Hver var Freddie Gray? - Myndbönd Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2015 12:15 Dauði Gray er sá síðasti meðal margra ungra svartra manna sem látið hafa lífið í átökum við lögreglu undanfarin misseri. Vísir/EPA Gífurlega miklar óeirðir áttu sér stað í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt, eftir jarðaför hins 25 ára gamla Freddie Gray. Ólæti hafa þó verið í borginni frá 19. apríl, þegar Gray lést af sárum sínum á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir skaða á mænunni eftir átök við lögreglu. Hann var handtekinn þann 12. apríl eftir að hafa hlaupið frá lögreglumanni, samkvæmt lögreglunni. Lögregluþjónar héldu honum niðri, handjárnuðu hann og færðu hann í lögreglubíl án sætisbeltis. Samkvæmt AP fréttaveitunni voru einnig járn sett um fætur hans í bílnum.Bað um læknisaðstoð Áður en Gray var settur í lögreglubílinn, bað hann margsinnis um læknisaðstoð en sjúkraliðar voru ekki kallaðir til, fyrr en Gray hafði verið í bílnum í 30 mínútur. Lögreglan hefur sagt að hann hefði átt að fá læknisaðstoð á vettvangi þar sem hann var handtekinn. Hann var einnig með astma og bað um að fá púst en var neitað. Hann átti erfitt með að standa í fæturna og ganga, en hálftíma síðar þegar hann var kominn á lögreglustöðina gat hann hvorki talað né andað. Lögreglan hefur ekkert sagt til um hvernig hann skaddaðist á mænunni í haldi lögreglu. Samkvæmt fjölskyldu Gray var hann með þrjá brákaða hryggjarliði og kramið barkakýli. Læknar hafa tengt þessi meiðsli við alvarlegt bílslys. Lögreglubíllinn sem Gray var í stöðvaði tvisvar sinnum á leiðinni til lögreglustöðvarinnar, en ekkert myndefni er til sem sýnir hvað gerðist á leiðinni.Einn margra Dauði Gray er sá síðasti meðal margra ungra svartra manna sem látið hafa lífið í átökum við lögreglu undanfarin misseri. Gray var svartur en lögreglan hefur ekki gefið upp litarhaft þeirra sex lögregluþjóna sem hafa verið leystir frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Freddie Gray ólst upp í fátækt í Vesturhluta Baltimore og var með blýeitrun vegna hrörlegs húss sem hann bjó í. Samkvæmt Guardian lýsir fjölskylda hans honum sem ástríkum, umhyggjusömum og virðingafullum ungum manni sem ávalt var með bros á vör. Þrátt fyrir að vera reið yfir því hvað kom fyrir Freddie Gray, segir fjölskylda hans að óeirðir og ofbeldi sé ekki svarið. Lögmaður fjölskyldunnar segist vonast til þess að halda friðargöngu seinna í vikunni.Jarðarförin Bæjarstjóri Baltimore um óeirðirnar Frétt CNN – Með símamyndbandi Símamyndband af handtökunni Tengdar fréttir Útgöngubann í Baltimore: Miklar óeirðir, kveikt í bílum og brotist inn í verslanir Ótrúlegar myndir frá Baltimore. 28. apríl 2015 07:29 Ástandið í Baltimore: Stóð vörð fyrir utan vínbúð vopnaður sveðju Miklar óeirðir hafa verið í Baltimore síðastliðina sólahringa og hefur borgarstjórinn sett útgöngubann í borginni. 28. apríl 2015 10:33 Íslensk kona í Baltimore: Þrír menn reyndu að brjótast inn Karen Ösp Pálsdóttir, 22 ára kona sem býr í Baltimore í Bandaríkjunum, segir ástandið þar hræðilegt. 28. apríl 2015 01:11 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Gífurlega miklar óeirðir áttu sér stað í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt, eftir jarðaför hins 25 ára gamla Freddie Gray. Ólæti hafa þó verið í borginni frá 19. apríl, þegar Gray lést af sárum sínum á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir skaða á mænunni eftir átök við lögreglu. Hann var handtekinn þann 12. apríl eftir að hafa hlaupið frá lögreglumanni, samkvæmt lögreglunni. Lögregluþjónar héldu honum niðri, handjárnuðu hann og færðu hann í lögreglubíl án sætisbeltis. Samkvæmt AP fréttaveitunni voru einnig járn sett um fætur hans í bílnum.Bað um læknisaðstoð Áður en Gray var settur í lögreglubílinn, bað hann margsinnis um læknisaðstoð en sjúkraliðar voru ekki kallaðir til, fyrr en Gray hafði verið í bílnum í 30 mínútur. Lögreglan hefur sagt að hann hefði átt að fá læknisaðstoð á vettvangi þar sem hann var handtekinn. Hann var einnig með astma og bað um að fá púst en var neitað. Hann átti erfitt með að standa í fæturna og ganga, en hálftíma síðar þegar hann var kominn á lögreglustöðina gat hann hvorki talað né andað. Lögreglan hefur ekkert sagt til um hvernig hann skaddaðist á mænunni í haldi lögreglu. Samkvæmt fjölskyldu Gray var hann með þrjá brákaða hryggjarliði og kramið barkakýli. Læknar hafa tengt þessi meiðsli við alvarlegt bílslys. Lögreglubíllinn sem Gray var í stöðvaði tvisvar sinnum á leiðinni til lögreglustöðvarinnar, en ekkert myndefni er til sem sýnir hvað gerðist á leiðinni.Einn margra Dauði Gray er sá síðasti meðal margra ungra svartra manna sem látið hafa lífið í átökum við lögreglu undanfarin misseri. Gray var svartur en lögreglan hefur ekki gefið upp litarhaft þeirra sex lögregluþjóna sem hafa verið leystir frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Freddie Gray ólst upp í fátækt í Vesturhluta Baltimore og var með blýeitrun vegna hrörlegs húss sem hann bjó í. Samkvæmt Guardian lýsir fjölskylda hans honum sem ástríkum, umhyggjusömum og virðingafullum ungum manni sem ávalt var með bros á vör. Þrátt fyrir að vera reið yfir því hvað kom fyrir Freddie Gray, segir fjölskylda hans að óeirðir og ofbeldi sé ekki svarið. Lögmaður fjölskyldunnar segist vonast til þess að halda friðargöngu seinna í vikunni.Jarðarförin Bæjarstjóri Baltimore um óeirðirnar Frétt CNN – Með símamyndbandi Símamyndband af handtökunni
Tengdar fréttir Útgöngubann í Baltimore: Miklar óeirðir, kveikt í bílum og brotist inn í verslanir Ótrúlegar myndir frá Baltimore. 28. apríl 2015 07:29 Ástandið í Baltimore: Stóð vörð fyrir utan vínbúð vopnaður sveðju Miklar óeirðir hafa verið í Baltimore síðastliðina sólahringa og hefur borgarstjórinn sett útgöngubann í borginni. 28. apríl 2015 10:33 Íslensk kona í Baltimore: Þrír menn reyndu að brjótast inn Karen Ösp Pálsdóttir, 22 ára kona sem býr í Baltimore í Bandaríkjunum, segir ástandið þar hræðilegt. 28. apríl 2015 01:11 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Útgöngubann í Baltimore: Miklar óeirðir, kveikt í bílum og brotist inn í verslanir Ótrúlegar myndir frá Baltimore. 28. apríl 2015 07:29
Ástandið í Baltimore: Stóð vörð fyrir utan vínbúð vopnaður sveðju Miklar óeirðir hafa verið í Baltimore síðastliðina sólahringa og hefur borgarstjórinn sett útgöngubann í borginni. 28. apríl 2015 10:33
Íslensk kona í Baltimore: Þrír menn reyndu að brjótast inn Karen Ösp Pálsdóttir, 22 ára kona sem býr í Baltimore í Bandaríkjunum, segir ástandið þar hræðilegt. 28. apríl 2015 01:11