Erlent

Sólmyrkvinn var stórbrotinn á Svalbarða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jon Olav Nesvold náði þessari stórkostlegu mynd af sólmyrkvanum á Svalbarða í morgun.
Jon Olav Nesvold náði þessari stórkostlegu mynd af sólmyrkvanum á Svalbarða í morgun. Vísir/AFP
Ólíklegt er að sólmyrkvinn hafi nokkurs staðar verið eins tilkomumikill og á Svalbarða í morgun. Í örskamma stund varð kolniðamyrkur og svo birtist tunglið með glæsilegan gulan hjúp áður en fyrstu geislarnir birtust áhorfendum.

Fjölmiðlar um allan heim sýndu sólmyrkvanum mikinn áhuga. Voru margir hverjir mættir á Svalbarða og Færeyja þar sem aðstæður þóttu einna bestar.

ITV News í Bretlandi birtir þetta glæsilega myndband af sólmyrkvanum á Svalbarða, þ.e. þær rúmu þrjár og hálfu mínútu sem hann var í hámarki.


Tengdar fréttir

Heilluðust af sólmyrkvanum

Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum.

Bretar aldrei séð neitt þessu líkt, eða þannig

Á vefsíðunni Quandly hafa verið teknar saman myndir sem eiga að sýna sólmyrkvann sem blasti við Bretum í morgunsárið. "Algjörlega stórkostlegt,“ stendur við eina myndina þar sem ekkert er að sjá nema skýjahulu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.