Sannfæra þarf Bandaríkjaþing og erkiklerka í Íran Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2015 20:15 Barack Obama Bandaríkjaforseti. Vísir/AFP Barack Obama Bandaríkjaforseti segir öryggi heimsbyggðarinnar hafa aukist með samkomulagi kjarnorkuveldanna við Íran sem þýði að Íranar verði að senda úr landi hráefni sem dugi til framleiðslu kjarnorkuvopna. Æðstiklerkur Írans gefur í skyn að ekki sé víst að samkomulagið verði staðfest. Sögulegt samkomulag náðist fyrr í vikunni milli Írans, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Þýskalands, Rússlands og Kína um kjarnorkuáætlun Írana. Samkomulagið á að tryggja að Íran geti ekki komið sér upp kjarnorkuvopnum og hefur það reynst umdeilt bæði í Bandaríkjunum og Íran, auk þess að Ísraelsmenn eru alfarið á móti því. Obama þarf síðan að sannfæra bandaríska þingið um ágæti samkomulagsins. Í vikulegu sjónvarpsávarpi sínu í dag reyndi hann að fá þjóðina á sitt band. En andstæðingar samkomulagsins hafa fullyrt að það muni þvert á móti auðvelda Íran að koma sér upp kjarnorkuvopnum. „Þessi samningur lokar leið Írana að framleiðslu kjarnorkuvopna. Í dag eiga þeir nógu mikið að hráefnum til að framleiða tíu kjarnorkuvopn. Samkvæmt þessu samkomulagi verða þeir að senda 98 prósent þessara efna úr landi. Eftir það eiga þeir aðeins brot af því hráefni sem þarf til að framleiða eitt kjarnorkuvopn,“ segir Obama. Málið er líka pólitískt viðkvæmt í Íran og þótt þeir sem að forminu til fara með veraldleg völd í landinu hafi skrifað undir samkomulagið þurfa erkiklerkar Írans, sem stjórna því sem þeir vilja á bakvið tjöldin, að samþykkja það líka. Khamenei forseti klerkaráðs Írans sagði í útimessu sem tugir þúsunda sóttu í Teheran í dag að það væri rangt sem Bandaríkjamenn fullyrtu að samkomulagið hefði komið í veg fyrir að Íran kæmi sér upp kjarnavopnum og gaf í skyn að ekki væri víst að samkomulagið yrði staðfest. „Hvort sem þetta samkomulag verður staðfest eða ekki munum við aldrei láta af stuðningi við vini okkar í þessum heimshluta,“ sagði æðstiklerkurinn. Og nefndi hann þar sérstaklega öfl innan Palestínu, Jemen, Sýrlands, Íraks, Bahrein og Líbanon. Samkomulagið hefði litla merkingu því lög kóransins bönnuðu hvorteðer gereyðingarvopn. Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti segir öryggi heimsbyggðarinnar hafa aukist með samkomulagi kjarnorkuveldanna við Íran sem þýði að Íranar verði að senda úr landi hráefni sem dugi til framleiðslu kjarnorkuvopna. Æðstiklerkur Írans gefur í skyn að ekki sé víst að samkomulagið verði staðfest. Sögulegt samkomulag náðist fyrr í vikunni milli Írans, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Þýskalands, Rússlands og Kína um kjarnorkuáætlun Írana. Samkomulagið á að tryggja að Íran geti ekki komið sér upp kjarnorkuvopnum og hefur það reynst umdeilt bæði í Bandaríkjunum og Íran, auk þess að Ísraelsmenn eru alfarið á móti því. Obama þarf síðan að sannfæra bandaríska þingið um ágæti samkomulagsins. Í vikulegu sjónvarpsávarpi sínu í dag reyndi hann að fá þjóðina á sitt band. En andstæðingar samkomulagsins hafa fullyrt að það muni þvert á móti auðvelda Íran að koma sér upp kjarnorkuvopnum. „Þessi samningur lokar leið Írana að framleiðslu kjarnorkuvopna. Í dag eiga þeir nógu mikið að hráefnum til að framleiða tíu kjarnorkuvopn. Samkvæmt þessu samkomulagi verða þeir að senda 98 prósent þessara efna úr landi. Eftir það eiga þeir aðeins brot af því hráefni sem þarf til að framleiða eitt kjarnorkuvopn,“ segir Obama. Málið er líka pólitískt viðkvæmt í Íran og þótt þeir sem að forminu til fara með veraldleg völd í landinu hafi skrifað undir samkomulagið þurfa erkiklerkar Írans, sem stjórna því sem þeir vilja á bakvið tjöldin, að samþykkja það líka. Khamenei forseti klerkaráðs Írans sagði í útimessu sem tugir þúsunda sóttu í Teheran í dag að það væri rangt sem Bandaríkjamenn fullyrtu að samkomulagið hefði komið í veg fyrir að Íran kæmi sér upp kjarnavopnum og gaf í skyn að ekki væri víst að samkomulagið yrði staðfest. „Hvort sem þetta samkomulag verður staðfest eða ekki munum við aldrei láta af stuðningi við vini okkar í þessum heimshluta,“ sagði æðstiklerkurinn. Og nefndi hann þar sérstaklega öfl innan Palestínu, Jemen, Sýrlands, Íraks, Bahrein og Líbanon. Samkomulagið hefði litla merkingu því lög kóransins bönnuðu hvorteðer gereyðingarvopn.
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira