Kron gert að greiða spænskum skóframleiðendum átján milljónir 30. janúar 2014 10:51 Hugrún Dögg Árnadóttir og Magni Þorsteinsson eigendur Kron. Vísir/Anton Íslenska tískuvöruverslunin Kron var í fyrradag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða tveimur spænskum skóframleiðendum, Salvador Sapena og Sapena Trading Company SL, um átján milljónir króna og rúmar 2,2 milljónir í málskostnað. Skóframleiðandinn Salvador Sapena stefndi Kron ehf. vegna útistandandi skuldar og var málið höfðað þann 27. desember 2012. Í dómi héraðsdóms segir að fyrirtækin tvö hafi átt í viðskiptum á árunum 2008 til 2011 og að eftir standi ógreidd skuld að fjárhæð 51.441 evrur, eða átta milljónum íslenskra króna. Þar segir að Salvador Sapena hafi þann 10. nóvember 2011 sent Kron tölvupóst um að níu mánuðir væru liðnir frá því að framleiðandinn afhenti Kron þær vörur sem skuldin tengdist. Kron svaraði tölvupóstinum einum degi síðar þar sem fyrirtækið sagðist ætla að greiða skuldina en að það væri „einfaldlega ekki forgangsatriði,“ eins og segir í dómnum. Salvador Sapena sendi Kron annan tölvupóst tíu dögum síðar en fékk engin svör. Fimm mánuðum síðar sendi Salvador Sapena innheimtuviðvörun vegna skuldarinnar og sama dag innheimtuviðvörun vegna skuldar við annað félag, Sapena Trading Company SL, sem er rekið af syni eiganda Salvador Sapena. Kron var á endanum dæmd til að greiða Salvador Sapena umrædda upphæð og 852 þúsund krónur í málskostnað. Dómur í deilumáli Kron og Sapena Trading Company var einnig kveðinn upp í Héraðsdómi í fyrradag. Það mál snérist einnig um útistandandi skuld vegna skóframleiðslu þar sem aðilunum tveimur hafði greint á um það hvort ákveðin sending Sapena Trading Company hafi innihaldið gölluð skópör og að spænska fyrirtækið hafi síðan selt gölluðu pörin í sinni eigin smásöluverslun. Viðskiptavinir Kron á Spáni hafi því nánast alveg hætt að panta vörur frá fyrirtækinu og hafi ekki lengur viljað selja skó frá Kron, þegar eins skór voru til sölu á mun lægra verði í útsöluverslunum stefnanda. Héraðsdómur komst á endanum að þeirri niðurstöðu að dæma Kron til að greiða Sapena Trading Company 64.823 evrur, um tíu milljónir króna, og 1,4 milljónir í málskostnað. Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Íslenska tískuvöruverslunin Kron var í fyrradag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða tveimur spænskum skóframleiðendum, Salvador Sapena og Sapena Trading Company SL, um átján milljónir króna og rúmar 2,2 milljónir í málskostnað. Skóframleiðandinn Salvador Sapena stefndi Kron ehf. vegna útistandandi skuldar og var málið höfðað þann 27. desember 2012. Í dómi héraðsdóms segir að fyrirtækin tvö hafi átt í viðskiptum á árunum 2008 til 2011 og að eftir standi ógreidd skuld að fjárhæð 51.441 evrur, eða átta milljónum íslenskra króna. Þar segir að Salvador Sapena hafi þann 10. nóvember 2011 sent Kron tölvupóst um að níu mánuðir væru liðnir frá því að framleiðandinn afhenti Kron þær vörur sem skuldin tengdist. Kron svaraði tölvupóstinum einum degi síðar þar sem fyrirtækið sagðist ætla að greiða skuldina en að það væri „einfaldlega ekki forgangsatriði,“ eins og segir í dómnum. Salvador Sapena sendi Kron annan tölvupóst tíu dögum síðar en fékk engin svör. Fimm mánuðum síðar sendi Salvador Sapena innheimtuviðvörun vegna skuldarinnar og sama dag innheimtuviðvörun vegna skuldar við annað félag, Sapena Trading Company SL, sem er rekið af syni eiganda Salvador Sapena. Kron var á endanum dæmd til að greiða Salvador Sapena umrædda upphæð og 852 þúsund krónur í málskostnað. Dómur í deilumáli Kron og Sapena Trading Company var einnig kveðinn upp í Héraðsdómi í fyrradag. Það mál snérist einnig um útistandandi skuld vegna skóframleiðslu þar sem aðilunum tveimur hafði greint á um það hvort ákveðin sending Sapena Trading Company hafi innihaldið gölluð skópör og að spænska fyrirtækið hafi síðan selt gölluðu pörin í sinni eigin smásöluverslun. Viðskiptavinir Kron á Spáni hafi því nánast alveg hætt að panta vörur frá fyrirtækinu og hafi ekki lengur viljað selja skó frá Kron, þegar eins skór voru til sölu á mun lægra verði í útsöluverslunum stefnanda. Héraðsdómur komst á endanum að þeirri niðurstöðu að dæma Kron til að greiða Sapena Trading Company 64.823 evrur, um tíu milljónir króna, og 1,4 milljónir í málskostnað.
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira