Erlent

Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París

Atli Ísleifsson skrifar
Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti ráðstefnunnar, segir að aðstæður hafi aldrei verið betri til að ná samkomulagi um öflugan og metnaðarfullan samnin
Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti ráðstefnunnar, segir að aðstæður hafi aldrei verið betri til að ná samkomulagi um öflugan og metnaðarfullan samnin Vísir/AFP
Lokadrög nýs loftslagssamnings verða kynnt ráðherrum í París klukkan 10:30. Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær.

Enn hefur ekkert verið gefið upp um endanlegar niðurstöður samningsins.

Þó svo að lokadrög séu tilbúin eiga þjóðirnar eftir að samþykkja þau og samningurinn verður aðeins samþykktur með samþykki allra þeirra 195 þjóða sem eiga aðild að loftslagssamningnum.

Þannig er búist við að samningurinn verðir ekki endanlega samþykktur fyrr en seint í dag eða jafnvel á morgun.

Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti ráðstefnunnar, segir að aðstæður hafi aldrei verið betri til að ná samkomulagi um öflugan og metnaðarfullan samning.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×