Bandaríkjastjórn varar Rússa við að brjóta vopnahlé í Úkraínu

Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hæddist að ályktun sem Rússar lögðu fram í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær varðandi vopnahléið. Á sama tíma og þeir hvöttu ráðið til að samþykkja ályktunina styddu þeir árásir aðskilnaðarsinna í austur-Úkraínu.
„Hættið að senda vopn til aðskilnaðarsinna. [...] Hættið að láta sem þið séuð ekki að gera það sem þið eruð að gera,“ sagði Power á fundi öryggisráðsins í gær og beindi orðum sínum til Rússa.
Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, fordæmdi einnig árásirnar og sagði að Rússar myndu finna fyrir því á alþjóðavettvangi ef þeir myndu ekki virða samkomulag um vopnahlé.
Tengdar fréttir

Komust að samkomulagi í Minsk
Vopnahlé hefst á miðnætti á sunnudaginn, samkvæmt Vladimir Putin.

Þetta er það sem Merkel og Hollande vilja ræða við Pútín
Francois Hollande Frakklandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari lentu í Moskvu nú síðdegis til að ræða nýja friðaráætlun varðandi málefni Úkraínu.

Áfram barist um bæinn Debaltseve
Hvorki úkraínskir uppreisnarmenn né stjórnarher Úkraínu hafa viljað hætta átökum um 25 þúsund manna bæ, þrátt fyrir að samið hafi verið um vopnahlé sem átti að hefjast um helgina. Hvorugir vilja flytja þungavopn sín frá bænum.

Vonarglætan í Úkraínu
Pútín Rússlandsforseti virðist hafa náð fram flestum helstu kröfum sínum varðandi Úkraínu. Austurhéruðin fá aukna sjálfstjórn og ESB opnar á viðræður um helstu áhyggjuefni Pútíns. Í kvöld á að hefjast vopnahlé, sem gæti reynst brothætt.

Obama aðvarar Pútín
Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi við rússneska kollega sinn, Vladímír Pútín í síma í gærkvöldi og varaði hann við því að það myndi hafa slæmar afleiðingar fyrir Rússa láti þeir ekki af aðgerðum sínum í Úkraínu. Vesturlönd saka Rússa um að taka þátt í bardögum í landinu með aðskilnaðarsinnum.