Níu ára stúlka sögð ólétt eftir nauðganir vígamanna ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2015 14:56 Daoud segir að þetta fólk eigi eftir að ganga í gegnum mikla erfiðleika þrátt fyrir að vera komið úr höndum ISIS og þá sérstaklega þær konur og stúlkur sem eru óléttar eftir nauðganir. Vísir/AFP Vígamenn Íslamska ríkisins slepptu 216 Jasídum fyrir helgi, sem hafa verið í haldi samtakanna í um átta mánuði. Um er að ræða börn og gamalmenni sem var rænt þegar ISIS réðst á þorp Jasída í norðvesturhluta Írak. Í árásum sínum fönguðu vígamenn ISIS þúsundir Jasída og hafa margir þeirra sloppið, eða verið sleppt síðan. Meðal þeirra sem sleppt var úr haldi er níu ára stúlka sem sögð er ólétt. Þetta kemur fram í viðtali Toronto Star við Kanadískan mann sem vann við hjálparstarf í Írak þar til mjög nýlega. Maðurinn sem notast við dulnefnið Daoud, sagði að stúlkunni hafi verið nauðgað af minnst tíu vígamönnum og sprengjumönnum. Þeir séu verðlaunaðir með konum og stúlkum. „Hún var mjög illa á sig komin.“ Toronto Star segir að stúlkan hafi verið flutt undir læknishendur í Þýskalandi. Fólkið sem ISIS sleppti nú fyrir helgi var afhent öryggissveitum Kúrda nærri Kirkuk. Fólkið var látið halda að taka ætti þau af lífi, þegar þau voru flutt um borð í rútur. Samkvæmt Independent telja einhverjir að það að fólkinu hafi verið sleppt sé til merkis um versnandi stöðu ISIS, en Daoud segir svo ekki vera. „Það að senda þessar konur og stúlkur til baka er þeirra leið til að koma skömm á samfélag Jasída.“ Hann segir að þetta fólk eigi eftir að ganga í gegnum mikla erfiðleika þrátt fyrir að vera komið úr höndum ISIS og þá sérstaklega þær konur og stúlkur sem eru óléttar eftir nauðganir. „Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir börnin. Stúlkurnar og konurnar vilja þau ekki. Þær hafa þjáðst svo mikið að þær vilja gleyma þessu. Ef þær eru giftar munu eiginmenn þeirra ekki taka við þeim aftur, séu þær óléttar, og það er ljóst að börnin verða aldrei tekin í sátt.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Um tuttugu þúsund komust af Sinjar-fjalli "Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar.“ 11. ágúst 2014 07:00 Saka ISIS um að hafa framið þjóðarmorð Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna telur að liðsmenn ISIS hafi mögulega gerst sekir um þjóðarmorð á jasídum í Írak, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. 19. mars 2015 10:19 Vara við blóðbaði í Amerli Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að ástandið í bænum Amerli, sem er tæpum 200 kílómetrum norðan við Bagdad, sé orðið grafalvarlegt. 25. ágúst 2014 07:00 ISIS-liðar sleppa um 200 Jasídum Fólkinu hafði verið haldið í gíslingu af liðsmönnum hryðjaverkasamtakanna í fleiri mánuði. 8. apríl 2015 20:10 Stæra sig af þrælahaldi IS-samtökin stæra sig af hafa hreppt jasídískar konur og börn í ánauð í nýjustu útgáfu áróðurstímarits samtakanna. 13. október 2014 13:33 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins slepptu 216 Jasídum fyrir helgi, sem hafa verið í haldi samtakanna í um átta mánuði. Um er að ræða börn og gamalmenni sem var rænt þegar ISIS réðst á þorp Jasída í norðvesturhluta Írak. Í árásum sínum fönguðu vígamenn ISIS þúsundir Jasída og hafa margir þeirra sloppið, eða verið sleppt síðan. Meðal þeirra sem sleppt var úr haldi er níu ára stúlka sem sögð er ólétt. Þetta kemur fram í viðtali Toronto Star við Kanadískan mann sem vann við hjálparstarf í Írak þar til mjög nýlega. Maðurinn sem notast við dulnefnið Daoud, sagði að stúlkunni hafi verið nauðgað af minnst tíu vígamönnum og sprengjumönnum. Þeir séu verðlaunaðir með konum og stúlkum. „Hún var mjög illa á sig komin.“ Toronto Star segir að stúlkan hafi verið flutt undir læknishendur í Þýskalandi. Fólkið sem ISIS sleppti nú fyrir helgi var afhent öryggissveitum Kúrda nærri Kirkuk. Fólkið var látið halda að taka ætti þau af lífi, þegar þau voru flutt um borð í rútur. Samkvæmt Independent telja einhverjir að það að fólkinu hafi verið sleppt sé til merkis um versnandi stöðu ISIS, en Daoud segir svo ekki vera. „Það að senda þessar konur og stúlkur til baka er þeirra leið til að koma skömm á samfélag Jasída.“ Hann segir að þetta fólk eigi eftir að ganga í gegnum mikla erfiðleika þrátt fyrir að vera komið úr höndum ISIS og þá sérstaklega þær konur og stúlkur sem eru óléttar eftir nauðganir. „Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir börnin. Stúlkurnar og konurnar vilja þau ekki. Þær hafa þjáðst svo mikið að þær vilja gleyma þessu. Ef þær eru giftar munu eiginmenn þeirra ekki taka við þeim aftur, séu þær óléttar, og það er ljóst að börnin verða aldrei tekin í sátt.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Um tuttugu þúsund komust af Sinjar-fjalli "Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar.“ 11. ágúst 2014 07:00 Saka ISIS um að hafa framið þjóðarmorð Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna telur að liðsmenn ISIS hafi mögulega gerst sekir um þjóðarmorð á jasídum í Írak, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. 19. mars 2015 10:19 Vara við blóðbaði í Amerli Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að ástandið í bænum Amerli, sem er tæpum 200 kílómetrum norðan við Bagdad, sé orðið grafalvarlegt. 25. ágúst 2014 07:00 ISIS-liðar sleppa um 200 Jasídum Fólkinu hafði verið haldið í gíslingu af liðsmönnum hryðjaverkasamtakanna í fleiri mánuði. 8. apríl 2015 20:10 Stæra sig af þrælahaldi IS-samtökin stæra sig af hafa hreppt jasídískar konur og börn í ánauð í nýjustu útgáfu áróðurstímarits samtakanna. 13. október 2014 13:33 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira
Um tuttugu þúsund komust af Sinjar-fjalli "Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar.“ 11. ágúst 2014 07:00
Saka ISIS um að hafa framið þjóðarmorð Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna telur að liðsmenn ISIS hafi mögulega gerst sekir um þjóðarmorð á jasídum í Írak, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. 19. mars 2015 10:19
Vara við blóðbaði í Amerli Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að ástandið í bænum Amerli, sem er tæpum 200 kílómetrum norðan við Bagdad, sé orðið grafalvarlegt. 25. ágúst 2014 07:00
ISIS-liðar sleppa um 200 Jasídum Fólkinu hafði verið haldið í gíslingu af liðsmönnum hryðjaverkasamtakanna í fleiri mánuði. 8. apríl 2015 20:10
Stæra sig af þrælahaldi IS-samtökin stæra sig af hafa hreppt jasídískar konur og börn í ánauð í nýjustu útgáfu áróðurstímarits samtakanna. 13. október 2014 13:33