Áfram barist um bæinn Debaltseve guðsteinn bjarnason skrifar 18. febrúar 2015 08:15 Úkraínuher bíður átekta við Debaltseve. fréttablaðið/EPA Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu, hvetur bæði Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið til þess að fordæma uppreisnarmenn í austanverðu landinu fyrir að virða ekki vopnahléið, sem átti að ganga í gildi um helgina. Átök hafa haldið áfram í landinu, einkum í og kringum bæinn Debaltseve, sem uppreisnarmenn segjast að mestu hafa náð á sitt vald. Hvorki stjórnarherinn né uppreisnarmenn hafa viljað flytja þungavopn sín frá bænum, þótt um það hafi verið samið í síðustu viku. Íbúar Debaltseve voru 25 þúsund en þeir hafa flestir forðað sér vegna átakanna. Nokkur þúsund manns eru þó enn innikróaðir í bænum og búa við alvarlegan skort á matvælum, vatni og fleiri nauðsynjum. Uppreisnarmenn voru búnir að ná Debaltseve á sitt vald á síðasta ári en stjórnarherinn náði honum úr höndum þeirra nú í vetur. Samkvæmt friðarsamkomulagi, sem leiðtogar Úkraínu, Rússlands, Frakklands og Þýskalands gerðu í síðustu viku og uppreisnarmenn undirrituðu síðan, eiga stríðandi fylkingar báðar að fara með herlið sitt frá átakalínunni og átti sá brottflutningur að hefjast í gær. Síðustu dagana áður en friðarsamkomulagið var gert hörðnuðu átökin um Debaltseve verulega. Af þeim sökum reyndi Vladímír Pútín Rússlandsforseti, á leiðtogafundinum langa í Minsk í síðustu viku, að fá hina leiðtogana þrjá til að fallast á að fresta gildistöku vopnahlésins, að minnsta kosti þangað til átökunum um Debaltseve lyki. Angela Merkel sagði því í gær að það kæmi engum á óvart að átökin um Debaltseve héldu áfram. Hún ræddi símleiðis við bæði Pútín og Porosjenkó, en hafði daginn áður rætt við Pútín og François Hollande Frakklandsforseta. Bæði símtölin snerust að einhverju leyti um að fá Pútín til að beita uppreisnarmenn þrýstingi, en þýskir fjölmiðlar segja fátt benda til þess að Pútín hafi þokast neitt í þá áttina. Þó var samþykkt að eftirlitsmenn frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu fái aðgang að Debaltseve, eins og kveðið var á um í friðarsamkomulaginu. Uppreisnarmennirnir hafa ekki viljað hleypa þeim þangað. Evrópusambandið hefur hótað Rússum frekari refsiaðgerðum verði ekki staðið við friðarsamkomulagið. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu, hvetur bæði Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið til þess að fordæma uppreisnarmenn í austanverðu landinu fyrir að virða ekki vopnahléið, sem átti að ganga í gildi um helgina. Átök hafa haldið áfram í landinu, einkum í og kringum bæinn Debaltseve, sem uppreisnarmenn segjast að mestu hafa náð á sitt vald. Hvorki stjórnarherinn né uppreisnarmenn hafa viljað flytja þungavopn sín frá bænum, þótt um það hafi verið samið í síðustu viku. Íbúar Debaltseve voru 25 þúsund en þeir hafa flestir forðað sér vegna átakanna. Nokkur þúsund manns eru þó enn innikróaðir í bænum og búa við alvarlegan skort á matvælum, vatni og fleiri nauðsynjum. Uppreisnarmenn voru búnir að ná Debaltseve á sitt vald á síðasta ári en stjórnarherinn náði honum úr höndum þeirra nú í vetur. Samkvæmt friðarsamkomulagi, sem leiðtogar Úkraínu, Rússlands, Frakklands og Þýskalands gerðu í síðustu viku og uppreisnarmenn undirrituðu síðan, eiga stríðandi fylkingar báðar að fara með herlið sitt frá átakalínunni og átti sá brottflutningur að hefjast í gær. Síðustu dagana áður en friðarsamkomulagið var gert hörðnuðu átökin um Debaltseve verulega. Af þeim sökum reyndi Vladímír Pútín Rússlandsforseti, á leiðtogafundinum langa í Minsk í síðustu viku, að fá hina leiðtogana þrjá til að fallast á að fresta gildistöku vopnahlésins, að minnsta kosti þangað til átökunum um Debaltseve lyki. Angela Merkel sagði því í gær að það kæmi engum á óvart að átökin um Debaltseve héldu áfram. Hún ræddi símleiðis við bæði Pútín og Porosjenkó, en hafði daginn áður rætt við Pútín og François Hollande Frakklandsforseta. Bæði símtölin snerust að einhverju leyti um að fá Pútín til að beita uppreisnarmenn þrýstingi, en þýskir fjölmiðlar segja fátt benda til þess að Pútín hafi þokast neitt í þá áttina. Þó var samþykkt að eftirlitsmenn frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu fái aðgang að Debaltseve, eins og kveðið var á um í friðarsamkomulaginu. Uppreisnarmennirnir hafa ekki viljað hleypa þeim þangað. Evrópusambandið hefur hótað Rússum frekari refsiaðgerðum verði ekki staðið við friðarsamkomulagið.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira