Finnur fyrir því að fólk hugsi „helvítis útlendingur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. janúar 2015 09:30 "Ég er einhver ókunnug ógn,“ segir Miriam. „Þau hræðast mig. Ég veit ekki hvers vegna samt. Ég er voðalega ljúf og góð. Og við erum það flest.“ Þetta skrifar Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, 24 ára kona sem ættuð er frá Egyptalandi. Faðir hennar er egypskur en Miriam er fædd og uppalin á Íslandi. Föðurfjölskylda hennar er öll múslimar. Hún segist finna fyrir fordómum og óttast umræðuna sem sprottið hefur upp að undanförnu. Tjáningarfrelsi sé öllum nauðsynlegt en að umræðan hafi sýnt sitt ógnvænlega höfuð og sé nú komin í hámæli. Hún hefur áhyggjur af því að umræðan muni fara stigvaxandi og birti því pistil á Facebook-síðu sinni í gærkvöld sem vakið hefur mikla athygli. „Hatur og tortryggni eykur ekki öryggi okkar. Hatur og tortryggni verður þess valdur að ákveðnir hópar fólks útilokast og á meðan þeir finna fyrir hatri og tortryggni í sinn garð sprettur upp mót-hatur. „Hvers vegna hata þau mig? Ég hata þau þá bara á móti". Ég hljóma kannski eins og einhver trjáfaðmandi hippi hérna en mér finnst þetta svo einfalt,“ skrifar Miriam.Ókunnug ógn Hún segist finna fyrir því að fólk líti á sig og hugsi „helvítis útlendingur“, jafnvel þó það sjái ekki nema einungis nafnið hennar. Strax fái hún þann dóm að hún sé að skemma íslensk gildi. „Ég er einhver ókunnug ógn“. Hennar íslensku gildi séu þó ósköp venjuleg. Menningarforvitni, umburðarlyndi, ást á þeim sem henni þykir vænt um og ást á sinni menningu – íslenskri og egypskri. „En allt í einu ógnar uppruni minn og DNA samsetning einhverjum gildum sem ég í sannleika sagt veit ekki lengur hver eru,“ segir hún og bætir við að hún óttist þessar skoðanir. Hún finni fyrir samhug en að mikilvægt sé að fólk standi með sér og láti í sér heyra. Láti hinn háværa minnihluta ekki ná tökum á umræðunni, sem þó verði alltaf til staðar.Skoðanirnar hræða „Ykkur gremjast sennilega skoðanir þessa fólks alveg jafn mikið og mér - og þið viljið væntanlega ekkert með þær hafa. Þess vegna bið ég ykkur um að þegja ekki. Því þessar skoðanir, þær hræða mig. Þær hræða mig af því að ég veit að einhvers staðar þarna úti leynist fólk sem í fáfræði sinni hatar mig. Í þeirra augum er ég ógn. Og þegar hrætt fólk, þegar fáfrótt fólk, sameinast og magnar upp hatrið sem það ber í brjósti sér, þá fara hræðilegir hlutir að gerast… (eins og við sáum í París).“ Pistil Miriamar má sjá í heild hér fyrir neðan. Innlegg frá Miriam Petra Ómarsdóttir Awad. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
„Þau hræðast mig. Ég veit ekki hvers vegna samt. Ég er voðalega ljúf og góð. Og við erum það flest.“ Þetta skrifar Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, 24 ára kona sem ættuð er frá Egyptalandi. Faðir hennar er egypskur en Miriam er fædd og uppalin á Íslandi. Föðurfjölskylda hennar er öll múslimar. Hún segist finna fyrir fordómum og óttast umræðuna sem sprottið hefur upp að undanförnu. Tjáningarfrelsi sé öllum nauðsynlegt en að umræðan hafi sýnt sitt ógnvænlega höfuð og sé nú komin í hámæli. Hún hefur áhyggjur af því að umræðan muni fara stigvaxandi og birti því pistil á Facebook-síðu sinni í gærkvöld sem vakið hefur mikla athygli. „Hatur og tortryggni eykur ekki öryggi okkar. Hatur og tortryggni verður þess valdur að ákveðnir hópar fólks útilokast og á meðan þeir finna fyrir hatri og tortryggni í sinn garð sprettur upp mót-hatur. „Hvers vegna hata þau mig? Ég hata þau þá bara á móti". Ég hljóma kannski eins og einhver trjáfaðmandi hippi hérna en mér finnst þetta svo einfalt,“ skrifar Miriam.Ókunnug ógn Hún segist finna fyrir því að fólk líti á sig og hugsi „helvítis útlendingur“, jafnvel þó það sjái ekki nema einungis nafnið hennar. Strax fái hún þann dóm að hún sé að skemma íslensk gildi. „Ég er einhver ókunnug ógn“. Hennar íslensku gildi séu þó ósköp venjuleg. Menningarforvitni, umburðarlyndi, ást á þeim sem henni þykir vænt um og ást á sinni menningu – íslenskri og egypskri. „En allt í einu ógnar uppruni minn og DNA samsetning einhverjum gildum sem ég í sannleika sagt veit ekki lengur hver eru,“ segir hún og bætir við að hún óttist þessar skoðanir. Hún finni fyrir samhug en að mikilvægt sé að fólk standi með sér og láti í sér heyra. Láti hinn háværa minnihluta ekki ná tökum á umræðunni, sem þó verði alltaf til staðar.Skoðanirnar hræða „Ykkur gremjast sennilega skoðanir þessa fólks alveg jafn mikið og mér - og þið viljið væntanlega ekkert með þær hafa. Þess vegna bið ég ykkur um að þegja ekki. Því þessar skoðanir, þær hræða mig. Þær hræða mig af því að ég veit að einhvers staðar þarna úti leynist fólk sem í fáfræði sinni hatar mig. Í þeirra augum er ég ógn. Og þegar hrætt fólk, þegar fáfrótt fólk, sameinast og magnar upp hatrið sem það ber í brjósti sér, þá fara hræðilegir hlutir að gerast… (eins og við sáum í París).“ Pistil Miriamar má sjá í heild hér fyrir neðan. Innlegg frá Miriam Petra Ómarsdóttir Awad.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira