Skotárásin í Virginíu: Flanagan ítrekað áminntur í starfi vegna ógnandi hegðunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. ágúst 2015 09:05 Vester Flanagan. vísir/afp Vester Flanagan, maðurinn sem skaut tvo fréttamenn sjónvarpsstöðvarinnar WDBJ7 til bana í gær í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum, var sagt að leita sér læknisaðstoðar árið 2012. Flanagan starfaði á WDBJ7 og voru það yfirmenn hans á stöðinni sem hvöttu hann til að leita til læknis þar sem samstarfsmenn hans höfðu ítrekað kvartað yfir honum.Orðljótur og ógnandi í hegðun Breska dagblaðið Guardian hefur undir höndum fjölda minnisblaða sem Dan Dennison, þáverandi fréttastjóri WDBJ7, sendi Flanagan og stjórnendum á stöðinni árið 2012. Flanagan var þá ávíttur í starfi fyrir að taka bræðisköst og fyrir að vera orðljótur og ógnandi gagnvart samstarfsmönnum sínum. Fyrstu minnisblöðin voru send í maí 2012, aðeins tveimur mánuðum eftir að Flanagan hóf stórf á WDBJ7. „Á seinustu sex vikum hefur þú hagað þér á þann veg, oftar en einu sinni, að samstarfsmönnum þínum hefur þótt þeim ógnað og liðið óþægilega,“ segir í minnisblaðinu.Þurfti að hringja á lögregluna þegar hann sagði Flanagan upp Í júlí 2012 var Flanagan í raun skipað að leita sér aðstoðar vegna hegðunar sinnar. Fréttastjórinn gerði honum það ljóst að ef hann myndi ekki leita sér aðstoðar myndi hann missa vinnuna. Flanagan var svo rekinn í mars 2013. Í einu minnisblaðanna er nokkuð nákvæm lýsing á því þegar Flanagan var sagt upp og viðbrögðum hans: „Ég ætla ekki að fara. Þið munuð þurfa að hringja á helvítis lögguna. Hringið á lögguna. Ég ætla ekki að fara. Ég ætla að vera með vesen og þetta mun vera á fyrirsögnum dagblaðanna.“ Flanagan strunsaði svo út úr herberginu og fréttastjórinn hringdi á lögregluna til að fara með hann út úr byggingunni.„Draumur minn varð að martröð“ Flanagan höfðaði mál gegn sjónvarpsstöðinni vegna brottrekstrarins og kenndi öllum um nema sjálfum sér: „Ég umturnaði lífi mínu þegar ég ferðaðist þvert yfir landið fyrir þetta starf en draumur minn varð að martröð,“ sagði Flanagan í bréfi sem hann skrifaði til dómarans. Eins og minnisblöðin sýna var Flanagan verulega ósáttur við uppsögn sína en hann framdi sjálfsmorð eftir að hafa skotið þau Alison Parker og Adam Ward, starfsmenn WDBJ7, til bana í beinni útsendingu í gær. Tengdar fréttir Bandarískir fjölmiðlar: Meintur árásarmaður skaut sjálfan sig Talsmaður lögreglu segir að Vester Lee Flanagan sé enn á lífi en í alvarlega særður. 26. ágúst 2015 15:53 Ríkisstjóri Virginíu: Árásarmaðurinn fyrrum starfsmaður sjónvarpsstöðvarinnar Terry McAuliffe segir að lögregla viti hver maðurinn sé sem skaut tvo sjónvarpsmenn til bana í beinni útsendingu fyrr í dag. 26. ágúst 2015 14:48 Skotárásin í Virginíu: Flanagan tók upp árásina og birti á netinu Vester Lee Flanagan starfaði áður á sjónvarpsstöðinni en hafði verið látinn fara þaðan. 26. ágúst 2015 15:35 Árásarmaðurinn er látinn Vester Flanagan sem einnig gekk undir nafninu Bryce Williams, skaut tvær manneskjur til bana og særði eina konu í beinni útsendingu í morgun. 26. ágúst 2015 19:17 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira
