Hjörvar við Gumma Ben: Ekki haga þér eins og fimm ára krakki | Sjáðu rifrildið Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. janúar 2015 10:32 Joe Hart, markvörður Manchester City, missti af fyrirgjöf þegar Steven Naismith tryggði Everton stig í leik liðanna um síðustu helgi í ensku úrvalsdeildinni. Guðmundur Benediktsson, æðsti prestur í Messunni, vildi meina að Joe Hart hefði gert mistök þarna en Hjörvar var því ekki sammála.Sjá einnig:Messan: Gylfi rétti maðurinn fyrir meistara Man. City? | Myndband Þeir félagarnir hnakkrifust um atvikið og var Hjörvari vægast sagt ekki skemmt þegar Gummi fór að draga frammistöðu David De Gea inn í málin. Hjörvar hefur verið iðinn við að gagnrýna Spánverjann undanfarin misseri. Hér fylgir textabrot úr rifrildinu sem sjá má í heild sinni í spilaranum hér að ofan.HH: „Ég er sammála því sem Joe Hart gerir þarna. Hann ræðst á atburðarrásina þarna í staðinn fyrir að standa á línunni.“GB: „En þetta eru mistök.“HH: „Nei.“GB: „Nei? Það er ekki séns fyrir hann að verja ef hann missir af boltanum. Ef hann hefði staðið á línunni hefði hann kannski átt möguleika að verja þetta.“HH: „Leyfðu mér að tala. Ef hann hefði staðið á línunni hefðu þið tveir sagt: „Hann átti ekki séns í þetta. Það var enginn að dekka manninn.“ Það sem hann gerir er að hann veður út í þetta.“GB: „Þá verður hann að hitta boltann.“HH: „Það verður að gefa Steven Naismith það að þetta er hugaður skalli.“GB: „Af hverju ertu með varnarræðu fyrir Joe Hart?“HH: „Ég er ekki með neina varnarræðu. Ef hann hefði staðið á línunni...“GB: „Þá hefði hann kannski varið þetta.“HH: „Nei, hann hefði aldrei varið þetta. Hann hefði aldrei varið þetta ef hann hefði staðið á línunni.“GB: „Hann er að tapa tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni.“HH: „Nei. Hann heldur þeim inn í leiknum þegar hann étur Lukaku í tvígang.“GB: „Hann varði mjög vel í tvígang, en þeir töpuðu niður tveimur stigum.“HH: „Fyrir sófaáhugamanninn sem situr heima og horfir á svona og horfir á markvörð sem stendur bara á línunni. Þeir hugsa alltaf með sér að þetta sé óverjandi.“GB: „Þú ert ennþá svolítið súr yfir því að De Gea sé búinn að standa sig vel.“HH: „Þetta snýst ekkert um það, Guð minn almáttugur. Ekki vera að haga þér eins og fimm ára krakki.“GB: „Þú ert að skjóta á De Gea með þessu.“HH: „Nei, ég er ekkert að skjóta á hann.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Messan: Gylfi rétti maðurinn fyrir meistara Man. City? | Myndband Framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar var rædd í Messunni á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöldi. 13. janúar 2015 09:00 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Joe Hart, markvörður Manchester City, missti af fyrirgjöf þegar Steven Naismith tryggði Everton stig í leik liðanna um síðustu helgi í ensku úrvalsdeildinni. Guðmundur Benediktsson, æðsti prestur í Messunni, vildi meina að Joe Hart hefði gert mistök þarna en Hjörvar var því ekki sammála.Sjá einnig:Messan: Gylfi rétti maðurinn fyrir meistara Man. City? | Myndband Þeir félagarnir hnakkrifust um atvikið og var Hjörvari vægast sagt ekki skemmt þegar Gummi fór að draga frammistöðu David De Gea inn í málin. Hjörvar hefur verið iðinn við að gagnrýna Spánverjann undanfarin misseri. Hér fylgir textabrot úr rifrildinu sem sjá má í heild sinni í spilaranum hér að ofan.HH: „Ég er sammála því sem Joe Hart gerir þarna. Hann ræðst á atburðarrásina þarna í staðinn fyrir að standa á línunni.“GB: „En þetta eru mistök.“HH: „Nei.“GB: „Nei? Það er ekki séns fyrir hann að verja ef hann missir af boltanum. Ef hann hefði staðið á línunni hefði hann kannski átt möguleika að verja þetta.“HH: „Leyfðu mér að tala. Ef hann hefði staðið á línunni hefðu þið tveir sagt: „Hann átti ekki séns í þetta. Það var enginn að dekka manninn.“ Það sem hann gerir er að hann veður út í þetta.“GB: „Þá verður hann að hitta boltann.“HH: „Það verður að gefa Steven Naismith það að þetta er hugaður skalli.“GB: „Af hverju ertu með varnarræðu fyrir Joe Hart?“HH: „Ég er ekki með neina varnarræðu. Ef hann hefði staðið á línunni...“GB: „Þá hefði hann kannski varið þetta.“HH: „Nei, hann hefði aldrei varið þetta. Hann hefði aldrei varið þetta ef hann hefði staðið á línunni.“GB: „Hann er að tapa tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni.“HH: „Nei. Hann heldur þeim inn í leiknum þegar hann étur Lukaku í tvígang.“GB: „Hann varði mjög vel í tvígang, en þeir töpuðu niður tveimur stigum.“HH: „Fyrir sófaáhugamanninn sem situr heima og horfir á svona og horfir á markvörð sem stendur bara á línunni. Þeir hugsa alltaf með sér að þetta sé óverjandi.“GB: „Þú ert ennþá svolítið súr yfir því að De Gea sé búinn að standa sig vel.“HH: „Þetta snýst ekkert um það, Guð minn almáttugur. Ekki vera að haga þér eins og fimm ára krakki.“GB: „Þú ert að skjóta á De Gea með þessu.“HH: „Nei, ég er ekkert að skjóta á hann.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Messan: Gylfi rétti maðurinn fyrir meistara Man. City? | Myndband Framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar var rædd í Messunni á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöldi. 13. janúar 2015 09:00 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Messan: Gylfi rétti maðurinn fyrir meistara Man. City? | Myndband Framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar var rædd í Messunni á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöldi. 13. janúar 2015 09:00