. 22. apríl 2015 20:25
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“