Jon Stewart hryggur yfir Charleston-morðunum: „Þetta var hryðjuverkaárás“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júní 2015 17:41 Jon Stewart lét grínið lönd og leið í gærkvöldi en hann hélt þess í stað tilfinningaþrungna ræðu um kynþáttamisrétti. Vísir/EPA Þáttastjórnandinn Jon Stewart segist hafa eitt hlutverk í vinnunni. Það er að semja brandara um hinar ýmsu fréttir og flytja þær á kómískan hátt fyrir áhorfendur sína í sal og heima í stofu. Honum var hins vegar enginn hlátur í hug þegar fréttir bárust af morðunum í Charleston en hann flutti ræðu um árásina í þætti sínum í gær. Eins og kunnugt er gekk ungur maður inn í kirkju svartra í Charleston og myrti níu manns. Ræða Stewarts er áhrifamikil en hana má sjá í myndbandinu hér að neðan. Stewart sagðist ekki geta gert grín að atburðinum.Sjá einnig: Fékk skotvopnið í afmælisgjöf „Ég hef í hreinskilni sagt ekkert fram að færa nema sorg eina ferðina enn þegar við þurfum að horfast í augu við þann botnlausa pytt af hinu gjörspillta ofbeldi sem við beitum hvert annað og inn í miðpunkt gapandi sárs kynþáttahaturs sem virðist ekki gróa en við látumst samt ekki sjá það,“ sagði Stewart þungur á brún. Salurinn þagnaði þegar Stewart hóf einræðu sína um voðaverkin í Charleston og þögnin var áþreifanleg.Vill kalla morðin í Charleston réttu nafni - hryðjuverk „En ég er viss um að ef við horfum inn í það, viðurkennum það, sjáum það fyrir það sem það raunverulega er munum við samt ekki gera rassgat í málinu. Þannig erum við,“ sagði Stewart vonlítill.Sjá einnig: Óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn „Þetta var hryðjuverkaárás,“ sagði grínistinn alvarlegur í bragði. Stewart benti á að hann hefði heyrt mann segja í sjónvarpinu að ógæfa hefði dunið yfir kirkjuna í Charleston. „Þetta var ekki fellibylur. Þetta var kynþáttahatur.“ Margir hafa bent á að sú tilhneiging virðist vera að kalla morðin fjöldamorð en ekki hryðjuverk og Jon Stewart er einn þeirra. Hann lét í ljós vonleysi sitt þegar kemur að því hversu ólík viðbrögð ríkisstjórnar Bandaríkjanna eru þegar kemur að erlendri ógn við landann og þegar ofbeldið er sprottið frá Bandaríkjamönnunum sjálfum. Stewart vill ekki kalla atburðina í Charleston neitt annað en hryðjuverk.Sjá einnig: Játaði að hafa myrt níu manns Eftir ræðu Stewarts kynnti hann inn gest sinn, Malölu Yousafzai. „Það er enginn í heiminum sem ég myndi heldur vilja tala við í kvöld.“ Malala er Pakistanskur aktivisti og baráttukona fyrir auknum réttindum stúlkna í Mið-Austurlöndum en hún var skotin í höfuðið af ofstækismönnum fyrir að láta rödd sína heyrast. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Þáttastjórnandinn Jon Stewart segist hafa eitt hlutverk í vinnunni. Það er að semja brandara um hinar ýmsu fréttir og flytja þær á kómískan hátt fyrir áhorfendur sína í sal og heima í stofu. Honum var hins vegar enginn hlátur í hug þegar fréttir bárust af morðunum í Charleston en hann flutti ræðu um árásina í þætti sínum í gær. Eins og kunnugt er gekk ungur maður inn í kirkju svartra í Charleston og myrti níu manns. Ræða Stewarts er áhrifamikil en hana má sjá í myndbandinu hér að neðan. Stewart sagðist ekki geta gert grín að atburðinum.Sjá einnig: Fékk skotvopnið í afmælisgjöf „Ég hef í hreinskilni sagt ekkert fram að færa nema sorg eina ferðina enn þegar við þurfum að horfast í augu við þann botnlausa pytt af hinu gjörspillta ofbeldi sem við beitum hvert annað og inn í miðpunkt gapandi sárs kynþáttahaturs sem virðist ekki gróa en við látumst samt ekki sjá það,“ sagði Stewart þungur á brún. Salurinn þagnaði þegar Stewart hóf einræðu sína um voðaverkin í Charleston og þögnin var áþreifanleg.Vill kalla morðin í Charleston réttu nafni - hryðjuverk „En ég er viss um að ef við horfum inn í það, viðurkennum það, sjáum það fyrir það sem það raunverulega er munum við samt ekki gera rassgat í málinu. Þannig erum við,“ sagði Stewart vonlítill.Sjá einnig: Óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn „Þetta var hryðjuverkaárás,“ sagði grínistinn alvarlegur í bragði. Stewart benti á að hann hefði heyrt mann segja í sjónvarpinu að ógæfa hefði dunið yfir kirkjuna í Charleston. „Þetta var ekki fellibylur. Þetta var kynþáttahatur.“ Margir hafa bent á að sú tilhneiging virðist vera að kalla morðin fjöldamorð en ekki hryðjuverk og Jon Stewart er einn þeirra. Hann lét í ljós vonleysi sitt þegar kemur að því hversu ólík viðbrögð ríkisstjórnar Bandaríkjanna eru þegar kemur að erlendri ógn við landann og þegar ofbeldið er sprottið frá Bandaríkjamönnunum sjálfum. Stewart vill ekki kalla atburðina í Charleston neitt annað en hryðjuverk.Sjá einnig: Játaði að hafa myrt níu manns Eftir ræðu Stewarts kynnti hann inn gest sinn, Malölu Yousafzai. „Það er enginn í heiminum sem ég myndi heldur vilja tala við í kvöld.“ Malala er Pakistanskur aktivisti og baráttukona fyrir auknum réttindum stúlkna í Mið-Austurlöndum en hún var skotin í höfuðið af ofstækismönnum fyrir að láta rödd sína heyrast.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira