Eigendur Kron ósáttir: „Myndir þú kaupa þessa skó með 20 prósenta afslætti?“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. febrúar 2015 20:26 Hjónin Hugrún Dögg Árnadóttir og Magni Þorsteinsson, eigendur verslunarinnar Kron. Vísir Eigendur tískuvöruverslunarinnar Kron verða á fimmtudag með 400 gölluð skópör til sýnis í verslun sinni við Laugaveg 48 í Reykjavík. Um verður að ræða listrænan gjörning vegna dóms sem féll í Hæstarétti í síðustu viku þar sem þeim var gert að greiða tveimur spænskum skóframleiðendum samtals átján milljónir króna. Yfirskrift gjörningsins verður „Myndir þú kaupa þessa skó með 20 prósenta afslætti?“Afsláttur í stað endurgreiðslu Hugrún Dögg Árnadóttir, annar eigandi verslunarinnar Kron, segir málið snúast um 400 skópara pöntun sem greitt var fyrir áður en hún var send til landsins. Skópörin hafi öll verið gölluð og því hafi hún krafist þess að framleiðandinn, Sapena Trading Company SL, tæki skóna til baka, á hans kostnað eða framleiði þá að nýju. Hann hafi samþykkt gallana en neitað að taka skóna til baka, en í staðinn boðið afslátt.Hér má sjá ljósmynd af gölluðu skópari við hliðina á gallalausu pari.mynd/hugrún„Seljum ekki skóna gallaða með afslætti“ „Við neituðum því, því að sjálfsögðu seljum við ekki skóna okkar gallaða með afslætti. Þarna er hann þá úti með 260 pör sem hann vill að við greiðum svo hann geti sent okkur þá. Það kom ekki til greina af okkar hálfu, segjumst ekki greiða honum meir fyrr en hann taki ábyrgð á þessum 400 pörum sem liggja hjá okkur gallaðir. Eftir þetta fer allt í hnút þar sem okkur semst ekki um þetta mál,“ segir Hugrún. Kron átti einnig í viðskiptum við fyrirtækið Salvador Sapena, og er í eigu í eigu samnefnds manns. Sonur Sapena stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Sapena Trading Company, og tengjast þessi tvö fyrirtæki því fjölskylduböndum. Skuld Kron við fyrirtæki föðurins nam árið 2011 um átta milljónum króna en neitaði íslenska fyrirtækið að greiða skuldina þar sem skór frá fyrirtæki sonarins væru gallaðir.Sjá einnig: Dómurinn yfir Kron staðfesturÞarna segir að ekki hafi verið notað rétt efni ásamt því að rangur litur sé á sólanum.mynd/hugrún„Á ákveðnum stað segjum við í pósti til þeirra að við munum að sjálfsögðu greiða það sem við skuldum, eins og við höfðum gert síðustu tíu ár. Við segjum jafnframt að það þurfi að reikna út hvað sé rétt, því fyrir gallaða vöru greiðum við ekki. En á þessum tímapunkti vorum við búin að greiða fyrir þessi 400 pör sem öll voru gölluð,“ segir Hugrún. Þá sökuðu eigendur Kron Salvador jafnframt um að hafa stolið hönnun þeirra, sniðum og framleiða og selja vörur án þeirra heimildar og kveðst Hugrún hafa sannanir fyrir því að það hafi framleiðandinn gert, en um það má lesa frekar hér.„ Það er okkur alveg óskiljanlegt að íslenskt réttarfar skuli taka svona á þessu máli og sýnir okkur bara því miður að lítill skilningur er á þessum hönnunarheimi sem við höfum verið að starfa í undanfarin ár.