Útlendingaspilinu leikið út Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. júní 2015 08:00 Fyrir fjórum árum tók Thorning-Schmidt við forsætisráðherraembættinu af Rasmussen. Hann vonast nú til þess að hafa hlutverkaskipti aftur. VÍSIR/EPA Lars Løkke Rasmussen, leiðtogi frjálslynda hægri flokksins Venstre, vill herða verulega reglur um hælisleitendur í Danmörku. „Menn geta reiknað með þessu loforði: Við munum ekki sitja hjá aðgerðalausir meðan fjöldi hælisleitenda rýkur upp úr öllu valdi,“ sagði Løkke á blaðamannafundi í gærmorgun, þar sem hann kynnti stefnu flokks síns í málefnum hælisleitenda. Þar með reynir hann að gera málefni útlendinga enn á ný að helsta kosningamálinu í Danmörku, en það er ekki nýtt að þingkosningar þar í landi snúist að verulegu leyti um ólíka afstöðu flokkanna til málefna innflytjenda. Løkke vonast til þess að hreppa forsætisráðherraembættið eftir kosningarnar. Hann var forsætisráðherra Danmerkur frá 2009 til 2011, en þá tapaði hann fyrir Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga Sósíaldemókrataflokksins, sem nú reynir að verja stöðu sína. Þingkosningar verða haldnar 18. júní. Løkke segir innflytjendastrauminn vera það alvarlegt mál að hann lofar því að kalla saman þing strax í sumar til að taka á málinu, hljóti hann sigur í kosningunum. „Við vitum að við stöndum frammi fyrir því að í sumar mun straumurinn hingað aukast gríðarlega ef við gerum ekkert,“ sagði hann á blaðamannafundinum í gær. Thorning-Schmidt segir stjórn sína reyndar hafa hert innflytjendareglurnar verulega á kjörtímabilinu. Hælisleitendum hefur fjölgað töluvert í Danmörku á síðustu árum, eins og víðar í Evrópu, eftir að flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hófst. Borgarastríðið þar í landi hefur hrakið milljónir manna út fyrir landamærin og nokkur hluti þeirra hefur reynt að komast til Evrópu, oft yfir Miðjarðarhafið. Á síðasta ári voru hælisleitendur í Danmörku 14.800 talsins, eða nærri þrisvar sinnum fleiri en á árinu 2011 og helmingi fleiri en árið 2013, þegar þeir voru 7.500. Það sem af er þessu ári hafa 1.550 manns sótt um hæli í Danmörku, en í Evrópusambandsríkjunum samtals hafa 202 þúsund hælisleitendur knúið á dyr á sama tíma. Skoðanakannanir sýna að rauða blokkin svonefnda, flokkarnir á vinstri vængnum, hefur aukið fylgi sitt lítillega, en bláa blokkin á hægri vængnum að sama skapi dalað eilítið. Annars hefur verið nokkuð jafnt á með fylkingunum undanfarnar vikur. Hægri blokkin hafði vinninginn fyrir nokkrum vikum en nú eru báðar að mælast með um það bil helmingsfylgi. Einn daginn er rauða blokkin örlítið yfir 50 prósentunum en hinn daginn er það sú bláa sem skríður yfir 50 prósentin. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen, leiðtogi frjálslynda hægri flokksins Venstre, vill herða verulega reglur um hælisleitendur í Danmörku. „Menn geta reiknað með þessu loforði: Við munum ekki sitja hjá aðgerðalausir meðan fjöldi hælisleitenda rýkur upp úr öllu valdi,“ sagði Løkke á blaðamannafundi í gærmorgun, þar sem hann kynnti stefnu flokks síns í málefnum hælisleitenda. Þar með reynir hann að gera málefni útlendinga enn á ný að helsta kosningamálinu í Danmörku, en það er ekki nýtt að þingkosningar þar í landi snúist að verulegu leyti um ólíka afstöðu flokkanna til málefna innflytjenda. Løkke vonast til þess að hreppa forsætisráðherraembættið eftir kosningarnar. Hann var forsætisráðherra Danmerkur frá 2009 til 2011, en þá tapaði hann fyrir Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga Sósíaldemókrataflokksins, sem nú reynir að verja stöðu sína. Þingkosningar verða haldnar 18. júní. Løkke segir innflytjendastrauminn vera það alvarlegt mál að hann lofar því að kalla saman þing strax í sumar til að taka á málinu, hljóti hann sigur í kosningunum. „Við vitum að við stöndum frammi fyrir því að í sumar mun straumurinn hingað aukast gríðarlega ef við gerum ekkert,“ sagði hann á blaðamannafundinum í gær. Thorning-Schmidt segir stjórn sína reyndar hafa hert innflytjendareglurnar verulega á kjörtímabilinu. Hælisleitendum hefur fjölgað töluvert í Danmörku á síðustu árum, eins og víðar í Evrópu, eftir að flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hófst. Borgarastríðið þar í landi hefur hrakið milljónir manna út fyrir landamærin og nokkur hluti þeirra hefur reynt að komast til Evrópu, oft yfir Miðjarðarhafið. Á síðasta ári voru hælisleitendur í Danmörku 14.800 talsins, eða nærri þrisvar sinnum fleiri en á árinu 2011 og helmingi fleiri en árið 2013, þegar þeir voru 7.500. Það sem af er þessu ári hafa 1.550 manns sótt um hæli í Danmörku, en í Evrópusambandsríkjunum samtals hafa 202 þúsund hælisleitendur knúið á dyr á sama tíma. Skoðanakannanir sýna að rauða blokkin svonefnda, flokkarnir á vinstri vængnum, hefur aukið fylgi sitt lítillega, en bláa blokkin á hægri vængnum að sama skapi dalað eilítið. Annars hefur verið nokkuð jafnt á með fylkingunum undanfarnar vikur. Hægri blokkin hafði vinninginn fyrir nokkrum vikum en nú eru báðar að mælast með um það bil helmingsfylgi. Einn daginn er rauða blokkin örlítið yfir 50 prósentunum en hinn daginn er það sú bláa sem skríður yfir 50 prósentin.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira