Enski boltinn

Swansea náði aðeins í stig gegn Bournemouth

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/getty
Swansea og Bournemouth gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag en Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði leikinn á varamannabekknum.

Joshua King kom Bournemouth yfir eftir aðeins tíu mínútna leik og það var síðan Dan Gosling sem gerði annað mark liðsins stuttu síðar og staðan orðin 2-0.

Andre Ayew minnkaði muninn fyrir Swansea eftir hálftíma leik og Jonjo Shelvey jafnaði síðan metin úr vítaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Gylfi Þór kom inná tuttugu mínútum fyrir leikslok en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Niðurstaðan því 2-2 jafntefli.

Swansea er í 14. sæti deildarinnar með 14 stig en Bournemouth í því átjánda með aðeins níu stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×