Forsætisráðherra Ísraels fordæmir íkveikjuárás Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. júlí 2015 12:00 Íkveikjuárásir landtökumanna hafa færst í aukana. VÍSIR/AFP Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur fordæmt íkveikjuárás sem átti sér stað á Vesturbakka Palestínu í nótt. 18 mánaða ungabarn lést er kveikt var í tveimur húsum í bænum Duma. Foreldrar barnins, bróðir og annað barn slösuðust einnig. Ísraelskir landtökumenn eru grunaðir um verknaðinn en m.a. var orðið hefnd ritað á hebronsku á vegg annars hússins.PM: This is an act of terrorism in every respect. The State of Israel takes a strong line against terrorism regardless of the perpetrators.— PM of Israel (@IsraeliPM) July 31, 2015 Ísraelski herinn leitar árásarmannana en slíkar árásir hafa færst í aukana. Talið er að öfgamenn séu með árásunum að hefna fyrir árásir á landtökubyggðir Ísraela á Vesturbakkanum. Ísraelskir landtökumenn lentu í átökum við ísraelska lögreglu á miðvikudag þegar hálfbyggðar blokkir þeirra voru rifnar niður á landtökusvæðinu Beit-El. Hæstiréttur Ísrael hafði úrskurðað að blokkirnar hefðu verið byggðar ólöglega á palestínsku landssvæði. Frelssisamtök Palestínu, PLO, líta svo á að ísraelska ríkisstjórnin beri fulla ábyrgð á árásunum.We hold the Israeli Government fully responsible for the brutal assassination of the toddler Ali Saad Dawabsha (1,5 years old)— Palestine PLO - NAD (@nadplo) July 31, 2015 Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Nickolay Mladenov, staðsettur í Jerúsalem fordæmdi árásarinar harkalega. „Ég er hneykslaður á þeim íkveikjuárásum sem áttu sér stað í dag. Ég tek undir orð ísraelskra og palestínskra yfirvalda sem hafa harðlega fordæmt árásirnar. Árásirnar voru gerðar í pólitískum tilgangi og bera vitni um það hversu mikilvægt er að það finnist lausn finnist á deilunni án tafar.“ Tengdar fréttir Barn lést í íkveikju Átján mánaða palestínskur drengur fórst þegar eldur var kveiktur í tveimur íbúðarhúsum í bænum Douma á Vesturbakkanum í nótt. 31. júlí 2015 08:28 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur fordæmt íkveikjuárás sem átti sér stað á Vesturbakka Palestínu í nótt. 18 mánaða ungabarn lést er kveikt var í tveimur húsum í bænum Duma. Foreldrar barnins, bróðir og annað barn slösuðust einnig. Ísraelskir landtökumenn eru grunaðir um verknaðinn en m.a. var orðið hefnd ritað á hebronsku á vegg annars hússins.PM: This is an act of terrorism in every respect. The State of Israel takes a strong line against terrorism regardless of the perpetrators.— PM of Israel (@IsraeliPM) July 31, 2015 Ísraelski herinn leitar árásarmannana en slíkar árásir hafa færst í aukana. Talið er að öfgamenn séu með árásunum að hefna fyrir árásir á landtökubyggðir Ísraela á Vesturbakkanum. Ísraelskir landtökumenn lentu í átökum við ísraelska lögreglu á miðvikudag þegar hálfbyggðar blokkir þeirra voru rifnar niður á landtökusvæðinu Beit-El. Hæstiréttur Ísrael hafði úrskurðað að blokkirnar hefðu verið byggðar ólöglega á palestínsku landssvæði. Frelssisamtök Palestínu, PLO, líta svo á að ísraelska ríkisstjórnin beri fulla ábyrgð á árásunum.We hold the Israeli Government fully responsible for the brutal assassination of the toddler Ali Saad Dawabsha (1,5 years old)— Palestine PLO - NAD (@nadplo) July 31, 2015 Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Nickolay Mladenov, staðsettur í Jerúsalem fordæmdi árásarinar harkalega. „Ég er hneykslaður á þeim íkveikjuárásum sem áttu sér stað í dag. Ég tek undir orð ísraelskra og palestínskra yfirvalda sem hafa harðlega fordæmt árásirnar. Árásirnar voru gerðar í pólitískum tilgangi og bera vitni um það hversu mikilvægt er að það finnist lausn finnist á deilunni án tafar.“
Tengdar fréttir Barn lést í íkveikju Átján mánaða palestínskur drengur fórst þegar eldur var kveiktur í tveimur íbúðarhúsum í bænum Douma á Vesturbakkanum í nótt. 31. júlí 2015 08:28 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Barn lést í íkveikju Átján mánaða palestínskur drengur fórst þegar eldur var kveiktur í tveimur íbúðarhúsum í bænum Douma á Vesturbakkanum í nótt. 31. júlí 2015 08:28