Enski boltinn

Monk heldur starfinu í bili

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Stjórn Swansea mun hafa fundað um helgina til að ræða stöðu knattspyrnustjórans Garry Monk hjá Swansea en undir hans stjórn hefur liðið aðeins unnið einn leik af síðustu níu.

Swansea gerði um helgina 2-2 jafntefli við Bournemouth en fyrir leikinn gerði Monk róttækar breytingar á liði sínu og setti meðal annars Gylfa Þór Sigurðsson á bekkinn. Gylfi kom inn á sem varamaður á 70. mínútu.

Sjá einnig: Monk: Næst gef ég Gylfa köku

BBC greindi frá fundarhöldum stjórnarinnar í gærkvöldi en Sky Sports fullyrti á vef sínum í morgun að starf Monk væri öruggt - í bili.

Swansea er í fjórtánda sæti deildairnnar með fjórtán stig eftir þrettán leiki. Liðið á hins vegar erfiða leiki fram undan og mætir til að mynda Liverpool, Leicester, Manchester City og West Ham.

Sjá einnig: Swansea náði aðeins í stig gegn Bournemouth

Monk hefur áður sakað utanaðkomandi aðila um reyna að koma sér frá Swansea með óvæginni gagnrýni í fjölmiðlum en eftir leikinn sagði fyrirliði Swansea, Ashley Williams, að Monk nyti stuðnings leikmanna liðsins.


Tengdar fréttir

Gylfi á bekknum

Gylfi Þór Sigurðsson er á bekknum í liði Swansea sem mætir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Monk: Næst gef ég Gylfa köku

Garry Monk bregst við umdeildu viðtali við Gylfa Þór Sigurðsson með því að slá á létta strengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×