Samningurinn við Írana veldur deilum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júlí 2015 07:00 John Kerry (til vinstri) varði samning stórvelda heimsins við Írana fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings í gær. Honum til halds og trausts voru Ernest Moniz (í miðjunni) orkumálaráðherra og Jacob Lew (til hægri) fjármálaráðherra. nordicphotos/afp „Samningurinn er traustari leið til að koma í veg fyrir kjarnorkuvopnvæðingu Írans en hernaðarárásir eða áframhaldandi viðskiptabönn,“ sagði John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þegar hann varði samning stórvelda heimsins, Bandaríkjanna, Þýskalands, Bretlands, Kína, Frakklands, Rússlands og Evrópusambandsins við Írana um kjarnorkumál landsins fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings í gær. Þingmenn repúblíkana létu raddir sínar heyrast í gær en flestir þeirra, sem eru í meirihluta bæði í öldungadeild og fulltrúadeild þingsins, eru andvígir samningnum. Þeir telja hægt að fá betri samning með því að fella þennan. John Kerry sagði það þó ekki raunina því andstæðan við þennan samning væri ekki betri samningur, heldur áframhaldandi viðskiptabönn og jafnvel stríð. Ekki væri hægt að ná betri samningi. Bob Corker, öldungadeildarþingmaður Tennesseefylkis, sagði ríkisstjórnina tala eins og samningurinn væri það eina sem kæmi í veg fyrir stríð. Corker sagði það miklar ýkjur. John Boehner, forseti fulltrúadeildarinnar og leiðtogi flokks repúblikana á þinginu, sagðist í fyrradag ætla að beita öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að samningurinn komist í gagnið.Marco Rubionordicphotos/AFPFulltrúadeild þingsins hefur nú sextíu daga til að ræða samninginn og mun svo kjósa um hann. Ef samningurinn yrði felldur hefur Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagst ætla að beita neitunarvaldi sínu gegn þeirri ákvörðun. Þá þyrfti tvo þriðju hluta þingsins til að snúa við ákvörðun forsetans. Þar sem repúblikanar hafa ekki nægilega mikinn meirihluta, einungis 56 prósent, mun þingið líklega ekki geta snúið ákvörðuninni við þar sem einungis örfáir demókratar kveðast óvissir um samninginn. „Jafnvel þótt samningurinn komist í gegnum þingið hefur næsti forseti enga lagalega skyldu til að standa við hann. Samningurinn gæti horfið daginn sem Obama lætur af störfum,“ sagði Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður frá Flórída og einn þeirra sem sækjast eftir útnefningu repúblíkana til forsetaframboðs á næsta ári. Tengdar fréttir John Kerry ræddi mál bandarískra fanga við Írana John Kerry krafðist framsals samlanda sinna sem haldið er í Íran er rætt var um kjarnorkumál Írana: 18. júlí 2015 07:00 Sannfæra þarf Bandaríkjaþing og erkiklerka í Íran Barack Obama þarf að sannfæra bandaríska þingið um ágæti samkomulags um kjarnorkumál Írans og erkiklerkar þar þurfa líka að blessa samkomulagið. 18. júlí 2015 20:15 Netanyahu segir Írana vopnavæða hryðjuverkasamtök Benjamin Netanyahu er mjög óánægður með samning stórvelda heimsins við Írana um kjarnorkumál. 20. júlí 2015 07:00 Cameron segir stríði við Íran hafa verið forðað Cameron segir Vesturlönd hefðu staðið frami fyrir hræðilegum ákvörðunum og jafnvel stríði við Íran hafi ekki verið samið um kjarnorkumálin. 19. júlí 2015 18:44 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
