Heppilegra ef Hanna Birna hefði gert hreint fyrir sínum dyrum Atli Ísleifsson skrifar 26. apríl 2015 20:44 Hanna Birna Kristjánsdóttir tekur aftur sæti á Alþingi á morgun. Vísir/Daníel/Valli Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að það hefði verið heppilegra ef Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, hefði komið fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins til að ræða framgöngu sína í lekamálinu svokallaða áður en hún tæki aftur sæti á þingi. Helgi sagði þetta í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í dag. „Hún verður að vega það og meta hvernig hún telur sína stöðu vera gagnvart þeim sem hana kusu. Það er auðvitað bara það sem hún þarf að gera upp við þá sem hún situr í umboði fyrir.“ Hanna Birna mun aftur taka sæti á Alþingi á morgun, en hún sagði af sér sem ráðherra 21. nóvember síðastliðinn. Helgi segir það vera hluti af þessu máli sem hafi aldrei verið kláraður. „Það er kannski óþægilegt að hún skuli ekki hafa lokið því áður en hún tekur þessa ákvörðun. Hún bara afþakkaði boð um að koma og ræða málin á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Það er sem ólokið í þessu er framkoma hennar eða samskipti við Alþingi sem ráðherra.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist lítast vel á það að Hanna Birna snúi aftur á þing. „Hún er kjörinn þingmaður og á að mæta í vinnuna.“ Brynjar segist halda að það að almennt ríki friður um endurkomu Hönnu Birnu innan Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef reyndar ekki kannað það. Auðvitað getur verið að fólk hafi mismunandi skoðanir á því hvað sé best að gera og hvað sé skynsamlegast fyrir hana að gera og svo framvegis. Það er bara eins og gengur og gerist.“ Umboðsmaður Alþingis kynnti niðurstöðu á frumkvæðisathugun sinni á samskiptum Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í janúar síðastliðinn. Var það mat umboðsmanns að samskipti Hönnu Birnu við Stefán, á meðan lögreglan rannsakaði ráðuneytið, hefðu verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. Alþingi Tengdar fréttir Ráðuneytið lét LEX skoða grundvöll málshöfðunar á hendur blaðamönnum Annar aðstoðarmaður ráðherra tók ákvörðun í kjölfarið um að höfða meiðyrðamál á hendur tveimur blaðamönnum DV. 20. apríl 2015 19:12 Hanna Birna tekur sæti á þingi eftir viku Fjórtán dagar eftir af þinginu þegar hún mætir til leiks. 20. apríl 2015 14:35 Hanna Birna fær jafnréttisviðurkenningu fyrir að vera brautryðjandi í stjórnmálum Fimmtán konur hlutu í dag jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs en þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. 22. apríl 2015 20:25 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að það hefði verið heppilegra ef Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, hefði komið fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins til að ræða framgöngu sína í lekamálinu svokallaða áður en hún tæki aftur sæti á þingi. Helgi sagði þetta í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í dag. „Hún verður að vega það og meta hvernig hún telur sína stöðu vera gagnvart þeim sem hana kusu. Það er auðvitað bara það sem hún þarf að gera upp við þá sem hún situr í umboði fyrir.“ Hanna Birna mun aftur taka sæti á Alþingi á morgun, en hún sagði af sér sem ráðherra 21. nóvember síðastliðinn. Helgi segir það vera hluti af þessu máli sem hafi aldrei verið kláraður. „Það er kannski óþægilegt að hún skuli ekki hafa lokið því áður en hún tekur þessa ákvörðun. Hún bara afþakkaði boð um að koma og ræða málin á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Það er sem ólokið í þessu er framkoma hennar eða samskipti við Alþingi sem ráðherra.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist lítast vel á það að Hanna Birna snúi aftur á þing. „Hún er kjörinn þingmaður og á að mæta í vinnuna.“ Brynjar segist halda að það að almennt ríki friður um endurkomu Hönnu Birnu innan Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef reyndar ekki kannað það. Auðvitað getur verið að fólk hafi mismunandi skoðanir á því hvað sé best að gera og hvað sé skynsamlegast fyrir hana að gera og svo framvegis. Það er bara eins og gengur og gerist.“ Umboðsmaður Alþingis kynnti niðurstöðu á frumkvæðisathugun sinni á samskiptum Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í janúar síðastliðinn. Var það mat umboðsmanns að samskipti Hönnu Birnu við Stefán, á meðan lögreglan rannsakaði ráðuneytið, hefðu verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar.
Alþingi Tengdar fréttir Ráðuneytið lét LEX skoða grundvöll málshöfðunar á hendur blaðamönnum Annar aðstoðarmaður ráðherra tók ákvörðun í kjölfarið um að höfða meiðyrðamál á hendur tveimur blaðamönnum DV. 20. apríl 2015 19:12 Hanna Birna tekur sæti á þingi eftir viku Fjórtán dagar eftir af þinginu þegar hún mætir til leiks. 20. apríl 2015 14:35 Hanna Birna fær jafnréttisviðurkenningu fyrir að vera brautryðjandi í stjórnmálum Fimmtán konur hlutu í dag jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs en þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. 22. apríl 2015 20:25 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Ráðuneytið lét LEX skoða grundvöll málshöfðunar á hendur blaðamönnum Annar aðstoðarmaður ráðherra tók ákvörðun í kjölfarið um að höfða meiðyrðamál á hendur tveimur blaðamönnum DV. 20. apríl 2015 19:12
Hanna Birna tekur sæti á þingi eftir viku Fjórtán dagar eftir af þinginu þegar hún mætir til leiks. 20. apríl 2015 14:35
Hanna Birna fær jafnréttisviðurkenningu fyrir að vera brautryðjandi í stjórnmálum Fimmtán konur hlutu í dag jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs en þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. 22. apríl 2015 20:25