Engin lokuð múslímasvæði til í Frakklandi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. janúar 2015 15:02 Um fimm milljónir múslíma eru í Frakklandi. Vísir/AP Engin svæði eru í Frakklandi þar sem múslímar ráða einir ríkjum og fólk af öðrum trúarbrögðum hættir sér ekki inn á. Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í and-íslamssamtökunum PEGIDA, fullyrti það hinsvegar í gær. Í viðtali í Harmageddon sagði hún í gær að 700 svæði væru í Frakklandi undir yfirráðum múslíma sem fólk af öðrum trúarbrögðum færu ekki inn á. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessu er haldið fram en öfgahópar sem berjast gegn múslímum og fyrir harðari innflytjendastefnu hafa sagt svæðin vera til. Svæðin sem um ræðir hafa hinsvegar ekkert með trúarbrögð að gera. Zone urbaine sensible, oftast stytt í ZUS, eru svæði sem frönsk stjórnvöld skilgreindu árið 1997 sem staði sem þyrfti að veita sérstaka athygli þegar kæmi að uppbyggingu. Nafnið gæti útlagst sem viðkvæm þéttbýlissvæði á íslensku. Svæðin eru samtals 751. Meðal ástæðna fyrir því að staðir hafa endað á listanum er hátt hlutfall íbúa í félagslegu húsnæði, hátt hlutfall atvinnuleysis og lágt hlutfall þeirra sem útskrifast úr skóla. Hvergi er minnst á trúarbrögð í skilgreiningu á þeim svæðum sem á listanum eru. Arnbjörg Soffía Árnadóttir er búsett í Frakklandi og hefur komið inn á eitt af svæðunum sem skilgreind eru á ZUS-listanum. „Ég bý bara hérna við hliðina á svæði sem heitir Saint Michel. Ég verð bara að viðurkenna að ég hef ekki tekið eftir að það sé eitthvað sérstakt svæði,“ segir hún og nefnir að svæðið dragi nafn sitt af kirkju sem er á svæðinu. „Þetta er svolítið týpískt svæði í útjaðri miðbæjarins. Þetta er alveg vel inni í borginni og bara svipað og öll önnur svæði sem eru ekki alveg hluti af miðbænum án þess að vera úthverfi. Þetta er frekar kósý og oft mikið um að vera; til dæmis flóamarkaður,“ segir Arnbjörg. „Það er ekki mikill munur á þessu svæði og öðrum.“ Sjálf segist hún ekki óttast að fara inn á ZUS svæði og segist ekki finna fyrir hræðslu á meðal annarra. Þá segir hún svæðin ekkert hafa með múslíma að gera þó að vel geti verið að hlutfall múslíma á einhverjum af svæðunum sé hærra en annarstaðar á landinu. „Það er algjörlega rangt að þessi listi hafi eitthvað að gera með íslam. Þetta eru heldur ekki nein sérstök gettó. Hann var settur saman af frönskum yfirvöldum til að hvetja viðkomandi bæjarstjórn til þess að byggja upp þessi svæði. Til dæmis að hvetja fyrirtæki og einkaaðila að kaupa og flytja fyrirtæki sín á þessi svæði með skattaívilnunum.“Uppfært klukkan 23.27 með leiðréttru nafni svæðanna. Tengdar fréttir „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Engin svæði eru í Frakklandi þar sem múslímar ráða einir ríkjum og fólk af öðrum trúarbrögðum hættir sér ekki inn á. Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í and-íslamssamtökunum PEGIDA, fullyrti það hinsvegar í gær. Í viðtali í Harmageddon sagði hún í gær að 700 svæði væru í Frakklandi undir yfirráðum múslíma sem fólk af öðrum trúarbrögðum færu ekki inn á. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessu er haldið fram en öfgahópar sem berjast gegn múslímum og fyrir harðari innflytjendastefnu hafa sagt svæðin vera til. Svæðin sem um ræðir hafa hinsvegar ekkert með trúarbrögð að gera. Zone urbaine sensible, oftast stytt í ZUS, eru svæði sem frönsk stjórnvöld skilgreindu árið 1997 sem staði sem þyrfti að veita sérstaka athygli þegar kæmi að uppbyggingu. Nafnið gæti útlagst sem viðkvæm þéttbýlissvæði á íslensku. Svæðin eru samtals 751. Meðal ástæðna fyrir því að staðir hafa endað á listanum er hátt hlutfall íbúa í félagslegu húsnæði, hátt hlutfall atvinnuleysis og lágt hlutfall þeirra sem útskrifast úr skóla. Hvergi er minnst á trúarbrögð í skilgreiningu á þeim svæðum sem á listanum eru. Arnbjörg Soffía Árnadóttir er búsett í Frakklandi og hefur komið inn á eitt af svæðunum sem skilgreind eru á ZUS-listanum. „Ég bý bara hérna við hliðina á svæði sem heitir Saint Michel. Ég verð bara að viðurkenna að ég hef ekki tekið eftir að það sé eitthvað sérstakt svæði,“ segir hún og nefnir að svæðið dragi nafn sitt af kirkju sem er á svæðinu. „Þetta er svolítið týpískt svæði í útjaðri miðbæjarins. Þetta er alveg vel inni í borginni og bara svipað og öll önnur svæði sem eru ekki alveg hluti af miðbænum án þess að vera úthverfi. Þetta er frekar kósý og oft mikið um að vera; til dæmis flóamarkaður,“ segir Arnbjörg. „Það er ekki mikill munur á þessu svæði og öðrum.“ Sjálf segist hún ekki óttast að fara inn á ZUS svæði og segist ekki finna fyrir hræðslu á meðal annarra. Þá segir hún svæðin ekkert hafa með múslíma að gera þó að vel geti verið að hlutfall múslíma á einhverjum af svæðunum sé hærra en annarstaðar á landinu. „Það er algjörlega rangt að þessi listi hafi eitthvað að gera með íslam. Þetta eru heldur ekki nein sérstök gettó. Hann var settur saman af frönskum yfirvöldum til að hvetja viðkomandi bæjarstjórn til þess að byggja upp þessi svæði. Til dæmis að hvetja fyrirtæki og einkaaðila að kaupa og flytja fyrirtæki sín á þessi svæði með skattaívilnunum.“Uppfært klukkan 23.27 með leiðréttru nafni svæðanna.
Tengdar fréttir „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
„Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14