„Samningurinn er traustari leið til að koma í veg fyrir kjarnorkuvopnvæðingu Írans en hernaðarárásir eða áframhaldandi viðskiptabönn,“ sagði John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þegar hann varði samning stórvelda heimsins, Bandaríkjanna, Þýskalands, Bretlands, Kína, Frakklands, Rússlands og Evrópusambandsins við Írana um kjarnorkumál landsins fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings í gær. Þingmenn repúblíkana létu raddir sínar heyrast í gær en flestir þeirra, sem eru í meirihluta bæði í öldungadeild og fulltrúadeild þingsins, eru andvígir samningnum. Þeir telja hægt að fá betri samning með því að fella þennan. John Kerry sagði það þó ekki raunina því andstæðan við þennan samning væri ekki betri samningur, heldur áframhaldandi viðskiptabönn og jafnvel stríð. Ekki væri hægt að ná betri samningi. Bob Corker, öldungadeildarþingmaður Tennesseefylkis, sagði ríkisstjórnina tala eins og samningurinn væri það eina sem kæmi í veg fyrir stríð. Corker sagði það miklar ýkjur. John Boehner, forseti fulltrúadeildarinnar og leiðtogi flokks repúblikana á þinginu, sagðist í fyrradag ætla að beita öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að samningurinn komist í gagnið.Marco Rubionordicphotos/AFPFulltrúadeild þingsins hefur nú sextíu daga til að ræða samninginn og mun svo kjósa um hann. Ef samningurinn yrði felldur hefur Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagst ætla að beita neitunarvaldi sínu gegn þeirri ákvörðun. Þá þyrfti tvo þriðju hluta þingsins til að snúa við ákvörðun forsetans. Þar sem repúblikanar hafa ekki nægilega mikinn meirihluta, einungis 56 prósent, mun þingið líklega ekki geta snúið ákvörðuninni við þar sem einungis örfáir demókratar kveðast óvissir um samninginn. „Jafnvel þótt samningurinn komist í gegnum þingið hefur næsti forseti enga lagalega skyldu til að standa við hann. Samningurinn gæti horfið daginn sem Obama lætur af störfum,“ sagði Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður frá Flórída og einn þeirra sem sækjast eftir útnefningu repúblíkana til forsetaframboðs á næsta ári.
Tengdar fréttir John Kerry ræddi mál bandarískra fanga við Írana John Kerry krafðist framsals samlanda sinna sem haldið er í Íran er rætt var um kjarnorkumál Írana: 18. júlí 2015 07:00 Sannfæra þarf Bandaríkjaþing og erkiklerka í Íran Barack Obama þarf að sannfæra bandaríska þingið um ágæti samkomulags um kjarnorkumál Írans og erkiklerkar þar þurfa líka að blessa samkomulagið. 18. júlí 2015 20:15 Netanyahu segir Írana vopnavæða hryðjuverkasamtök Benjamin Netanyahu er mjög óánægður með samning stórvelda heimsins við Írana um kjarnorkumál. 20. júlí 2015 07:00 Cameron segir stríði við Íran hafa verið forðað Cameron segir Vesturlönd hefðu staðið frami fyrir hræðilegum ákvörðunum og jafnvel stríði við Íran hafi ekki verið samið um kjarnorkumálin. 19. júlí 2015 18:44 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
John Kerry ræddi mál bandarískra fanga við Írana John Kerry krafðist framsals samlanda sinna sem haldið er í Íran er rætt var um kjarnorkumál Írana: 18. júlí 2015 07:00
Sannfæra þarf Bandaríkjaþing og erkiklerka í Íran Barack Obama þarf að sannfæra bandaríska þingið um ágæti samkomulags um kjarnorkumál Írans og erkiklerkar þar þurfa líka að blessa samkomulagið. 18. júlí 2015 20:15
Netanyahu segir Írana vopnavæða hryðjuverkasamtök Benjamin Netanyahu er mjög óánægður með samning stórvelda heimsins við Írana um kjarnorkumál. 20. júlí 2015 07:00
Cameron segir stríði við Íran hafa verið forðað Cameron segir Vesturlönd hefðu staðið frami fyrir hræðilegum ákvörðunum og jafnvel stríði við Íran hafi ekki verið samið um kjarnorkumálin. 19. júlí 2015 18:44