“Hugrún kveðst afar sorgmædd yfir niðurstöðu Hæstaréttar. „Þetta er alveg hrikalega dapurt mál og erum við slegin yfir því að dómarinn komist að þessari niðurstöðu. Það er okkur alveg óskiljanlegt að íslenskt réttarfar skuli taka svona á þessu máli og sýnir okkur bara því miður að lítill skilningur er á þessum hönnunarheimi sem við höfum verið að starfa í undanfarin ár. Þetta er alveg hrikalega erfiður heimur að fóta sig í, og þessi dómur sýnir okkur bara að skilningurinn á hönnunarrétt sé enginn,“ segir hún að lokum en skórnir 400 verða til sýnis á Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar dagana 5-8. febrúar.Lesa má niðurstöðu Hæstaréttar hér. Tengdar fréttir „Hið rétta er að á okkur var alvarlega brotið í þessum viðskiptum“ Forsvarsmenn Kron ehf. segja niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur í fyrradag vera ranga og ætla að áfrýja. 30. janúar 2014 17:34 Dómurinn yfir Kron staðfestur Tískuvöruversluninni Kron gert að greiða 18 milljónir. 30. janúar 2015 10:40 Kron gert að greiða spænskum skóframleiðendum átján milljónir Íslenska tískuvöruverslunin Kron var í fyrradag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða tveimur spænskum skóframleiðendum, Salvador Sapena og Sapena Trading Company SL, um átján milljónir króna og rúmar 2,2 milljónir í málskostnað. 30. janúar 2014 10:51 „Kron by Kronkron féll vel í kramið hjá stjörnunum“ Magni Þorsteinsson og Hugrún Árnadóttir hjá Kron by Kronkron eru á leiðinni á Golden Globe-hátíðina í janúar að kynna merkið fyrir stjörnunum í Hollywood. 8. desember 2014 10:02 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira
Eigendur tískuvöruverslunarinnar Kron verða á fimmtudag með 400 gölluð skópör til sýnis í verslun sinni við Laugaveg 48 í Reykjavík. Um verður að ræða listrænan gjörning vegna dóms sem féll í Hæstarétti í síðustu viku þar sem þeim var gert að greiða tveimur spænskum skóframleiðendum samtals átján milljónir króna. Yfirskrift gjörningsins verður „Myndir þú kaupa þessa skó með 20 prósenta afslætti?“Afsláttur í stað endurgreiðslu Hugrún Dögg Árnadóttir, annar eigandi verslunarinnar Kron, segir málið snúast um 400 skópara pöntun sem greitt var fyrir áður en hún var send til landsins. Skópörin hafi öll verið gölluð og því hafi hún krafist þess að framleiðandinn, Sapena Trading Company SL, tæki skóna til baka, á hans kostnað eða framleiði þá að nýju. Hann hafi samþykkt gallana en neitað að taka skóna til baka, en í staðinn boðið afslátt.Hér má sjá ljósmynd af gölluðu skópari við hliðina á gallalausu pari.mynd/hugrún„Seljum ekki skóna gallaða með afslætti“ „Við neituðum því, því að sjálfsögðu seljum við ekki skóna okkar gallaða með afslætti. Þarna er hann þá úti með 260 pör sem hann vill að við greiðum svo hann geti sent okkur þá. Það kom ekki til greina af okkar hálfu, segjumst ekki greiða honum meir fyrr en hann taki ábyrgð á þessum 400 pörum sem liggja hjá okkur gallaðir. Eftir þetta fer allt í hnút þar sem okkur semst ekki um þetta mál,“ segir Hugrún. Kron átti einnig í viðskiptum við fyrirtækið Salvador Sapena, og er í eigu í eigu samnefnds manns. Sonur Sapena stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Sapena Trading Company, og tengjast þessi tvö fyrirtæki því fjölskylduböndum. Skuld Kron við fyrirtæki föðurins nam árið 2011 um átta milljónum króna en neitaði íslenska fyrirtækið að greiða skuldina þar sem skór frá fyrirtæki sonarins væru gallaðir.Sjá einnig: Dómurinn yfir Kron staðfesturÞarna segir að ekki hafi verið notað rétt efni ásamt því að rangur litur sé á sólanum.mynd/hugrún„Á ákveðnum stað segjum við í