Erlent

Tveir japanskir fjallgöngumenn létust á Matterhorn

Atli Ísleifsson skrifar
Matterhorn er 4.478 metra hátt og þykir eitt auðþekkjanlegasta fjall heims vegna píramídalögunar sinnar.
Matterhorn er 4.478 metra hátt og þykir eitt auðþekkjanlegasta fjall heims vegna píramídalögunar sinnar. Vísir/AFP
Tveir japanskir fjallgöngumenn hafa fundist látnir á Matterhorn í svissnesku Ölpunum.

Utanríkisráðuneyti Japans greinir frá því að báðir mennirnir hafi verið á sjötugsaldri en hafa ekki gefið upp frekari upplýsingar.

Í frétt BBC segir að mennirnir hafi lent í slæmu veðri þegar þeir voru á leið niður af fjallinu um síðustu helgi.

Líkamsleifar tveggja japanskra fjallgöngumanna sem týndust fyrir 45 árum síðan fundust í hlíðum Matterhorn um síðustu helgi. Lífsýni voru tekin til að bera kennsl á líkin, en  líkamsleifar fjölda fólks hafa fundist í hlíðum fjallasins á undanförnum árum vegna bráðnun íss.

Matterhorn er 4.478 metra hátt og þykir eitt auðþekkjanlegasta fjall heims vegna píramídalögunar sinnar.

Fleiri hundruð manna hafa látið lífið á leið sinni upp eða niður fjallið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×