Börn Margrétar sváfu undir berum himni Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 27. apríl 2015 07:00 Hér er Margrét með nokkrum barnanna á heimilinu. Yngsta barnið er tveggja ára en það elsta er sautján ára. Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. Yngsta barnið sem hún hefur á framfæri sínu er tveggja ára og það elsta sautján ára. Hún segir börnin ekki þora að vera í húsinu. „Allra minnstu börnin eru í tjaldi og í svefnpoka en hin sofa undir berum himni en með sængurnar sínar. Það er spáð þrumuveðri. Það er svo erfitt að hugsa til þess að þau þurfi að sofa úti. Það er kalt og erfitt að vera úti, en fólk vill ekki vera inni. það er enn hætta á stórum skjálfta. Það hafa orðið skemmdir á húsinu og það er ekki öruggt að dvelja í því.“ Rafmagnslaust og símasambandslaust varð víða í Nepal í kjölfar skjálftans og segir Margrét að nokkrar klukkustundir hafi liðið frá því skjálftinn reið yfir og þar til hún náði í Baal, sem er pabbinn á heimilinu. „Börnin voru öll heima því það var laugardagur og enginn skóli. Þau hlupu öll út þegar jarðskjálftinn reið yfir. Ég var fegin að heyra frá þeim og heyrði í þeim aftur síðdegis, þá höfðu þau fengið rafmagn á heimilið og hafði tekist að fylla á vatnsflöskur og hlaða símana sína. Þau eru með nóg vatn og mat en það væri óskandi að það væru fleiri tjöld og svefnpokar,“ segir Margrét og segist reyna öll ráð til að komast til þeirra en hún er stödd í Sádi-Arabíu. „Ég hef verið að reyna að komast til þeirra og er komin með flugmiða, en það er lokað fyrir allt farþegaflug sem stendur. Það verða send hjálpargögn frá Sádi-Arabíu, ég skoðaði hvort ég kæmist með gögnunum til Nepal en það er útilokað. Hún huggar sig við það að foreldrarnir sem hún hefur ráðið til að annast börnin séu hæfir til starfsins. „Ég veit að þetta er erfitt, en ég veit líka að fólkið þarna um slóðir er sterkt eftir röð áfalla, þau hafa lifað af borgarastyrjöld. Börnin á heimilinu hafa líka gengið í gegnum ýmislegt. Ég vildi að ég kæmist núna strax til að vera með börnunum og fjölskyldunni en eins og er þá er það ekki mögulegt.“ Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Ótrúlegt myndband af snjóflóði í grunnbúðum Everest Þýski fjallgöngumaðurinn Jost Kobusch var í grunnbúðunum þegar snjóflóðið féll. 26. apríl 2015 19:14 Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06 Vissu að von var á skjálftanum í Nepal Alltaf ljóst að afleiðingar af skjálftanum yrðu hörmulegar. 26. apríl 2015 17:45 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest AFP hefur birt myndir frá grunnbúðum Everest-fjalls. 26. apríl 2015 17:41 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. Yngsta barnið sem hún hefur á framfæri sínu er tveggja ára og það elsta sautján ára. Hún segir börnin ekki þora að vera í húsinu. „Allra minnstu börnin eru í tjaldi og í svefnpoka en hin sofa undir berum himni en með sængurnar sínar. Það er spáð þrumuveðri. Það er svo erfitt að hugsa til þess að þau þurfi að sofa úti. Það er kalt og erfitt að vera úti, en fólk vill ekki vera inni. það er enn hætta á stórum skjálfta. Það hafa orðið skemmdir á húsinu og það er ekki öruggt að dvelja í því.“ Rafmagnslaust og símasambandslaust varð víða í Nepal í kjölfar skjálftans og segir Margrét að nokkrar klukkustundir hafi liðið frá því skjálftinn reið yfir og þar til hún náði í Baal, sem er pabbinn á heimilinu. „Börnin voru öll heima því það var laugardagur og enginn skóli. Þau hlupu öll út þegar jarðskjálftinn reið yfir. Ég var fegin að heyra frá þeim og heyrði í þeim aftur síðdegis, þá höfðu þau fengið rafmagn á heimilið og hafði tekist að fylla á vatnsflöskur og hlaða símana sína. Þau eru með nóg vatn og mat en það væri óskandi að það væru fleiri tjöld og svefnpokar,“ segir Margrét og segist reyna öll ráð til að komast til þeirra en hún er stödd í Sádi-Arabíu. „Ég hef verið að reyna að komast til þeirra og er komin með flugmiða, en það er lokað fyrir allt farþegaflug sem stendur. Það verða send hjálpargögn frá Sádi-Arabíu, ég skoðaði hvort ég kæmist með gögnunum til Nepal en það er útilokað. Hún huggar sig við það að foreldrarnir sem hún hefur ráðið til að annast börnin séu hæfir til starfsins. „Ég veit að þetta er erfitt, en ég veit líka að fólkið þarna um slóðir er sterkt eftir röð áfalla, þau hafa lifað af borgarastyrjöld. Börnin á heimilinu hafa líka gengið í gegnum ýmislegt. Ég vildi að ég kæmist núna strax til að vera með börnunum og fjölskyldunni en eins og er þá er það ekki mögulegt.“
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Ótrúlegt myndband af snjóflóði í grunnbúðum Everest Þýski fjallgöngumaðurinn Jost Kobusch var í grunnbúðunum þegar snjóflóðið féll. 26. apríl 2015 19:14 Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06 Vissu að von var á skjálftanum í Nepal Alltaf ljóst að afleiðingar af skjálftanum yrðu hörmulegar. 26. apríl 2015 17:45 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest AFP hefur birt myndir frá grunnbúðum Everest-fjalls. 26. apríl 2015 17:41 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Ótrúlegt myndband af snjóflóði í grunnbúðum Everest Þýski fjallgöngumaðurinn Jost Kobusch var í grunnbúðunum þegar snjóflóðið féll. 26. apríl 2015 19:14
Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06
Vissu að von var á skjálftanum í Nepal Alltaf ljóst að afleiðingar af skjálftanum yrðu hörmulegar. 26. apríl 2015 17:45
Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12
Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest AFP hefur birt myndir frá grunnbúðum Everest-fjalls. 26. apríl 2015 17:41