Engin lokuð múslímasvæði til í Frakklandi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. janúar 2015 15:02 Um fimm milljónir múslíma eru í Frakklandi. Vísir/AP Engin svæði eru í Frakklandi þar sem múslímar ráða einir ríkjum og fólk af öðrum trúarbrögðum hættir sér ekki inn á. Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í and-íslamssamtökunum PEGIDA, fullyrti það hinsvegar í gær. Í viðtali í Harmageddon sagði hún í gær að 700 svæði væru í Frakklandi undir yfirráðum múslíma sem fólk af öðrum trúarbrögðum færu ekki inn á. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessu er haldið fram en öfgahópar sem berjast gegn múslímum og fyrir harðari innflytjendastefnu hafa sagt svæðin vera til. Svæðin sem um ræðir hafa hinsvegar ekkert með trúarbrögð að gera. Zone urbaine sensible, oftast stytt í ZUS, eru svæði sem frönsk stjórnvöld skilgreindu árið 1997 sem staði sem þyrfti að veita sérstaka athygli þegar kæmi að uppbyggingu. Nafnið gæti útlagst sem viðkvæm þéttbýlissvæði á íslensku. Svæðin eru samtals 751. Meðal ástæðna fyrir því að staðir hafa endað á listanum er hátt hlutfall íbúa í félagslegu húsnæði, hátt hlutfall atvinnuleysis og lágt hlutfall þeirra sem útskrifast úr skóla. Hvergi er minnst á trúarbrögð í skilgreiningu á þeim svæðum sem á listanum eru. Arnbjörg Soffía Árnadóttir er búsett í Frakklandi og hefur komið inn á eitt af svæðunum sem skilgreind eru á ZUS-listanum. „Ég bý bara hérna við hliðina á svæði sem heitir Saint Michel. Ég verð bara að viðurkenna að ég hef ekki tekið eftir að það sé eitthvað sérstakt svæði,“ segir hún og nefnir að svæðið dragi nafn sitt af kirkju sem er á svæðinu. „Þetta er svolítið týpískt svæði í útjaðri miðbæjarins. Þetta er alveg vel inni í borginni og bara svipað og öll önnur svæði sem eru ekki alveg hluti af miðbænum án þess að vera úthverfi. Þetta er frekar kósý og oft mikið um að vera; til dæmis flóamarkaður,“ segir Arnbjörg. „Það er ekki mikill munur á þessu svæði og öðrum.“ Sjálf segist hún ekki óttast að fara inn á ZUS svæði og segist ekki finna fyrir hræðslu á meðal annarra. Þá segir hún svæðin ekkert hafa með múslíma að gera þó að vel geti verið að hlutfall múslíma á einhverjum af svæðunum sé hærra en annarstaðar á landinu. „Það er algjörlega rangt að þessi listi hafi eitthvað að gera með íslam. Þetta eru heldur ekki nein sérstök gettó. Hann var settur saman af frönskum yfirvöldum til að hvetja viðkomandi bæjarstjórn til þess að byggja upp þessi svæði. Til dæmis að hvetja fyrirtæki og einkaaðila að kaupa og flytja fyrirtæki sín á þessi svæði með skattaívilnunum.“Uppfært klukkan 23.27 með leiðréttru nafni svæðanna. Tengdar fréttir „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira
Engin svæði eru í Frakklandi þar sem múslímar ráða einir ríkjum og fólk af öðrum trúarbrögðum hættir sér ekki inn á. Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í and-íslamssamtökunum PEGIDA, fullyrti það hinsvegar í gær. Í viðtali í Harmageddon sagði hún í gær að 700 svæði væru í Frakklandi undir yfirráðum múslíma sem fólk af öðrum trúarbrögðum færu ekki inn á. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessu er haldið fram en öfgahópar sem berjast gegn múslímum og fyrir harðari innflytjendastefnu hafa sagt svæðin vera til. Svæðin sem um ræðir hafa hinsvegar ekkert með trúarbrögð að gera. Zone urbaine sensible, oftast stytt í ZUS, eru svæði sem frönsk stjórnvöld skilgreindu árið 1997 sem staði sem þyrfti að veita sérstaka athygli þegar kæmi að uppbyggingu. Nafnið gæti útlagst sem viðkvæm þéttbýlissvæði á íslensku. Svæðin eru samtals 751. Meðal ástæðna fyrir því að staðir hafa endað á listanum er hátt hlutfall íbúa í félagslegu húsnæði, hátt hlutfall atvinnuleysis og lágt hlutfall þeirra sem útskrifast úr skóla. Hvergi er minnst á trúarbrögð í skilgreiningu á þeim svæðum sem á listanum eru. Arnbjörg Soffía Árnadóttir er búsett í Frakklandi og hefur komið inn á eitt af svæðunum sem skilgreind eru á ZUS-listanum. „Ég bý bara hérna við hliðina á svæði sem heitir Saint Michel. Ég verð bara að viðurkenna að ég hef ekki tekið eftir að það sé eitthvað sérstakt svæði,“ segir hún og nefnir að svæðið dragi nafn sitt af kirkju sem er á svæðinu. „Þetta er svolítið týpískt svæði í útjaðri miðbæjarins. Þetta er alveg vel inni í borginni og bara svipað og öll önnur svæði sem eru ekki alveg hluti af miðbænum án þess að vera úthverfi. Þetta er frekar kósý og oft mikið um að vera; til dæmis flóamarkaður,“ segir Arnbjörg. „Það er ekki mikill munur á þessu svæði og öðrum.“ Sjálf segist hún ekki óttast að fara inn á ZUS svæði og segist ekki finna fyrir hræðslu á meðal annarra. Þá segir hún svæðin ekkert hafa með múslíma að gera þó að vel geti verið að hlutfall múslíma á einhverjum af svæðunum sé hærra en annarstaðar á landinu. „Það er algjörlega rangt að þessi listi hafi eitthvað að gera með íslam. Þetta eru heldur ekki nein sérstök gettó. Hann var settur saman af frönskum yfirvöldum til að hvetja viðkomandi bæjarstjórn til þess að byggja upp þessi svæði. Til dæmis að hvetja fyrirtæki og einkaaðila að kaupa og flytja fyrirtæki sín á þessi svæði með skattaívilnunum.“Uppfært klukkan 23.27 með leiðréttru nafni svæðanna.
Tengdar fréttir „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira
„Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14