Erlent

Geimfarið slapp óskemmt frá Plútó

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Þessari einstöku mynd náði farið af Plútó.
Þessari einstöku mynd náði farið af Plútó. Vísir/NASA

Könnunarfar NASA, New Horizons, komst í heilu lagi fram hjá reikistjörnunni Plútó í gær. 



Stjórnstöð leiðangursins nam merki geimfarsins í nótt en það gaf til kynna að allur búnaður farsins væri heill. Merkið var fjóra klukkutíma og 25 mínútur að berast frá geimfarinu og í risastóran gervihnattadisk NASA, sem staðsettur er á Spáni. 



Farið fór í gær fram hjá ystu reikistjörnunni í sólkerfinu okkar en ekkert far hefur áður komist svo nálægt henni. Það ferðast um á 14 kílómetra hraða á sekúndu og hefði því árekstur við nokkurn skapaðan hlut líklega gjöreyðilagt geimfarið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×