Parísarborg hyggst lögsækja Fox vegna umfjöllunar um „múslimasvæði“ Bjarki Ármannsson skrifar 20. janúar 2015 22:39 Frá fundi til að sýna samstöðu með Parísarbúum í Reykjavík á dögunum. Vísir/Vilhelm Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, greindi frá því í dag að hún hyggst höfða mál gegn sjónvarpsstöðina Fox News fyrir fréttaflutning af meintum „múslimasvæðum“ í borginni. Segist Hidalgo í samtali við CNN telja að stöðin hafi „móðgað“ Parísarbúa. Í kjölfar árásanna á húsnæði skoptímaritsins Charlie Hebdo fyrr í mánuðinum var nokkrum sinnum greint frá því á Fox News að í París, sem og öðrum stórborgum í Evrópu, séu stór svæði þar sem múslimar hafi komið á sjaría-lögum og fólk af öðrum trúarbrögðum hætti sér ekki þangað. Ekki einu sinni lögreglumenn þori að starfa þar.Sami málflutningur á Íslandi Engin svoleiðis svæði eru til í Frakklandi, þó öfgahópar sem berjast gegn múslímum hafi áður haldið þessu fram. Þess má geta að Margrét Friðriksdóttir hélt þessu einnig fram í viðtali við útvarpsþáttinn Harmageddon á dögunum. „Til dæmis í Frakklandi eru yfir sjö hundruð svæði þar sem engir aðrir en múslimar þora inn,“ sagði Margrét þá. „Ekki einu sinni lögregla og slökkvilið. Þetta eru sér múslimasvæði sem enginn fer inn á nema múslimar.“Sjá einnig: Yfir þúsund Íslendingar hafa látið sér líka við PEGIDA á Íslandi Svæðin sem vísað er til kallast ZUS-svæði og eru svæði sem frönsk stjórnvöld skilgreindu árið 1997 sem staði sem þyrfti að veita sérstaka athygli þegar kæmi að uppbyggingu. Þau eru vissulega um sjö hundruð talsins en hafa ekkert með íslam að gera.Ólíklegt að lögsókn nái árangri Fulltrúar Fox News hafa beðist afsökunar á fullyrðingum sínum um múslimasvæðin meintu og dregið þær til baka að einhverju leyti. Michael Clemente, aðstoðarforstjóri Fox, segist þó ekki telja rétt að lögsækja stöðina vegna þeirra og segja sérfræðingar sem CNN hefur rætt við að ólíklegt verði að teljast að slík lögsókn bæri nokkurn árangur.Frétt uppfært Í fréttinni stóð áður að Margrét Friðriksdóttir væri talskona PEGIDA á Íslandi. Hið rétta er að hún hefur aðeins líkað við Facebook-síðuna Pegida Iceland er ekki talsmaður PEGIDA hér á landi. Margrét er beðin afsökunar á þessum misskilningi. Tengdar fréttir Kemur ekki til greina að rannsaka múslima Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafnar alfarið orðum flokksbróður síns um að þörf sé á að rannsaka bakgrunn múslima. Mikilvægt sé að múslimar upplifi að þeim sé ekki ógnað hér og tala eigi hátt fyrir frjálsum gildum og mannréttindum. 15. janúar 2015 07:00 Boða aðgerðir gegn Evrópubúum sem slást í lið með öfgamönnum Utanríkisráðherrar allra ríkja Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að berjast sérstaklega gegn öfgamönnum úr röðum múslima sem hafa farið frá Evrópu til Sýrlands eða Íraks og snúið til baka. Utanríkisráðherrarnir hittust á sérstökum fundi í Brussel í dag. 19. janúar 2015 19:23 Finnur fyrir því að fólk hugsi „helvítis útlendingur“ 24 ára hálf íslensk stelpa óttast umræðuna sem komin er upp. 14. janúar 2015 09:30 „Boðinn og búinn að eiga fund með múslimum“ Vísir kannaði grundvöll þriggja fullyrðinga sem komu fram í máli Ásmundar í gærkvöldi. 14. janúar 2015 13:00 Frumvarp um afnám refsingar við guðlasti komið fram í þinginu Þingmenn Pírata segja að svara verði árásum á borð við þá sem gerð var í París með skýrum skilaboðum að tjáningarfrelsið muni aldrei lúta fyrir manndrápum, ofbeldi eða hótunum 20. janúar 2015 21:15 Al-Qaeda lýsir yfir ábyrgð á árásinni á Hebdo Yfirmaður hryðjuverkasamtakana í Jemen segir þá hafa valið skotmarkið, fjármagnað árásina og skipulagt hana. 14. janúar 2015 11:00 „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Sjá meira
Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, greindi frá því í dag að hún hyggst höfða mál gegn sjónvarpsstöðina Fox News fyrir fréttaflutning af meintum „múslimasvæðum“ í borginni. Segist Hidalgo í samtali við CNN telja að stöðin hafi „móðgað“ Parísarbúa. Í kjölfar árásanna á húsnæði skoptímaritsins Charlie Hebdo fyrr í mánuðinum var nokkrum sinnum greint frá því á Fox News að í París, sem og öðrum stórborgum í Evrópu, séu stór svæði þar sem múslimar hafi komið á sjaría-lögum og fólk af öðrum trúarbrögðum hætti sér ekki þangað. Ekki einu sinni lögreglumenn þori að starfa þar.Sami málflutningur á Íslandi Engin svoleiðis svæði eru til í Frakklandi, þó öfgahópar sem berjast gegn múslímum hafi áður haldið þessu fram. Þess má geta að Margrét Friðriksdóttir hélt þessu einnig fram í viðtali við útvarpsþáttinn Harmageddon á dögunum. „Til dæmis í Frakklandi eru yfir sjö hundruð svæði þar sem engir aðrir en múslimar þora inn,“ sagði Margrét þá. „Ekki einu sinni lögregla og slökkvilið. Þetta eru sér múslimasvæði sem enginn fer inn á nema múslimar.“Sjá einnig: Yfir þúsund Íslendingar hafa látið sér líka við PEGIDA á Íslandi Svæðin sem vísað er til kallast ZUS-svæði og eru svæði sem frönsk stjórnvöld skilgreindu árið 1997 sem staði sem þyrfti að veita sérstaka athygli þegar kæmi að uppbyggingu. Þau eru vissulega um sjö hundruð talsins en hafa ekkert með íslam að gera.Ólíklegt að lögsókn nái árangri Fulltrúar Fox News hafa beðist afsökunar á fullyrðingum sínum um múslimasvæðin meintu og dregið þær til baka að einhverju leyti. Michael Clemente, aðstoðarforstjóri Fox, segist þó ekki telja rétt að lögsækja stöðina vegna þeirra og segja sérfræðingar sem CNN hefur rætt við að ólíklegt verði að teljast að slík lögsókn bæri nokkurn árangur.Frétt uppfært Í fréttinni stóð áður að Margrét Friðriksdóttir væri talskona PEGIDA á Íslandi. Hið rétta er að hún hefur aðeins líkað við Facebook-síðuna Pegida Iceland er ekki talsmaður PEGIDA hér á landi. Margrét er beðin afsökunar á þessum misskilningi.
Tengdar fréttir Kemur ekki til greina að rannsaka múslima Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafnar alfarið orðum flokksbróður síns um að þörf sé á að rannsaka bakgrunn múslima. Mikilvægt sé að múslimar upplifi að þeim sé ekki ógnað hér og tala eigi hátt fyrir frjálsum gildum og mannréttindum. 15. janúar 2015 07:00 Boða aðgerðir gegn Evrópubúum sem slást í lið með öfgamönnum Utanríkisráðherrar allra ríkja Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að berjast sérstaklega gegn öfgamönnum úr röðum múslima sem hafa farið frá Evrópu til Sýrlands eða Íraks og snúið til baka. Utanríkisráðherrarnir hittust á sérstökum fundi í Brussel í dag. 19. janúar 2015 19:23 Finnur fyrir því að fólk hugsi „helvítis útlendingur“ 24 ára hálf íslensk stelpa óttast umræðuna sem komin er upp. 14. janúar 2015 09:30 „Boðinn og búinn að eiga fund með múslimum“ Vísir kannaði grundvöll þriggja fullyrðinga sem komu fram í máli Ásmundar í gærkvöldi. 14. janúar 2015 13:00 Frumvarp um afnám refsingar við guðlasti komið fram í þinginu Þingmenn Pírata segja að svara verði árásum á borð við þá sem gerð var í París með skýrum skilaboðum að tjáningarfrelsið muni aldrei lúta fyrir manndrápum, ofbeldi eða hótunum 20. janúar 2015 21:15 Al-Qaeda lýsir yfir ábyrgð á árásinni á Hebdo Yfirmaður hryðjuverkasamtakana í Jemen segir þá hafa valið skotmarkið, fjármagnað árásina og skipulagt hana. 14. janúar 2015 11:00 „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Sjá meira
Kemur ekki til greina að rannsaka múslima Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafnar alfarið orðum flokksbróður síns um að þörf sé á að rannsaka bakgrunn múslima. Mikilvægt sé að múslimar upplifi að þeim sé ekki ógnað hér og tala eigi hátt fyrir frjálsum gildum og mannréttindum. 15. janúar 2015 07:00
Boða aðgerðir gegn Evrópubúum sem slást í lið með öfgamönnum Utanríkisráðherrar allra ríkja Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að berjast sérstaklega gegn öfgamönnum úr röðum múslima sem hafa farið frá Evrópu til Sýrlands eða Íraks og snúið til baka. Utanríkisráðherrarnir hittust á sérstökum fundi í Brussel í dag. 19. janúar 2015 19:23
Finnur fyrir því að fólk hugsi „helvítis útlendingur“ 24 ára hálf íslensk stelpa óttast umræðuna sem komin er upp. 14. janúar 2015 09:30
„Boðinn og búinn að eiga fund með múslimum“ Vísir kannaði grundvöll þriggja fullyrðinga sem komu fram í máli Ásmundar í gærkvöldi. 14. janúar 2015 13:00
Frumvarp um afnám refsingar við guðlasti komið fram í þinginu Þingmenn Pírata segja að svara verði árásum á borð við þá sem gerð var í París með skýrum skilaboðum að tjáningarfrelsið muni aldrei lúta fyrir manndrápum, ofbeldi eða hótunum 20. janúar 2015 21:15
Al-Qaeda lýsir yfir ábyrgð á árásinni á Hebdo Yfirmaður hryðjuverkasamtakana í Jemen segir þá hafa valið skotmarkið, fjármagnað árásina og skipulagt hana. 14. janúar 2015 11:00
„Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14