pósti til þeirra að við munum að sjálfsögðu greiða það sem við skuldum, eins og við höfðum gert síðustu tíu ár. Við segjum jafnframt að það þurfi að reikna út hvað sé rétt, því fyrir gallaða vöru greiðum við ekki. En á þessum tímapunkti vorum við búin að greiða fyrir þessi 400 pör sem öll voru gölluð,“ segir Hugrún. Þá sökuðu eigendur Kron Salvador jafnframt um að hafa stolið hönnun þeirra, sniðum og framleiða og selja vörur án þeirra heimildar og kveðst Hugrún hafa sannanir fyrir því að það hafi framleiðandinn gert, en um það má lesa frekar hér.„ Það er okkur alveg óskiljanlegt að íslenskt réttarfar skuli taka svona á þessu máli og sýnir okkur bara því miður að lítill skilningur er á þessum hönnunarheimi sem við höfum verið að starfa í undanfarin ár.“Hugrún kveðst afar sorgmædd yfir niðurstöðu Hæstaréttar. „Þetta er alveg hrikalega dapurt mál og erum við slegin yfir því að dómarinn komist að þessari niðurstöðu. Það er okkur alveg óskiljanlegt að íslenskt réttarfar skuli taka svona á þessu máli og sýnir okkur bara því miður að lítill skilningur er á þessum hönnunarheimi sem við höfum verið að starfa í undanfarin ár. Þetta er alveg hrikalega erfiður heimur að fóta sig í, og þessi dómur sýnir okkur bara að skilningurinn á hönnunarrétt sé enginn,“ segir hún að lokum en skórnir 400 verða til sýnis á Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar dagana 5-8. febrúar.Lesa má niðurstöðu Hæstaréttar hér.
Tengdar fréttir „Hið rétta er að á okkur var alvarlega brotið í þessum viðskiptum“ Forsvarsmenn Kron ehf. segja niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur í fyrradag vera ranga og ætla að áfrýja. 30. janúar 2014 17:34 Dómurinn yfir Kron staðfestur Tískuvöruversluninni Kron gert að greiða 18 milljónir. 30. janúar 2015 10:40 Kron gert að greiða spænskum skóframleiðendum átján milljónir Íslenska tískuvöruverslunin Kron var í fyrradag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða tveimur spænskum skóframleiðendum, Salvador Sapena og Sapena Trading Company SL, um átján milljónir króna og rúmar 2,2 milljónir í málskostnað. 30. janúar 2014 10:51 „Kron by Kronkron féll vel í kramið hjá stjörnunum“ Magni Þorsteinsson og Hugrún Árnadóttir hjá Kron by Kronkron eru á leiðinni á Golden Globe-hátíðina í janúar að kynna merkið fyrir stjörnunum í Hollywood. 8. desember 2014 10:02 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira
„Hið rétta er að á okkur var alvarlega brotið í þessum viðskiptum“ Forsvarsmenn Kron ehf. segja niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur í fyrradag vera ranga og ætla að áfrýja. 30. janúar 2014 17:34
Dómurinn yfir Kron staðfestur Tískuvöruversluninni Kron gert að greiða 18 milljónir. 30. janúar 2015 10:40
Kron gert að greiða spænskum skóframleiðendum átján milljónir Íslenska tískuvöruverslunin Kron var í fyrradag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða tveimur spænskum skóframleiðendum, Salvador Sapena og Sapena Trading Company SL, um átján milljónir króna og rúmar 2,2 milljónir í málskostnað. 30. janúar 2014 10:51
„Kron by Kronkron féll vel í kramið hjá stjörnunum“ Magni Þorsteinsson og Hugrún Árnadóttir hjá Kron by Kronkron eru á leiðinni á Golden Globe-hátíðina í janúar að kynna merkið fyrir stjörnunum í Hollywood. 8. desember 2014 10:02