Obama hvetur til menntunar og virðingar fyrir lýðræðinu Heimir Már Pétursson skrifar 28. júlí 2015 19:53 Barack Obama Bandaríkjaforseti brýndi fyrir ríkjum Afríku í dag að efla menntun ungs fólks í álfunni og virða lýðræðislegar leikreglur. Það væri rangt sem sumir þrásetnir leiðtogar héldu fram, að þeir einir gætu bjargað löndum sínum. Obama er fyrsti forseti Bandaríkjanna til að ávarpa þing bandalags fimmtíu og fjögurra Afríkuríkja en það var sett í Addis Ababa í Eþíópíu í dag. En í gær gafst forsetanum tækifæri til að skoða mannvistarleifar konu sem kölluð hefur verið Lucy og var uppi fyrir 3,2 milljónum ára og allt mannkyn getur rakið ættir sínar til. Obama var vel fagnað af þingfulltrúum þótt hann sendi sumum þeirra föst skot í ávarpi sínu. Forsetinn sagði alla hagfræðinga sammála um að ríki þar sem væri fjölmennar ungar kynslóðir ættu meiri möguleika á að vaxa. „En aðeins ef þetta unga fólk fær þjálfun. Við þurfum ekki annað en að líta á Miðausturlönd og Norður-Afríku til að sjá að mikill fjöldi ungs fólks með enga vinnu og bældar raddir getur valdið óstöðugleika og ringulreið,“ sagði Obama. Stjórnarfar í ríkjum Afríku er afar mismunandi allt frá herforingjastjórnum til lýðræðisstjórna og frelsi fjölmiðla þar er með misjöfnum hætti. Obama minnti á að kosningar einar og sér þýddu ekki að lýðræði ríkti. Leiðtogar lýðræðisríkja þyrftu sjálfir að fylgja leikreglunum lýðræðisins en ekki freistast til að breyta reglunum í miðjum klíðum til að framlengja persónuleg völd sín sem oft ylli óstöðugleika og ófriði. „Og stundum heyrum við leiðtoga segja: Ég er eini maðurinn sem getur haldið þessari þjóð saman. Ef það er rétt hefur þessum leiðtoga mistekist að byggja upp þjóð sína. Ég held að ég sé býsna góður forseti. Ef ég biði mig fram aftur held ég að ég gæti unnið. En ég get það ekki. Það er margt sem ég vildi gera til að koma Bandaríkjunum áfram, en lögin eru lögin,“ sagði Obama. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti brýndi fyrir ríkjum Afríku í dag að efla menntun ungs fólks í álfunni og virða lýðræðislegar leikreglur. Það væri rangt sem sumir þrásetnir leiðtogar héldu fram, að þeir einir gætu bjargað löndum sínum. Obama er fyrsti forseti Bandaríkjanna til að ávarpa þing bandalags fimmtíu og fjögurra Afríkuríkja en það var sett í Addis Ababa í Eþíópíu í dag. En í gær gafst forsetanum tækifæri til að skoða mannvistarleifar konu sem kölluð hefur verið Lucy og var uppi fyrir 3,2 milljónum ára og allt mannkyn getur rakið ættir sínar til. Obama var vel fagnað af þingfulltrúum þótt hann sendi sumum þeirra föst skot í ávarpi sínu. Forsetinn sagði alla hagfræðinga sammála um að ríki þar sem væri fjölmennar ungar kynslóðir ættu meiri möguleika á að vaxa. „En aðeins ef þetta unga fólk fær þjálfun. Við þurfum ekki annað en að líta á Miðausturlönd og Norður-Afríku til að sjá að mikill fjöldi ungs fólks með enga vinnu og bældar raddir getur valdið óstöðugleika og ringulreið,“ sagði Obama. Stjórnarfar í ríkjum Afríku er afar mismunandi allt frá herforingjastjórnum til lýðræðisstjórna og frelsi fjölmiðla þar er með misjöfnum hætti. Obama minnti á að kosningar einar og sér þýddu ekki að lýðræði ríkti. Leiðtogar lýðræðisríkja þyrftu sjálfir að fylgja leikreglunum lýðræðisins en ekki freistast til að breyta reglunum í miðjum klíðum til að framlengja persónuleg völd sín sem oft ylli óstöðugleika og ófriði. „Og stundum heyrum við leiðtoga segja: Ég er eini maðurinn sem getur haldið þessari þjóð saman. Ef það er rétt hefur þessum leiðtoga mistekist að byggja upp þjóð sína. Ég held að ég sé býsna góður forseti. Ef ég biði mig fram aftur held ég að ég gæti unnið. En ég get það ekki. Það er margt sem ég vildi gera til að koma Bandaríkjunum áfram, en lögin eru lögin,“ sagði Obama.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira