Bretar senda hermenn gegn Talibönum Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2015 09:05 Afganskir hermenn í Helmandhéraði. Vísir/AFP Yfirvöld í Bretlandi ætla að senda hermenn til Helmandhéraðs í Afganistan, þar sem Talibanar sækja nú hart gegn hermönnum og lögreglu. Varnarmálaráðuneyti Bretlands segir hermennina vera í hlutverki ráðgjafa en um 450 breskir hermenn eru í Afganistan. Höfuðstöðvar lögreglunnar í bænum Sangin í Helmand héraði í Afganistan eru nú umsetnar af vígamönnum Talíbana. Harðir bardagar hafa geisað í bænum síðustu daga og er í raun óljóst hver fer þar með völdin nú um stundir, lögreglan eða Talíbanar. Héraðsstjóri Helmand segir í samtali við BBC að alrangt sé að Talíbanar hafi náð bænum á sitt vald en Talíbanar fullyrða það hins vegar.Mikilvægt hérað Ástandið í Afganistan virðist vera að versna á ný og í gær féllu sex bandarískir hermenn í sprengjuárás í norðurhluta þess. Það er ein mannskæðasta árás á erlenda hermenn í landinu síðustu misserin.Helmandhérað er mikilvægt Talibönum þar sem mikil ópíumframleiðsla á sér stað þar. Ópíumið er notað til að fjármagna baráttu þeirra. Í stríðinu í Afganistan féllu rúmlega 100 breskir hermenn í Sangin. Í heildina féllu 456 Bretar í Afganistan.The Times segja frá því að breskir sérsveitarmenn sem og bandarískir taki þátt í bardögum í Sangin. Um 30 menn úr Special Air Service eru sagðir berjast með 60 bandarískum sérsveitarmönnum en það hefur ekki fengist staðfest. Minnst 90 hermenn og lögregluþjónar hafa fallið í Helmandhéraði síðustu daga. Tengdar fréttir Fjöldi hermanna felldur í Afganistan Talibanar hafa lagt undir sig mikilvægan hluta Helmand héraðs. 21. desember 2015 12:09 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira
Yfirvöld í Bretlandi ætla að senda hermenn til Helmandhéraðs í Afganistan, þar sem Talibanar sækja nú hart gegn hermönnum og lögreglu. Varnarmálaráðuneyti Bretlands segir hermennina vera í hlutverki ráðgjafa en um 450 breskir hermenn eru í Afganistan. Höfuðstöðvar lögreglunnar í bænum Sangin í Helmand héraði í Afganistan eru nú umsetnar af vígamönnum Talíbana. Harðir bardagar hafa geisað í bænum síðustu daga og er í raun óljóst hver fer þar með völdin nú um stundir, lögreglan eða Talíbanar. Héraðsstjóri Helmand segir í samtali við BBC að alrangt sé að Talíbanar hafi náð bænum á sitt vald en Talíbanar fullyrða það hins vegar.Mikilvægt hérað Ástandið í Afganistan virðist vera að versna á ný og í gær féllu sex bandarískir hermenn í sprengjuárás í norðurhluta þess. Það er ein mannskæðasta árás á erlenda hermenn í landinu síðustu misserin.Helmandhérað er mikilvægt Talibönum þar sem mikil ópíumframleiðsla á sér stað þar. Ópíumið er notað til að fjármagna baráttu þeirra. Í stríðinu í Afganistan féllu rúmlega 100 breskir hermenn í Sangin. Í heildina féllu 456 Bretar í Afganistan.The Times segja frá því að breskir sérsveitarmenn sem og bandarískir taki þátt í bardögum í Sangin. Um 30 menn úr Special Air Service eru sagðir berjast með 60 bandarískum sérsveitarmönnum en það hefur ekki fengist staðfest. Minnst 90 hermenn og lögregluþjónar hafa fallið í Helmandhéraði síðustu daga.
Tengdar fréttir Fjöldi hermanna felldur í Afganistan Talibanar hafa lagt undir sig mikilvægan hluta Helmand héraðs. 21. desember 2015 12:09 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira
Fjöldi hermanna felldur í Afganistan Talibanar hafa lagt undir sig mikilvægan hluta Helmand héraðs. 21. desember 2015 12:09