Engin lokuð múslímasvæði til í Frakklandi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. janúar 2015 15:02 Um fimm milljónir múslíma eru í Frakklandi. Vísir/AP Engin svæði eru í Frakklandi þar sem múslímar ráða einir ríkjum og fólk af öðrum trúarbrögðum hættir sér ekki inn á. Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í and-íslamssamtökunum PEGIDA, fullyrti það hinsvegar í gær. Í viðtali í Harmageddon sagði hún í gær að 700 svæði væru í Frakklandi undir yfirráðum múslíma sem fólk af öðrum trúarbrögðum færu ekki inn á. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessu er haldið fram en öfgahópar sem berjast gegn múslímum og fyrir harðari innflytjendastefnu hafa sagt svæðin vera til. Svæðin sem um ræðir hafa hinsvegar ekkert með trúarbrögð að gera. Zone urbaine sensible, oftast stytt í ZUS, eru svæði sem frönsk stjórnvöld skilgreindu árið 1997 sem staði sem þyrfti að veita sérstaka athygli þegar kæmi að uppbyggingu. Nafnið gæti útlagst sem viðkvæm þéttbýlissvæði á íslensku. Svæðin eru samtals 751. Meðal ástæðna fyrir því að staðir hafa endað á listanum er hátt hlutfall íbúa í félagslegu húsnæði, hátt hlutfall atvinnuleysis og lágt hlutfall þeirra sem útskrifast úr skóla. Hvergi er minnst á trúarbrögð í skilgreiningu á þeim svæðum sem á listanum eru. Arnbjörg Soffía Árnadóttir er búsett í Frakklandi og hefur komið inn á eitt af svæðunum sem skilgreind eru á ZUS-listanum. „Ég bý bara hérna við hliðina á svæði sem heitir Saint Michel. Ég verð bara að viðurkenna að ég hef ekki tekið eftir að það sé eitthvað sérstakt svæði,“ segir hún og nefnir að svæðið dragi nafn sitt af kirkju sem er á svæðinu. „Þetta er svolítið týpískt svæði í útjaðri miðbæjarins. Þetta er alveg vel inni í borginni og bara svipað og öll önnur svæði sem eru ekki alveg hluti af miðbænum án þess að vera úthverfi. Þetta er frekar kósý og oft mikið um að vera; til dæmis flóamarkaður,“ segir Arnbjörg. „Það er ekki mikill munur á þessu svæði og öðrum.“ Sjálf segist hún ekki óttast að fara inn á ZUS svæði og segist ekki finna fyrir hræðslu á meðal annarra. Þá segir hún svæðin ekkert hafa með múslíma að gera þó að vel geti verið að hlutfall múslíma á einhverjum af svæðunum sé hærra en annarstaðar á landinu. „Það er algjörlega rangt að þessi listi hafi eitthvað að gera með íslam. Þetta eru heldur ekki nein sérstök gettó. Hann var settur saman af frönskum yfirvöldum til að hvetja viðkomandi bæjarstjórn til þess að byggja upp þessi svæði. Til dæmis að hvetja fyrirtæki og einkaaðila að kaupa og flytja fyrirtæki sín á þessi svæði með skattaívilnunum.“Uppfært klukkan 23.27 með leiðréttru nafni svæðanna. Tengdar fréttir „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Sjá meira
Engin svæði eru í Frakklandi þar sem múslímar ráða einir ríkjum og fólk af öðrum trúarbrögðum hættir sér ekki inn á. Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í and-íslamssamtökunum PEGIDA, fullyrti það hinsvegar í gær. Í viðtali í Harmageddon sagði hún í gær að 700 svæði væru í Frakklandi undir yfirráðum múslíma sem fólk af öðrum trúarbrögðum færu ekki inn á. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessu er haldið fram en öfgahópar sem berjast gegn múslímum og fyrir harðari innflytjendastefnu hafa sagt svæðin vera til. Svæðin sem um ræðir hafa hinsvegar ekkert með trúarbrögð að gera. Zone urbaine sensible, oftast stytt í ZUS, eru svæði sem frönsk stjórnvöld skilgreindu árið 1997 sem staði sem þyrfti að veita sérstaka athygli þegar kæmi að uppbyggingu. Nafnið gæti útlagst sem viðkvæm þéttbýlissvæði á íslensku. Svæðin eru samtals 751. Meðal ástæðna fyrir því að staðir hafa endað á listanum er hátt hlutfall íbúa í félagslegu húsnæði, hátt hlutfall atvinnuleysis og lágt hlutfall þeirra sem útskrifast úr skóla. Hvergi er minnst á trúarbrögð í skilgreiningu á þeim svæðum sem á listanum eru. Arnbjörg Soffía Árnadóttir er búsett í Frakklandi og hefur komið inn á eitt af svæðunum sem skilgreind eru á ZUS-listanum. „Ég bý bara hérna við hliðina á svæði sem heitir Saint Michel. Ég verð bara að viðurkenna að ég hef ekki tekið eftir að það sé eitthvað sérstakt svæði,“ segir hún og nefnir að svæðið dragi nafn sitt af kirkju sem er á svæðinu. „Þetta er svolítið týpískt svæði í útjaðri miðbæjarins. Þetta er alveg vel inni í borginni og bara svipað og öll önnur svæði sem eru ekki alveg hluti af miðbænum án þess að vera úthverfi. Þetta er frekar kósý og oft mikið um að vera; til dæmis flóamarkaður,“ segir Arnbjörg. „Það er ekki mikill munur á þessu svæði og öðrum.“ Sjálf segist hún ekki óttast að fara inn á ZUS svæði og segist ekki finna fyrir hræðslu á meðal annarra. Þá segir hún svæðin ekkert hafa með múslíma að gera þó að vel geti verið að hlutfall múslíma á einhverjum af svæðunum sé hærra en annarstaðar á landinu. „Það er algjörlega rangt að þessi listi hafi eitthvað að gera með íslam. Þetta eru heldur ekki nein sérstök gettó. Hann var settur saman af frönskum yfirvöldum til að hvetja viðkomandi bæjarstjórn til þess að byggja upp þessi svæði. Til dæmis að hvetja fyrirtæki og einkaaðila að kaupa og flytja fyrirtæki sín á þessi svæði með skattaívilnunum.“Uppfært klukkan 23.27 með leiðréttru nafni svæðanna.
Tengdar fréttir „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Sjá meira
„Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14