Vester Flanagan, maðurinn sem skaut tvo fréttamenn sjónvarpsstöðvarinnar WDBJ7 til bana í gær í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum, var sagt að leita sér læknisaðstoðar árið 2012. Flanagan starfaði á WDBJ7 og voru það yfirmenn hans á stöðinni sem hvöttu hann til að leita til læknis þar sem samstarfsmenn hans höfðu ítrekað kvartað yfir honum.Orðljótur og ógnandi í hegðun Breska dagblaðið Guardian hefur undir höndum fjölda minnisblaða sem Dan Dennison, þáverandi fréttastjóri WDBJ7, sendi Flanagan og stjórnendum á stöðinni árið 2012. Flanagan var þá ávíttur í starfi fyrir að taka bræðisköst og fyrir að vera orðljótur og ógnandi gagnvart samstarfsmönnum sínum. Fyrstu minnisblöðin voru send í maí 2012, aðeins tveimur mánuðum eftir að Flanagan hóf stórf á WDBJ7. „Á seinustu sex vikum hefur þú hagað þér á þann veg, oftar en einu sinni, að samstarfsmönnum þínum hefur þótt þeim ógnað og liðið óþægilega,“ segir í minnisblaðinu.Þurfti að hringja á lögregluna þegar hann sagði Flanagan upp Í júlí 2012 var Flanagan í raun skipað að leita sér aðstoðar vegna hegðunar sinnar. Fréttastjórinn gerði honum það ljóst að ef hann myndi ekki leita sér aðstoðar myndi hann missa vinnuna. Flanagan var svo rekinn í mars 2013. Í einu minnisblaðanna er nokkuð nákvæm lýsing á því þegar Flanagan var sagt upp og viðbrögðum hans: „Ég ætla ekki að fara. Þið munuð þurfa að hringja á helvítis lögguna. Hringið á lögguna. Ég ætla ekki að fara. Ég ætla að vera með vesen og þetta mun vera á fyrirsögnum dagblaðanna.“ Flanagan strunsaði svo út úr herberginu og fréttastjórinn hringdi á lögregluna til að fara með hann út úr byggingunni.„Draumur minn varð að martröð“ Flanagan höfðaði mál gegn sjónvarpsstöðinni vegna brottrekstrarins og kenndi öllum um nema sjálfum sér: „Ég umturnaði lífi mínu þegar ég ferðaðist þvert yfir landið fyrir þetta starf en draumur minn varð að martröð,“ sagði Flanagan í bréfi sem hann skrifaði til dómarans. Eins og minnisblöðin sýna var Flanagan verulega ósáttur við uppsögn sína en hann framdi sjálfsmorð eftir að hafa skotið þau Alison Parker og Adam Ward, starfsmenn WDBJ7, til bana í beinni útsendingu í gær.
Tengdar fréttir Bandarískir fjölmiðlar: Meintur árásarmaður skaut sjálfan sig Talsmaður lögreglu segir að Vester Lee Flanagan sé enn á lífi en í alvarlega særður. 26. ágúst 2015 15:53 Ríkisstjóri Virginíu: Árásarmaðurinn fyrrum starfsmaður sjónvarpsstöðvarinnar Terry McAuliffe segir að lögregla viti hver maðurinn sé sem skaut tvo sjónvarpsmenn til bana í beinni útsendingu fyrr í dag. 26. ágúst 2015 14:48 Skotárásin í Virginíu: Flanagan tók upp árásina og birti á netinu Vester Lee Flanagan starfaði áður á sjónvarpsstöðinni en hafði verið látinn fara þaðan. 26. ágúst 2015 15:35 Árásarmaðurinn er látinn Vester Flanagan sem einnig gekk undir nafninu Bryce Williams, skaut tvær manneskjur til bana og særði eina konu í beinni útsendingu í morgun. 26. ágúst 2015 19:17 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar: Meintur árásarmaður skaut sjálfan sig Talsmaður lögreglu segir að Vester Lee Flanagan sé enn á lífi en í alvarlega særður. 26. ágúst 2015 15:53
Ríkisstjóri Virginíu: Árásarmaðurinn fyrrum starfsmaður sjónvarpsstöðvarinnar Terry McAuliffe segir að lögregla viti hver maðurinn sé sem skaut tvo sjónvarpsmenn til bana í beinni útsendingu fyrr í dag. 26. ágúst 2015 14:48
Skotárásin í Virginíu: Flanagan tók upp árásina og birti á netinu Vester Lee Flanagan starfaði áður á sjónvarpsstöðinni en hafði verið látinn fara þaðan. 26. ágúst 2015 15:35
Árásarmaðurinn er látinn Vester Flanagan sem einnig gekk undir nafninu Bryce Williams, skaut tvær manneskjur til bana og særði eina konu í beinni útsendingu í morgun. 26. ágúst 2015 19:17