Leiðtogaskipti á Filipseyjum Heimir Már Pétursson skrifar 31. júlí 2015 11:23 Benigno Aquino forseti Filipseyja hefur tilnefnt Manuel Roxas innanríkisráðherra sem eftirmann sinn í leiðtogasæti Frjálslyndaflokksins. VÍSIR/AFP Benigno Aquino forseti Filipseyja hefur tilnefnt Manuel Roxas innanríkisráðherra sem eftirmann sinn í leiðtogasæti Frjálslyndaflokksins og þar með sem næsta forsetaefni flokksins. Kjörtímabil Aquiano rennur út þegar kosið verður til forseta í maí á næsta ári en samkvæmt stjórnarskrá Filipseyja getur forseti aðeins setið í eitt sex ára kjörtímabil. Aquino tilkynnti þetta á fundi Frjálslyndaflokksins í Filipseyja klúbbnum sem er engin tilviljun. Þar var móðir hans Corazon Aquino var svarin í embætti forseta árið 1986 eftir uppreisn alþýðunnar gegn einræðisherranum Ferdinand Marcos sem var að lokum hrakinn frá völdum og úr landi ásamt eiginkonu sinni Imeldu. Hún var heimsfræg fyrir mikinn munað og að eiga stærsta skóparasafn í heimi. Eiginmaður Corazon, Benigno Aquino, leiddi andstöðu gegn Marcos úr útlegð í Bandaríkjunum en var tekinn af lífi þegar hann snéri til heimalandsins árið 1983 af útsendurum Marcos forseta. Eftir það varð Corazan leiðtogi andstöðuaflanna í huga almennings og hefur Aquino fjölskyldan allt síðan þá verið ráðandi afl í filipeyskum stjórnmálum. Manuel Roxas er eins og Aquino kominn af rótgrónum ættum stjórnmálamanna á Filipseyjum en faðir hans var þingmaður og langafi hans var fyrsti forseti Filipseyja að lokinni seinni heimsstyrjöldinni. Samhliða forsetakosningunum í maí á næsta ári verður kosið til 17 þúsund embætta í landsstjórninni og í sveitarstjórnum. Filipseyjar eru ört vaxandi þriðjaheimsríki en þar búa tæplega hundrað milljónir manna en um sjö þúsund eyjar í suður Kyrrahafi teljast til Filipseyja og eru þær tólfta fjölmennasta ríki heims. Um tólf milljónir Filipseyinga búa í öðrum löndum, m.a. nokkur þúsund á Íslandi, og eru fjölmennastir allra þjóða í heiminum sem búa utan heimalands síns. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
Benigno Aquino forseti Filipseyja hefur tilnefnt Manuel Roxas innanríkisráðherra sem eftirmann sinn í leiðtogasæti Frjálslyndaflokksins og þar með sem næsta forsetaefni flokksins. Kjörtímabil Aquiano rennur út þegar kosið verður til forseta í maí á næsta ári en samkvæmt stjórnarskrá Filipseyja getur forseti aðeins setið í eitt sex ára kjörtímabil. Aquino tilkynnti þetta á fundi Frjálslyndaflokksins í Filipseyja klúbbnum sem er engin tilviljun. Þar var móðir hans Corazon Aquino var svarin í embætti forseta árið 1986 eftir uppreisn alþýðunnar gegn einræðisherranum Ferdinand Marcos sem var að lokum hrakinn frá völdum og úr landi ásamt eiginkonu sinni Imeldu. Hún var heimsfræg fyrir mikinn munað og að eiga stærsta skóparasafn í heimi. Eiginmaður Corazon, Benigno Aquino, leiddi andstöðu gegn Marcos úr útlegð í Bandaríkjunum en var tekinn af lífi þegar hann snéri til heimalandsins árið 1983 af útsendurum Marcos forseta. Eftir það varð Corazan leiðtogi andstöðuaflanna í huga almennings og hefur Aquino fjölskyldan allt síðan þá verið ráðandi afl í filipeyskum stjórnmálum. Manuel Roxas er eins og Aquino kominn af rótgrónum ættum stjórnmálamanna á Filipseyjum en faðir hans var þingmaður og langafi hans var fyrsti forseti Filipseyja að lokinni seinni heimsstyrjöldinni. Samhliða forsetakosningunum í maí á næsta ári verður kosið til 17 þúsund embætta í landsstjórninni og í sveitarstjórnum. Filipseyjar eru ört vaxandi þriðjaheimsríki en þar búa tæplega hundrað milljónir manna en um sjö þúsund eyjar í suður Kyrrahafi teljast til Filipseyja og eru þær tólfta fjölmennasta ríki heims. Um tólf milljónir Filipseyinga búa í öðrum löndum, m.a. nokkur þúsund á Íslandi, og eru fjölmennastir allra þjóða í heiminum sem búa utan heimalands síns.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira