Kemur ekki til greina að rannsaka múslima Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2015 07:00 Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að Íslendingar eigi að tala fyrir fjölbreytni í skoðunum og trúarbrögðum. Fréttablaðið/Pjetur „Múslimar eru bara borgarar á Íslandi eins og við hin. Þetta eru Íslendingar sem eiga að fá að lifa sínu lífi í friði. Þeir njóta allra réttinda eins og annað fólk. Ég vona það svo sannarlega að menn fari nú ekki út í að koma því þannig fyrir að þeim finnist þeim vera ógnað hér,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra, sem jafnframt er ráðherra útlendinga- og mannréttindamála. Mikil viðbrögð hafa orðið í kjölfar ummæla Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í vikunni sem velti því upp hvort ráðuneytið eða lögreglan hefði gripið til einhverra ráðstafana til að vernda Íslendinga fyrir árásum á borð við þá sem varð í París í síðustu viku þegar ráðist var á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo. Ásmundur spurði einnig hvort bakgrunnur þeirra 1.500 múslima sem búa á Íslandi hefði verið kannaður og hvort einhverjir „íslenskir múslimar“ hefðu farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í Afganistan, Sýrlandi eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima. Ólöf segir ekkert þessu líkt hafa komið til tals hjá innanríkisráðuneytinu. „Að sjálfsögðu ekki. Það er engin heimild í fyrsta lagi til að gera neitt slíkt og kemur auðvitað ekki til nokkurra mála að draga menn í hópa eins og þarna er gert.“ Ólöf telur Ásmund hafa hlaupið á sig og að hann ætti að gæta orða sinna. Sjálfstæðismenn hafa fjölmargir, bæði þingmenn, borgar- og bæjarfulltrúar og aðrir, gagnrýnt Ásmund harðlega fyrir málflutning hans. Þar á meðal formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, sem sagði í samtali við RÚV í gær að Ásmundur hefði farið fram úr sjálfum sér. Orð hans endurspegluðu svo sannarlega ekki þau viðhorf að byggja eigi upp samfélagið á grundvallarmannréttindum. Ólöf segir rétt að taka þessum atburðum alvarlega en að þjóðir eins og Íslendingar, sem standa fyrir frjáls gildi og mannréttindi, þar með talið bæði trú- og tjáningarfrelsi, tali hátt fyrir þeim hvar sem þeir geta. „Við eigum að láta þá rödd vera mjög háværa. Þegar ráðist er inn fyrir okkar múra þá á ekki að fara í vörn heldur þvert á móti sækja fram á grundvelli okkar gilda. Við eigum fyrst og fremst að tala fyrir grundvallarmannréttindum og treysta á okkar lýðræðislega samfélag og alla okkar lýðræðislegu uppbyggingu. Við eigum að treysta þeim stofnunum sem halda hér uppi lögum og reglu og treysta okkur sjálfum í því að tala fyrir því að hér ríki fjölbreytni, bæði í skoðunum sem og trúarbrögðum,“ segir Ólöf. Tengdar fréttir Engar frekari rannsóknarheimildir lögreglu til umræðu Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ekki hefði verið talið tilefni til að hækka vástig hér á landi í kjölfar hryðjuverkanna í París. 15. janúar 2015 07:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Múslimar eru bara borgarar á Íslandi eins og við hin. Þetta eru Íslendingar sem eiga að fá að lifa sínu lífi í friði. Þeir njóta allra réttinda eins og annað fólk. Ég vona það svo sannarlega að menn fari nú ekki út í að koma því þannig fyrir að þeim finnist þeim vera ógnað hér,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra, sem jafnframt er ráðherra útlendinga- og mannréttindamála. Mikil viðbrögð hafa orðið í kjölfar ummæla Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í vikunni sem velti því upp hvort ráðuneytið eða lögreglan hefði gripið til einhverra ráðstafana til að vernda Íslendinga fyrir árásum á borð við þá sem varð í París í síðustu viku þegar ráðist var á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo. Ásmundur spurði einnig hvort bakgrunnur þeirra 1.500 múslima sem búa á Íslandi hefði verið kannaður og hvort einhverjir „íslenskir múslimar“ hefðu farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í Afganistan, Sýrlandi eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima. Ólöf segir ekkert þessu líkt hafa komið til tals hjá innanríkisráðuneytinu. „Að sjálfsögðu ekki. Það er engin heimild í fyrsta lagi til að gera neitt slíkt og kemur auðvitað ekki til nokkurra mála að draga menn í hópa eins og þarna er gert.“ Ólöf telur Ásmund hafa hlaupið á sig og að hann ætti að gæta orða sinna. Sjálfstæðismenn hafa fjölmargir, bæði þingmenn, borgar- og bæjarfulltrúar og aðrir, gagnrýnt Ásmund harðlega fyrir málflutning hans. Þar á meðal formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, sem sagði í samtali við RÚV í gær að Ásmundur hefði farið fram úr sjálfum sér. Orð hans endurspegluðu svo sannarlega ekki þau viðhorf að byggja eigi upp samfélagið á grundvallarmannréttindum. Ólöf segir rétt að taka þessum atburðum alvarlega en að þjóðir eins og Íslendingar, sem standa fyrir frjáls gildi og mannréttindi, þar með talið bæði trú- og tjáningarfrelsi, tali hátt fyrir þeim hvar sem þeir geta. „Við eigum að láta þá rödd vera mjög háværa. Þegar ráðist er inn fyrir okkar múra þá á ekki að fara í vörn heldur þvert á móti sækja fram á grundvelli okkar gilda. Við eigum fyrst og fremst að tala fyrir grundvallarmannréttindum og treysta á okkar lýðræðislega samfélag og alla okkar lýðræðislegu uppbyggingu. Við eigum að treysta þeim stofnunum sem halda hér uppi lögum og reglu og treysta okkur sjálfum í því að tala fyrir því að hér ríki fjölbreytni, bæði í skoðunum sem og trúarbrögðum,“ segir Ólöf.
Tengdar fréttir Engar frekari rannsóknarheimildir lögreglu til umræðu Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ekki hefði verið talið tilefni til að hækka vástig hér á landi í kjölfar hryðjuverkanna í París. 15. janúar 2015 07:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Engar frekari rannsóknarheimildir lögreglu til umræðu Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ekki hefði verið talið tilefni til að hækka vástig hér á landi í kjölfar hryðjuverkanna í París. 15. janúar 2015 07:00