Tyrkir reiddust Frans páfa guðsteinn bjarnason skrifar 13. apríl 2015 07:00 Frans páfi ásamt Karekin II., æðsta patríarka armensku rétttrúnaðarkirkjunnar, í Péturskirkjunni í Róm. fréttablaðið/EPA Tyrknesk yfirvöld kölluðu í gær sendiherra Páfagarðs á sinn fund vegna ummæla Frans páfa, sem hafa farið mjög fyrir brjóstið á Tyrkjum. Árið 1915 voru hundruð þúsunda Armena myrt í Tyrklandi. Í ávarpi á sunnudag sagði páfi þetta hafa verið fyrstu fjöldamorð 20. aldarinnar. Þetta hafði forveri hans, Jóhannes Páll II., reyndar einnig sagt í yfirlýsingu árið 2001. Frans páfi tók í gær á móti Karekin II., æðsta partíarka armensku rétttrúnaðarkirkjunnar. Báðir tóku þeir þátt í messu í Péturskirkjunni í Róm í tilefni þess að hundrað ár eru nú liðin frá fjöldamorðunum í Tyrklandi. Tyrkir hafa aldrei viljað nefna þetta fjöldamorð, heldur tala þeir um gríðarlegt mannfall á báða bóga í hörðum átökum. Bæði Tyrkir og Armenar hafi þar gerst sekir um fjöldamorð, en mannfallið hafi samt ekki verið jafn mikið og Armenar hafi viljað vera láta. Tyrkneskum yfirvöldum er þetta svo mikið hjartans mál að þar í landi er hreinlega bannað með lögum að tala opinskátt um þessa atburði. Fyrir níu árum var blaðamaðurinn Hrant Dink, sem var bæði af tyrkneskum og armenskum ættum, dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að gagnrýna þessa afneitun Tyrkja á þjóðarmorðinu á Armenum. Hann var svo myrtur árið eftir. Frans páfi hikar þó ekki við að kalla þetta þjóðarmorð, en minnti í ávarpi sínu í gær á fleiri voðaverk á okkar tímum, þar á meðal útrýmingarherferðir á hendur kristnu fólki. Hann sagði morðin á Armenum hafi verið fyrstu fjöldamorð 20. aldarinnar, en á eftir hafi fylgt voðaverk bæði nasista og stalínista. „Og síðar hafa verið framin fjöldamorð víðar, eins og í Kambódíu, Rúanda, Búrúndí og Bosníu. Svo virðist sem mannkynið sé ófært um að stöðva úthellingu á saklausu blóði,“ sagði páfi í gær. „Enn höfum við ekki áttað okkur á því að stríð er brjálæði, tilgangslaus slátrun.“ Það var Levant Murat Burhan, aðstoðarutanríkisráðherra Tyrklands, sem tók á móti Antonio Lucibello, sendiherra Páfagarðs, og sagði ummæli páfa um þjóðarmorðið á Armenum hafa valdið tyrkneskum stjórnvöldum djúpri sorg og vonbrigðum. Hann sagði að Tyrkir myndu örugglega bregðast við með einhverjum hætti. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Tyrknesk yfirvöld kölluðu í gær sendiherra Páfagarðs á sinn fund vegna ummæla Frans páfa, sem hafa farið mjög fyrir brjóstið á Tyrkjum. Árið 1915 voru hundruð þúsunda Armena myrt í Tyrklandi. Í ávarpi á sunnudag sagði páfi þetta hafa verið fyrstu fjöldamorð 20. aldarinnar. Þetta hafði forveri hans, Jóhannes Páll II., reyndar einnig sagt í yfirlýsingu árið 2001. Frans páfi tók í gær á móti Karekin II., æðsta partíarka armensku rétttrúnaðarkirkjunnar. Báðir tóku þeir þátt í messu í Péturskirkjunni í Róm í tilefni þess að hundrað ár eru nú liðin frá fjöldamorðunum í Tyrklandi. Tyrkir hafa aldrei viljað nefna þetta fjöldamorð, heldur tala þeir um gríðarlegt mannfall á báða bóga í hörðum átökum. Bæði Tyrkir og Armenar hafi þar gerst sekir um fjöldamorð, en mannfallið hafi samt ekki verið jafn mikið og Armenar hafi viljað vera láta. Tyrkneskum yfirvöldum er þetta svo mikið hjartans mál að þar í landi er hreinlega bannað með lögum að tala opinskátt um þessa atburði. Fyrir níu árum var blaðamaðurinn Hrant Dink, sem var bæði af tyrkneskum og armenskum ættum, dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að gagnrýna þessa afneitun Tyrkja á þjóðarmorðinu á Armenum. Hann var svo myrtur árið eftir. Frans páfi hikar þó ekki við að kalla þetta þjóðarmorð, en minnti í ávarpi sínu í gær á fleiri voðaverk á okkar tímum, þar á meðal útrýmingarherferðir á hendur kristnu fólki. Hann sagði morðin á Armenum hafi verið fyrstu fjöldamorð 20. aldarinnar, en á eftir hafi fylgt voðaverk bæði nasista og stalínista. „Og síðar hafa verið framin fjöldamorð víðar, eins og í Kambódíu, Rúanda, Búrúndí og Bosníu. Svo virðist sem mannkynið sé ófært um að stöðva úthellingu á saklausu blóði,“ sagði páfi í gær. „Enn höfum við ekki áttað okkur á því að stríð er brjálæði, tilgangslaus slátrun.“ Það var Levant Murat Burhan, aðstoðarutanríkisráðherra Tyrklands, sem tók á móti Antonio Lucibello, sendiherra Páfagarðs, og sagði ummæli páfa um þjóðarmorðið á Armenum hafa valdið tyrkneskum stjórnvöldum djúpri sorg og vonbrigðum. Hann sagði að Tyrkir myndu örugglega bregðast við með einhverjum hætti.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira