Tsipras vill að þingið samþykki stuðningsyfirlýsingu Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. ágúst 2015 07:00 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, var harðlega gagnrýndur á maraþonfundi þingsins. vísir/epa Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, ætlar nú að leggja örlög sín í hendur þingsins. Hann krefst stuðningsyfirlýsingar, þótt engan veginn sé öruggt að hann njóti meirihlutastuðnings lengur. Þingið samþykkti í fyrrinótt, eftir sólarhringslangan maraþonfund, samning um þriðju fjárhagsaðstoðina frá Evrópusambandinu, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópska seðlabankanum. Alls greiddu 222 þingmenn af 300 atkvæði með samningnum, þannig að hann rann auðveldlega í gegn með stuðningi stjórnarandstöðunnar. Hins vegar greiddu 43 af alls 147 þingmönnum SYRIZA, flokks Tsipras, atkvæði gegn samningnum. Til þess að Tsipras geti setið áfram sem forsætisráðherra þurfa einhverjir af þessum 43 þingmönnum að greiða atkvæði með stuðningsyfirlýsingu við hann, þótt þeir hafi verið andvígir samningnum.Fjármálaráðherrann fyrrverandi greiddi atkvæði gegn samningnum en sagðist engu að síður styðja stjórnina.vísir/epaJanis Varúfakis, fyrrverandi fjármálaráðherra, greiddi atkvæði gegn samningnum en sagðist engu að síður styðja ríkisstjórnina. Búist er við því að stuðningsyfirlýsing við stjórnina verði borin undir atkvæði þingmanna einhvern tímann eftir 20. ágúst. Verði stjórnin felld þarf að boða til nýrra kosninga í haust, með áframhaldandi óvissu um framhaldið. Mikill hiti var í þingmönnum þegar rætt var um samninginn og gengu ásakanir á víxl. Tsipras forsætisráðherra var harðlega gagnrýndur fyrir að hafa lúffað fyrir Evrópusambandinu og komið heim með samning, sem er strangari gagnvart Grikkjum en fyrri samningurinn, sem hann sjálfur hafði þó hvatt Grikki til að hafna í þjóðaratkvæðagreiðslu í vor. Fjármálaráðherrar evruríkjanna komu síðan saman strax í gær og samþykktu aðstoðina. Samningurinn við Grikki felur í sér að þeir fá samtals 86 milljarða evra, eða jafnvirði rúmlega 12.000 milljarða króna. Á móti þurfa Grikkir að hagræða enn frekar í ríkisrekstri með því meðal annars að selja ríkiseignir, herða skattheimtu, hætta að greiða bændum eldsneytisstyrki og hækka lífeyrisaldur, svo nokkuð sé nefnt. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, ætlar nú að leggja örlög sín í hendur þingsins. Hann krefst stuðningsyfirlýsingar, þótt engan veginn sé öruggt að hann njóti meirihlutastuðnings lengur. Þingið samþykkti í fyrrinótt, eftir sólarhringslangan maraþonfund, samning um þriðju fjárhagsaðstoðina frá Evrópusambandinu, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópska seðlabankanum. Alls greiddu 222 þingmenn af 300 atkvæði með samningnum, þannig að hann rann auðveldlega í gegn með stuðningi stjórnarandstöðunnar. Hins vegar greiddu 43 af alls 147 þingmönnum SYRIZA, flokks Tsipras, atkvæði gegn samningnum. Til þess að Tsipras geti setið áfram sem forsætisráðherra þurfa einhverjir af þessum 43 þingmönnum að greiða atkvæði með stuðningsyfirlýsingu við hann, þótt þeir hafi verið andvígir samningnum.Fjármálaráðherrann fyrrverandi greiddi atkvæði gegn samningnum en sagðist engu að síður styðja stjórnina.vísir/epaJanis Varúfakis, fyrrverandi fjármálaráðherra, greiddi atkvæði gegn samningnum en sagðist engu að síður styðja ríkisstjórnina. Búist er við því að stuðningsyfirlýsing við stjórnina verði borin undir atkvæði þingmanna einhvern tímann eftir 20. ágúst. Verði stjórnin felld þarf að boða til nýrra kosninga í haust, með áframhaldandi óvissu um framhaldið. Mikill hiti var í þingmönnum þegar rætt var um samninginn og gengu ásakanir á víxl. Tsipras forsætisráðherra var harðlega gagnrýndur fyrir að hafa lúffað fyrir Evrópusambandinu og komið heim með samning, sem er strangari gagnvart Grikkjum en fyrri samningurinn, sem hann sjálfur hafði þó hvatt Grikki til að hafna í þjóðaratkvæðagreiðslu í vor. Fjármálaráðherrar evruríkjanna komu síðan saman strax í gær og samþykktu aðstoðina. Samningurinn við Grikki felur í sér að þeir fá samtals 86 milljarða evra, eða jafnvirði rúmlega 12.000 milljarða króna. Á móti þurfa Grikkir að hagræða enn frekar í ríkisrekstri með því meðal annars að selja ríkiseignir, herða skattheimtu, hætta að greiða bændum eldsneytisstyrki og hækka lífeyrisaldur, svo nokkuð sé nefnt.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira