Erlent

Saka ISIS um að hafa framið þjóðarmorð

Atli Ísleifsson skrifar
Baráttan gegn ISIS hefur staðið í marga mánuði.
Baráttan gegn ISIS hefur staðið í marga mánuði. Vísir/AFP
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna telur að liðsmenn ISIS hafi mögulega gerst sekir um þjóðarmorð á jasídum í Írak og aðra stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.

Skýrsla ráðsins byggir á viðtölum við rúmlega hundrað fórnarlömbum og mönnum sem hafa orðið vitni af grimmdarverkum vígamanna ISIS. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma skýrslunni áfram til Alþjóðastríðsglæpadómstólsins til að ákæra þá sem ábyrgð bera á glæpunum.

Í skýrslunni segir að ISIS hafi framið þrjú af alvarlegustu alþjóðlegu glæpunum sem til eru, það er stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og þjóðarmorð.

Þá segir að írakskar öryggissveitir og aðrar sveitir sem berjast gegn ISIS hafi mögulega einnig gerst sek um stríðglæpi í baráttu sinni gegn ISIS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×