Obama hvetur til menntunar og virðingar fyrir lýðræðinu Heimir Már Pétursson skrifar 28. júlí 2015 19:53 Barack Obama Bandaríkjaforseti brýndi fyrir ríkjum Afríku í dag að efla menntun ungs fólks í álfunni og virða lýðræðislegar leikreglur. Það væri rangt sem sumir þrásetnir leiðtogar héldu fram, að þeir einir gætu bjargað löndum sínum. Obama er fyrsti forseti Bandaríkjanna til að ávarpa þing bandalags fimmtíu og fjögurra Afríkuríkja en það var sett í Addis Ababa í Eþíópíu í dag. En í gær gafst forsetanum tækifæri til að skoða mannvistarleifar konu sem kölluð hefur verið Lucy og var uppi fyrir 3,2 milljónum ára og allt mannkyn getur rakið ættir sínar til. Obama var vel fagnað af þingfulltrúum þótt hann sendi sumum þeirra föst skot í ávarpi sínu. Forsetinn sagði alla hagfræðinga sammála um að ríki þar sem væri fjölmennar ungar kynslóðir ættu meiri möguleika á að vaxa. „En aðeins ef þetta unga fólk fær þjálfun. Við þurfum ekki annað en að líta á Miðausturlönd og Norður-Afríku til að sjá að mikill fjöldi ungs fólks með enga vinnu og bældar raddir getur valdið óstöðugleika og ringulreið,“ sagði Obama. Stjórnarfar í ríkjum Afríku er afar mismunandi allt frá herforingjastjórnum til lýðræðisstjórna og frelsi fjölmiðla þar er með misjöfnum hætti. Obama minnti á að kosningar einar og sér þýddu ekki að lýðræði ríkti. Leiðtogar lýðræðisríkja þyrftu sjálfir að fylgja leikreglunum lýðræðisins en ekki freistast til að breyta reglunum í miðjum klíðum til að framlengja persónuleg völd sín sem oft ylli óstöðugleika og ófriði. „Og stundum heyrum við leiðtoga segja: Ég er eini maðurinn sem getur haldið þessari þjóð saman. Ef það er rétt hefur þessum leiðtoga mistekist að byggja upp þjóð sína. Ég held að ég sé býsna góður forseti. Ef ég biði mig fram aftur held ég að ég gæti unnið. En ég get það ekki. Það er margt sem ég vildi gera til að koma Bandaríkjunum áfram, en lögin eru lögin,“ sagði Obama. Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti brýndi fyrir ríkjum Afríku í dag að efla menntun ungs fólks í álfunni og virða lýðræðislegar leikreglur. Það væri rangt sem sumir þrásetnir leiðtogar héldu fram, að þeir einir gætu bjargað löndum sínum. Obama er fyrsti forseti Bandaríkjanna til að ávarpa þing bandalags fimmtíu og fjögurra Afríkuríkja en það var sett í Addis Ababa í Eþíópíu í dag. En í gær gafst forsetanum tækifæri til að skoða mannvistarleifar konu sem kölluð hefur verið Lucy og var uppi fyrir 3,2 milljónum ára og allt mannkyn getur rakið ættir sínar til. Obama var vel fagnað af þingfulltrúum þótt hann sendi sumum þeirra föst skot í ávarpi sínu. Forsetinn sagði alla hagfræðinga sammála um að ríki þar sem væri fjölmennar ungar kynslóðir ættu meiri möguleika á að vaxa. „En aðeins ef þetta unga fólk fær þjálfun. Við þurfum ekki annað en að líta á Miðausturlönd og Norður-Afríku til að sjá að mikill fjöldi ungs fólks með enga vinnu og bældar raddir getur valdið óstöðugleika og ringulreið,“ sagði Obama. Stjórnarfar í ríkjum Afríku er afar mismunandi allt frá herforingjastjórnum til lýðræðisstjórna og frelsi fjölmiðla þar er með misjöfnum hætti. Obama minnti á að kosningar einar og sér þýddu ekki að lýðræði ríkti. Leiðtogar lýðræðisríkja þyrftu sjálfir að fylgja leikreglunum lýðræðisins en ekki freistast til að breyta reglunum í miðjum klíðum til að framlengja persónuleg völd sín sem oft ylli óstöðugleika og ófriði. „Og stundum heyrum við leiðtoga segja: Ég er eini maðurinn sem getur haldið þessari þjóð saman. Ef það er rétt hefur þessum leiðtoga mistekist að byggja upp þjóð sína. Ég held að ég sé býsna góður forseti. Ef ég biði mig fram aftur held ég að ég gæti unnið. En ég get það ekki. Það er margt sem ég vildi gera til að koma Bandaríkjunum áfram, en lögin eru lögin,“ sagði Obama.
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira