Tveggja barna stefna lögfest í Kína Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. desember 2015 08:00 Börn að leik í Guangzhou í Kína. vísir/afp Kínverska þingið festi í gær svokallaða tveggja barna stefnu í lög og mun nýja stefnan taka gildi þann fyrsta janúar næstkomandi. Mega kínversk pör þá eignast tvö börn. Stefnan tekur við af einbirnisstefnunni sem hafði verið í gildi undanfarin 35 ár. Breytingin er viðbragð við hækkandi meðalaldri kínversku þjóðarinnar og fækkun fólks á vinnumarkaði. Kínversk stjórnvöld telja að stefnubreytingin muni skila sér í 30 milljón fleiri manns á vinnumarkaði fram til ársins 2050. Sameinuðu þjóðirnar höfðu áður spáð því að Kínverjum á aldrinum 15 til 59 ára fækki um sjö prósent á árunum 2010 til 2030. Óvíst er hvort stefnubreytingin beri tilætlaðan árangur segir í frétt CNN um málið. Áratugir líði þar til barnasprenging skili sér í fleiri vinnandi höndum. Þá sé alls óvíst að Kínverjar á barneignaaldri vilji eignast fleiri ein eitt barn þrátt fyrir breytta löggjöf. Fæðingartíðni í Kína hafi lækkað af ástæðum sem ekki endilega tengjast einbirnisstefnunni. Aðgerðin væri of lítilvæg og kæmi of seint hefur AP eftir Cai Yong, prófessor í félagsfræði við Norður-Karólínuháskóla. Búist er við að stefnubreytingin skili sér í 23 milljónum viðbótarfæðinga fram á miðja þessa öld. Kínverjum muni fjölga næstu 15 árin og verða 1,43 milljarðar árið 2030 í stað 1,42 milljarða yrði engin stefnubreyting. Í kjölfarið fari Kínverjum svo fækkandi. Mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýndu stefnuna í gær. Ríkið hafi engan rétt til þess að skipta sér af því hve mörg börn fólk eigi. Aðgerðir Kínverja væru ófullnægjandi og stefnan ýtti enn undir mannréttindabrot. Kínverskar konur ættu áfram á hættu á að vera neyddar í fóstureyðingu eða þvingaðar til að nota getnaðarvarnir. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Kínverska þingið festi í gær svokallaða tveggja barna stefnu í lög og mun nýja stefnan taka gildi þann fyrsta janúar næstkomandi. Mega kínversk pör þá eignast tvö börn. Stefnan tekur við af einbirnisstefnunni sem hafði verið í gildi undanfarin 35 ár. Breytingin er viðbragð við hækkandi meðalaldri kínversku þjóðarinnar og fækkun fólks á vinnumarkaði. Kínversk stjórnvöld telja að stefnubreytingin muni skila sér í 30 milljón fleiri manns á vinnumarkaði fram til ársins 2050. Sameinuðu þjóðirnar höfðu áður spáð því að Kínverjum á aldrinum 15 til 59 ára fækki um sjö prósent á árunum 2010 til 2030. Óvíst er hvort stefnubreytingin beri tilætlaðan árangur segir í frétt CNN um málið. Áratugir líði þar til barnasprenging skili sér í fleiri vinnandi höndum. Þá sé alls óvíst að Kínverjar á barneignaaldri vilji eignast fleiri ein eitt barn þrátt fyrir breytta löggjöf. Fæðingartíðni í Kína hafi lækkað af ástæðum sem ekki endilega tengjast einbirnisstefnunni. Aðgerðin væri of lítilvæg og kæmi of seint hefur AP eftir Cai Yong, prófessor í félagsfræði við Norður-Karólínuháskóla. Búist er við að stefnubreytingin skili sér í 23 milljónum viðbótarfæðinga fram á miðja þessa öld. Kínverjum muni fjölga næstu 15 árin og verða 1,43 milljarðar árið 2030 í stað 1,42 milljarða yrði engin stefnubreyting. Í kjölfarið fari Kínverjum svo fækkandi. Mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýndu stefnuna í gær. Ríkið hafi engan rétt til þess að skipta sér af því hve mörg börn fólk eigi. Aðgerðir Kínverja væru ófullnægjandi og stefnan ýtti enn undir mannréttindabrot. Kínverskar konur ættu áfram á hættu á að vera neyddar í fóstureyðingu eða þvingaðar til að nota getnaðarvarnir.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira