COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“ Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2015 11:31 Francois Hollande Frakklandsforseti, Laurent Fabius, utanríkisráherra Frakklands og forseti COP21, og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Vísir/AFP Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti loftslagsráðstefnunnar í París, segir að nýr loftslagssamningur verði lagalega bindandi og feli í sér að hækkun meðalhitastigs fram til ársins 2100 verði „vel innan við tvær gráður. Lokadrög loftslagssamningsins voru kynnt ráðherrum í París í morgun. „Þetta er vel samsettur texti, raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur,“ sagði Fabius á fréttamannafundi rétt í þessu. Utanríkisráðherrann segir að fjármögnunin, sem hefur verið eitt helsta þrætuepli viðræðnanna, verði tröppuð upp fram til ársins 2025. Samningnum verði fylgt eftir með endurskoðun á frammistöðum ríkja fimmta hvert ár. Hann segir að andrúmsloftið á ráðstefnunni hafi verið „einstaklega jákvætt“. „Við viljum ekki að ráðstefnan í Kaupmannahöfn 2009 endurtaki sig. En ekkert er enn í hendi. Enginn okkar getur aðhafst einn og sér. Enginn verður hamingjusamur einn og sér. Nú eru örlög heimsins og okkar höndum.“ Fabius gat vart haldið aftur af tilfinningum sínum þegar hann lauk ræðu sinni, en Ban Ki-monn, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók svo við orðinu. „Við skulum klára þessa vinnu. Heimurinn allur er að hlusta á okkur.“ Francois Hollande Frakklandsforseti sagði að samningurinn yrði ekki fullkominn fyrir alla, en væri engu að síður mikill sigur fyrir alla – þar sem það sé sigur fyrir loftslagið að við samkomulag hafi náðst. „Þið verðið að grípa tækifærið að taka ákvörðun í dag. Það er það sem heimurinn þarfnast.“ Þó svo að lokadrög séu tilbúin eiga þjóðirnar eftir að samþykkja þau og samningurinn verður aðeins samþykktur með samþykki allra þeirra 195 þjóða sem eiga aðild að loftslagssamningnum. Þannig er búist við að samningurinn verðir ekki endanlega samþykktur fyrr en seint í dag eða jafnvel á morgun. Sjá má drögin í viðhengi að neðan. Loftslagsmál Tengdar fréttir Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær. 12. desember 2015 09:52 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Sjá meira
Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti loftslagsráðstefnunnar í París, segir að nýr loftslagssamningur verði lagalega bindandi og feli í sér að hækkun meðalhitastigs fram til ársins 2100 verði „vel innan við tvær gráður. Lokadrög loftslagssamningsins voru kynnt ráðherrum í París í morgun. „Þetta er vel samsettur texti, raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur,“ sagði Fabius á fréttamannafundi rétt í þessu. Utanríkisráðherrann segir að fjármögnunin, sem hefur verið eitt helsta þrætuepli viðræðnanna, verði tröppuð upp fram til ársins 2025. Samningnum verði fylgt eftir með endurskoðun á frammistöðum ríkja fimmta hvert ár. Hann segir að andrúmsloftið á ráðstefnunni hafi verið „einstaklega jákvætt“. „Við viljum ekki að ráðstefnan í Kaupmannahöfn 2009 endurtaki sig. En ekkert er enn í hendi. Enginn okkar getur aðhafst einn og sér. Enginn verður hamingjusamur einn og sér. Nú eru örlög heimsins og okkar höndum.“ Fabius gat vart haldið aftur af tilfinningum sínum þegar hann lauk ræðu sinni, en Ban Ki-monn, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók svo við orðinu. „Við skulum klára þessa vinnu. Heimurinn allur er að hlusta á okkur.“ Francois Hollande Frakklandsforseti sagði að samningurinn yrði ekki fullkominn fyrir alla, en væri engu að síður mikill sigur fyrir alla – þar sem það sé sigur fyrir loftslagið að við samkomulag hafi náðst. „Þið verðið að grípa tækifærið að taka ákvörðun í dag. Það er það sem heimurinn þarfnast.“ Þó svo að lokadrög séu tilbúin eiga þjóðirnar eftir að samþykkja þau og samningurinn verður aðeins samþykktur með samþykki allra þeirra 195 þjóða sem eiga aðild að loftslagssamningnum. Þannig er búist við að samningurinn verðir ekki endanlega samþykktur fyrr en seint í dag eða jafnvel á morgun. Sjá má drögin í viðhengi að neðan.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær. 12. desember 2015 09:52 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Sjá meira
Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær. 12. desember 2015 09:52