Lífið

Bretar aldrei séð neitt þessu líkt, eða þannig

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þvílíkur sólmyrkvi.
Þvílíkur sólmyrkvi. Skjáskot af vefsíðunni Quandly
Á vefsíðunni Quandly hafa verið teknar saman myndir sem eiga að sýna sólmyrkvann sem blasti við Bretum í morgunsárið. „Algjörlega stórkostlegt,“ stendur við eina myndina þar sem ekkert er að sjá nema skýjahulu. Ljóst er að um grín er að ræða en þó má reikna með að einhverjir Bretar hafi þurft að gera sér skýin að góðu þegar sólmyrkvinn gekk yfir.

Sjá stórbrotinn sólmyrkvi á Svalbarða

Íslendingar voru mjög heppnir í dag að fá að bera sólmyrkvann svo vel augum enda bentu spár framan af viku til þess að skýjað yrði og mögulega lítið að sjá nema þá helst á Austfjörðum. Íslendingar um allt land fengu hins vegar einstakt tækifæri til þess að fylgjast með sólmyrkvanum ná hámarki í kringum 9:37 í morgun.

Gott grín Quandly má sjá með því að smella hér.

Að neðan má myndir sem Bretar víðs vegar um Bretlandseyjar tóku í morgun af útsýni sínu. Myndirnar eru hver annarri - verri. Líkt og Íslendingar eru Bretar allajafna ekkert yfir sig hrifnir af veðurfarinu í eigin landi.


Tengdar fréttir

Hitastigið féll lítillega í myrkvanum

Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann.

Bjuggu til sín eigin sólmyrkvagleraugu

Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík dóu ekki ráðalausir þegar sólmyrkvagleraugu reyndust uppseld í landinu og bjuggu til sín eigin. Fjöldi Íslendinga hefur tekið frá morguninn til að fylgjast með þessu einstaka náttúrufyrirbæri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×