Erlent

Lars Barfoed hættir í stjórnmálum

Atli Ísleifsson skrifar
Lars Barfoed gegndi formannsembætti í danska Íhaldsflokknum frá 2011 til 2014
Lars Barfoed gegndi formannsembætti í danska Íhaldsflokknum frá 2011 til 2014 Vísir/AFP
Lars Barfoed, fyrrum formaður danska Íhaldsflokksins og ráðherra, hefur ákveðið að hætta afskiptum af stjórnmálum og hasla sér völl innan einkageirans.

Barfoed greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. Hann missti þingsæti sitt í þingkosningunum sem fram fóru í sumar.

Barfoed var fyrst kjörinn á þing um miðjan níunda áratuginn og sat svo óslitið á þingi frá 2001 til 2015.

Barfoed gegndi embætti fjölskyldumálaráðherra á árunum 2005 til 2006, samgönguráðherra 2008 til 2010 og dómsmálaráðherra á árunum 2010 til 2011.

Hann gegndi formannsembætti í Íhaldsflokknum frá 2011 til 2014, en þá tók Søren Pape Poulsen við embættinu.

Efter en god sommers tænkepause har jeg besluttet at søge nye udfordringer uden for politik. Det betyder, at jeg stopper...

Posted by Lars Barfoed on Wednesday, 12 August 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×