Kemur ekki til greina að rannsaka múslima Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2015 07:00 Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að Íslendingar eigi að tala fyrir fjölbreytni í skoðunum og trúarbrögðum. Fréttablaðið/Pjetur „Múslimar eru bara borgarar á Íslandi eins og við hin. Þetta eru Íslendingar sem eiga að fá að lifa sínu lífi í friði. Þeir njóta allra réttinda eins og annað fólk. Ég vona það svo sannarlega að menn fari nú ekki út í að koma því þannig fyrir að þeim finnist þeim vera ógnað hér,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra, sem jafnframt er ráðherra útlendinga- og mannréttindamála. Mikil viðbrögð hafa orðið í kjölfar ummæla Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í vikunni sem velti því upp hvort ráðuneytið eða lögreglan hefði gripið til einhverra ráðstafana til að vernda Íslendinga fyrir árásum á borð við þá sem varð í París í síðustu viku þegar ráðist var á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo. Ásmundur spurði einnig hvort bakgrunnur þeirra 1.500 múslima sem búa á Íslandi hefði verið kannaður og hvort einhverjir „íslenskir múslimar“ hefðu farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í Afganistan, Sýrlandi eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima. Ólöf segir ekkert þessu líkt hafa komið til tals hjá innanríkisráðuneytinu. „Að sjálfsögðu ekki. Það er engin heimild í fyrsta lagi til að gera neitt slíkt og kemur auðvitað ekki til nokkurra mála að draga menn í hópa eins og þarna er gert.“ Ólöf telur Ásmund hafa hlaupið á sig og að hann ætti að gæta orða sinna. Sjálfstæðismenn hafa fjölmargir, bæði þingmenn, borgar- og bæjarfulltrúar og aðrir, gagnrýnt Ásmund harðlega fyrir málflutning hans. Þar á meðal formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, sem sagði í samtali við RÚV í gær að Ásmundur hefði farið fram úr sjálfum sér. Orð hans endurspegluðu svo sannarlega ekki þau viðhorf að byggja eigi upp samfélagið á grundvallarmannréttindum. Ólöf segir rétt að taka þessum atburðum alvarlega en að þjóðir eins og Íslendingar, sem standa fyrir frjáls gildi og mannréttindi, þar með talið bæði trú- og tjáningarfrelsi, tali hátt fyrir þeim hvar sem þeir geta. „Við eigum að láta þá rödd vera mjög háværa. Þegar ráðist er inn fyrir okkar múra þá á ekki að fara í vörn heldur þvert á móti sækja fram á grundvelli okkar gilda. Við eigum fyrst og fremst að tala fyrir grundvallarmannréttindum og treysta á okkar lýðræðislega samfélag og alla okkar lýðræðislegu uppbyggingu. Við eigum að treysta þeim stofnunum sem halda hér uppi lögum og reglu og treysta okkur sjálfum í því að tala fyrir því að hér ríki fjölbreytni, bæði í skoðunum sem og trúarbrögðum,“ segir Ólöf. Tengdar fréttir Engar frekari rannsóknarheimildir lögreglu til umræðu Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ekki hefði verið talið tilefni til að hækka vástig hér á landi í kjölfar hryðjuverkanna í París. 15. janúar 2015 07:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
„Múslimar eru bara borgarar á Íslandi eins og við hin. Þetta eru Íslendingar sem eiga að fá að lifa sínu lífi í friði. Þeir njóta allra réttinda eins og annað fólk. Ég vona það svo sannarlega að menn fari nú ekki út í að koma því þannig fyrir að þeim finnist þeim vera ógnað hér,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra, sem jafnframt er ráðherra útlendinga- og mannréttindamála. Mikil viðbrögð hafa orðið í kjölfar ummæla Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í vikunni sem velti því upp hvort ráðuneytið eða lögreglan hefði gripið til einhverra ráðstafana til að vernda Íslendinga fyrir árásum á borð við þá sem varð í París í síðustu viku þegar ráðist var á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo. Ásmundur spurði einnig hvort bakgrunnur þeirra 1.500 múslima sem búa á Íslandi hefði verið kannaður og hvort einhverjir „íslenskir múslimar“ hefðu farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í Afganistan, Sýrlandi eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima. Ólöf segir ekkert þessu líkt hafa komið til tals hjá innanríkisráðuneytinu. „Að sjálfsögðu ekki. Það er engin heimild í fyrsta lagi til að gera neitt slíkt og kemur auðvitað ekki til nokkurra mála að draga menn í hópa eins og þarna er gert.“ Ólöf telur Ásmund hafa hlaupið á sig og að hann ætti að gæta orða sinna. Sjálfstæðismenn hafa fjölmargir, bæði þingmenn, borgar- og bæjarfulltrúar og aðrir, gagnrýnt Ásmund harðlega fyrir málflutning hans. Þar á meðal formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, sem sagði í samtali við RÚV í gær að Ásmundur hefði farið fram úr sjálfum sér. Orð hans endurspegluðu svo sannarlega ekki þau viðhorf að byggja eigi upp samfélagið á grundvallarmannréttindum. Ólöf segir rétt að taka þessum atburðum alvarlega en að þjóðir eins og Íslendingar, sem standa fyrir frjáls gildi og mannréttindi, þar með talið bæði trú- og tjáningarfrelsi, tali hátt fyrir þeim hvar sem þeir geta. „Við eigum að láta þá rödd vera mjög háværa. Þegar ráðist er inn fyrir okkar múra þá á ekki að fara í vörn heldur þvert á móti sækja fram á grundvelli okkar gilda. Við eigum fyrst og fremst að tala fyrir grundvallarmannréttindum og treysta á okkar lýðræðislega samfélag og alla okkar lýðræðislegu uppbyggingu. Við eigum að treysta þeim stofnunum sem halda hér uppi lögum og reglu og treysta okkur sjálfum í því að tala fyrir því að hér ríki fjölbreytni, bæði í skoðunum sem og trúarbrögðum,“ segir Ólöf.
Tengdar fréttir Engar frekari rannsóknarheimildir lögreglu til umræðu Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ekki hefði verið talið tilefni til að hækka vástig hér á landi í kjölfar hryðjuverkanna í París. 15. janúar 2015 07:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Engar frekari rannsóknarheimildir lögreglu til umræðu Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ekki hefði verið talið tilefni til að hækka vástig hér á landi í kjölfar hryðjuverkanna í París. 15. janúar 2015 07:00