„Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ 14. janúar 2015 15:14 Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. Vísir „Þetta eru ekki rasistasamtök. Þau undirstrika það að við viljum aðlagast. Þeir eru ekki á móti útlendinga- eða innflytjendastefnu og það er tekið sérstaklega fram [...] Þetta er mjög hófsamt og enginn rasismi í þessu,“ segir Margrét Friðriksdóttir, ein af rúmlega sex hundruð sem hefur skráð sig í öfgasamtökin PEGIDA á Íslandi.Facebook-síðan PEGIDA Iceland var stofnuð síðasta sunnudag. Hreyfingin er þýsk að uppruna og berst gegn meintum íslömskum áhrifum í Evrópu. Margrét er kristin og ræðir trúmálin reglulega í þættinum Harmageddon á X-inu. Í þættinum í dag sagðist hún ekkert hafa á móti múslimum eða öðrum trúarbrögðum, en að þörf væri á fræðslu. Hinn vestræni heimur hefði brugðist í þeim málum. Þá sagðist hún vera á móti „íslam-væðingu“ og að við því þyrfti að sporna. Sér svæði einungis fyrir múslima „Eygló Harðardóttir var að tala um það að henni fyndist vanta upp á fræðslu. Ég er að velta fyrir mér hvort Evrópuþjóðirnar hafi brugðist kannski í fræðslu við innflytjendur. Að kynna innflytjendur fyrir okkar lögum og reglum, í okkar vestræna heimi. Vegna þess að til dæmis í Frakklandi eru yfir 700 svæði þar sem engir aðrir en múslimar þora inn. Ekki einu sinni lögregla og slökkvilið. Þetta eru sér múslimasvæði sem enginn fer inn á nema múslimar,“ sagði Margrét.„Fólki kennt að nota klósett“ Aðspurð hvort það skyti ekki skökku við að kalla saman einhvern ákveðinn hóp samfélags til þess að kenna þeim lög og reglur, sagði hún svo ekki vera. Um væri að ræða hinn þriðja heim og því sé mikilvægt að þau læri að aðlagast vestrænni menningu. „Það er til þess að þjappa fólki saman, til að það skilji. Sums staðar í miðausturlöndum eða austurlöndum fjær – í flugvélum þar er ekki kennt á öryggisbúnaðinn. Þar er fólki kennt að nota klósett.“ Í þættinum ræddi Margrét um öfgahópa íslam og þá sagðist hún óttast. Aðspurð um kristna öfgahópa sagði hún: „Kristin öfgar – það eru nunnur, prestar og biskupar. Það eru kristnir öfgamenn. Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur einhvers staðar niðri í bæ?“ Þá sagði hún íslensku stjórnarskrána vera uppfulla af kristnum, góðum gildum, og taldi mikilvægt að nefna að hver sá sem er friðelskandi og kýs frið, kærleik, umburðarlyndi, tjáningarfrelsi og mannréttindi eigi að fordæma grimmdarverkin sem áttu sér stað í París og hafa átt sér stað um heiminn allan. „Við gætum kannski verið þjóð sem rýs upp gegn þessum myrkraverkum heimsins, öll sem eitt, burtséð frá trúarbrögðum,“ sagði Margrét. Viðtalið við Margréti má hlusta á í heild hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Gerum kröfu um að ráðamenn ávarpi fjölmenningarsamfélagið Baldur Þórhallsson segir það ekki ásættanlegt að ráðamenn tali með þeim hætti að það geti leitt til ofsókna á hendur tiltekinna hópa í samfélaginu. 13. janúar 2015 21:04 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
„Þetta eru ekki rasistasamtök. Þau undirstrika það að við viljum aðlagast. Þeir eru ekki á móti útlendinga- eða innflytjendastefnu og það er tekið sérstaklega fram [...] Þetta er mjög hófsamt og enginn rasismi í þessu,“ segir Margrét Friðriksdóttir, ein af rúmlega sex hundruð sem hefur skráð sig í öfgasamtökin PEGIDA á Íslandi.Facebook-síðan PEGIDA Iceland var stofnuð síðasta sunnudag. Hreyfingin er þýsk að uppruna og berst gegn meintum íslömskum áhrifum í Evrópu. Margrét er kristin og ræðir trúmálin reglulega í þættinum Harmageddon á X-inu. Í þættinum í dag sagðist hún ekkert hafa á móti múslimum eða öðrum trúarbrögðum, en að þörf væri á fræðslu. Hinn vestræni heimur hefði brugðist í þeim málum. Þá sagðist hún vera á móti „íslam-væðingu“ og að við því þyrfti að sporna. Sér svæði einungis fyrir múslima „Eygló Harðardóttir var að tala um það að henni fyndist vanta upp á fræðslu. Ég er að velta fyrir mér hvort Evrópuþjóðirnar hafi brugðist kannski í fræðslu við innflytjendur. Að kynna innflytjendur fyrir okkar lögum og reglum, í okkar vestræna heimi. Vegna þess að til dæmis í Frakklandi eru yfir 700 svæði þar sem engir aðrir en múslimar þora inn. Ekki einu sinni lögregla og slökkvilið. Þetta eru sér múslimasvæði sem enginn fer inn á nema múslimar,“ sagði Margrét.„Fólki kennt að nota klósett“ Aðspurð hvort það skyti ekki skökku við að kalla saman einhvern ákveðinn hóp samfélags til þess að kenna þeim lög og reglur, sagði hún svo ekki vera. Um væri að ræða hinn þriðja heim og því sé mikilvægt að þau læri að aðlagast vestrænni menningu. „Það er til þess að þjappa fólki saman, til að það skilji. Sums staðar í miðausturlöndum eða austurlöndum fjær – í flugvélum þar er ekki kennt á öryggisbúnaðinn. Þar er fólki kennt að nota klósett.“ Í þættinum ræddi Margrét um öfgahópa íslam og þá sagðist hún óttast. Aðspurð um kristna öfgahópa sagði hún: „Kristin öfgar – það eru nunnur, prestar og biskupar. Það eru kristnir öfgamenn. Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur einhvers staðar niðri í bæ?“ Þá sagði hún íslensku stjórnarskrána vera uppfulla af kristnum, góðum gildum, og taldi mikilvægt að nefna að hver sá sem er friðelskandi og kýs frið, kærleik, umburðarlyndi, tjáningarfrelsi og mannréttindi eigi að fordæma grimmdarverkin sem áttu sér stað í París og hafa átt sér stað um heiminn allan. „Við gætum kannski verið þjóð sem rýs upp gegn þessum myrkraverkum heimsins, öll sem eitt, burtséð frá trúarbrögðum,“ sagði Margrét. Viðtalið við Margréti má hlusta á í heild hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Gerum kröfu um að ráðamenn ávarpi fjölmenningarsamfélagið Baldur Þórhallsson segir það ekki ásættanlegt að ráðamenn tali með þeim hætti að það geti leitt til ofsókna á hendur tiltekinna hópa í samfélaginu. 13. janúar 2015 21:04 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Gerum kröfu um að ráðamenn ávarpi fjölmenningarsamfélagið Baldur Þórhallsson segir það ekki ásættanlegt að ráðamenn tali með þeim hætti að það geti leitt til ofsókna á hendur tiltekinna hópa í samfélaginu. 13. janúar 2015 21:04
Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37
Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12