Kemur ekki til greina að rannsaka múslima Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2015 07:00 Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að Íslendingar eigi að tala fyrir fjölbreytni í skoðunum og trúarbrögðum. Fréttablaðið/Pjetur „Múslimar eru bara borgarar á Íslandi eins og við hin. Þetta eru Íslendingar sem eiga að fá að lifa sínu lífi í friði. Þeir njóta allra réttinda eins og annað fólk. Ég vona það svo sannarlega að menn fari nú ekki út í að koma því þannig fyrir að þeim finnist þeim vera ógnað hér,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra, sem jafnframt er ráðherra útlendinga- og mannréttindamála. Mikil viðbrögð hafa orðið í kjölfar ummæla Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í vikunni sem velti því upp hvort ráðuneytið eða lögreglan hefði gripið til einhverra ráðstafana til að vernda Íslendinga fyrir árásum á borð við þá sem varð í París í síðustu viku þegar ráðist var á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo. Ásmundur spurði einnig hvort bakgrunnur þeirra 1.500 múslima sem búa á Íslandi hefði verið kannaður og hvort einhverjir „íslenskir múslimar“ hefðu farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í Afganistan, Sýrlandi eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima. Ólöf segir ekkert þessu líkt hafa komið til tals hjá innanríkisráðuneytinu. „Að sjálfsögðu ekki. Það er engin heimild í fyrsta lagi til að gera neitt slíkt og kemur auðvitað ekki til nokkurra mála að draga menn í hópa eins og þarna er gert.“ Ólöf telur Ásmund hafa hlaupið á sig og að hann ætti að gæta orða sinna. Sjálfstæðismenn hafa fjölmargir, bæði þingmenn, borgar- og bæjarfulltrúar og aðrir, gagnrýnt Ásmund harðlega fyrir málflutning hans. Þar á meðal formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, sem sagði í samtali við RÚV í gær að Ásmundur hefði farið fram úr sjálfum sér. Orð hans endurspegluðu svo sannarlega ekki þau viðhorf að byggja eigi upp samfélagið á grundvallarmannréttindum. Ólöf segir rétt að taka þessum atburðum alvarlega en að þjóðir eins og Íslendingar, sem standa fyrir frjáls gildi og mannréttindi, þar með talið bæði trú- og tjáningarfrelsi, tali hátt fyrir þeim hvar sem þeir geta. „Við eigum að láta þá rödd vera mjög háværa. Þegar ráðist er inn fyrir okkar múra þá á ekki að fara í vörn heldur þvert á móti sækja fram á grundvelli okkar gilda. Við eigum fyrst og fremst að tala fyrir grundvallarmannréttindum og treysta á okkar lýðræðislega samfélag og alla okkar lýðræðislegu uppbyggingu. Við eigum að treysta þeim stofnunum sem halda hér uppi lögum og reglu og treysta okkur sjálfum í því að tala fyrir því að hér ríki fjölbreytni, bæði í skoðunum sem og trúarbrögðum,“ segir Ólöf. Tengdar fréttir Engar frekari rannsóknarheimildir lögreglu til umræðu Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ekki hefði verið talið tilefni til að hækka vástig hér á landi í kjölfar hryðjuverkanna í París. 15. janúar 2015 07:00 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
„Múslimar eru bara borgarar á Íslandi eins og við hin. Þetta eru Íslendingar sem eiga að fá að lifa sínu lífi í friði. Þeir njóta allra réttinda eins og annað fólk. Ég vona það svo sannarlega að menn fari nú ekki út í að koma því þannig fyrir að þeim finnist þeim vera ógnað hér,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra, sem jafnframt er ráðherra útlendinga- og mannréttindamála. Mikil viðbrögð hafa orðið í kjölfar ummæla Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í vikunni sem velti því upp hvort ráðuneytið eða lögreglan hefði gripið til einhverra ráðstafana til að vernda Íslendinga fyrir árásum á borð við þá sem varð í París í síðustu viku þegar ráðist var á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo. Ásmundur spurði einnig hvort bakgrunnur þeirra 1.500 múslima sem búa á Íslandi hefði verið kannaður og hvort einhverjir „íslenskir múslimar“ hefðu farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í Afganistan, Sýrlandi eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima. Ólöf segir ekkert þessu líkt hafa komið til tals hjá innanríkisráðuneytinu. „Að sjálfsögðu ekki. Það er engin heimild í fyrsta lagi til að gera neitt slíkt og kemur auðvitað ekki til nokkurra mála að draga menn í hópa eins og þarna er gert.“ Ólöf telur Ásmund hafa hlaupið á sig og að hann ætti að gæta orða sinna. Sjálfstæðismenn hafa fjölmargir, bæði þingmenn, borgar- og bæjarfulltrúar og aðrir, gagnrýnt Ásmund harðlega fyrir málflutning hans. Þar á meðal formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, sem sagði í samtali við RÚV í gær að Ásmundur hefði farið fram úr sjálfum sér. Orð hans endurspegluðu svo sannarlega ekki þau viðhorf að byggja eigi upp samfélagið á grundvallarmannréttindum. Ólöf segir rétt að taka þessum atburðum alvarlega en að þjóðir eins og Íslendingar, sem standa fyrir frjáls gildi og mannréttindi, þar með talið bæði trú- og tjáningarfrelsi, tali hátt fyrir þeim hvar sem þeir geta. „Við eigum að láta þá rödd vera mjög háværa. Þegar ráðist er inn fyrir okkar múra þá á ekki að fara í vörn heldur þvert á móti sækja fram á grundvelli okkar gilda. Við eigum fyrst og fremst að tala fyrir grundvallarmannréttindum og treysta á okkar lýðræðislega samfélag og alla okkar lýðræðislegu uppbyggingu. Við eigum að treysta þeim stofnunum sem halda hér uppi lögum og reglu og treysta okkur sjálfum í því að tala fyrir því að hér ríki fjölbreytni, bæði í skoðunum sem og trúarbrögðum,“ segir Ólöf.
Tengdar fréttir Engar frekari rannsóknarheimildir lögreglu til umræðu Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ekki hefði verið talið tilefni til að hækka vástig hér á landi í kjölfar hryðjuverkanna í París. 15. janúar 2015 07:00 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Engar frekari rannsóknarheimildir lögreglu til umræðu Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ekki hefði verið talið tilefni til að hækka vástig hér á landi í kjölfar hryðjuverkanna í París. 15. janúar 2015 07:00