Tveggja barna stefna lögfest í Kína Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. desember 2015 08:00 Börn að leik í Guangzhou í Kína. vísir/afp Kínverska þingið festi í gær svokallaða tveggja barna stefnu í lög og mun nýja stefnan taka gildi þann fyrsta janúar næstkomandi. Mega kínversk pör þá eignast tvö börn. Stefnan tekur við af einbirnisstefnunni sem hafði verið í gildi undanfarin 35 ár. Breytingin er viðbragð við hækkandi meðalaldri kínversku þjóðarinnar og fækkun fólks á vinnumarkaði. Kínversk stjórnvöld telja að stefnubreytingin muni skila sér í 30 milljón fleiri manns á vinnumarkaði fram til ársins 2050. Sameinuðu þjóðirnar höfðu áður spáð því að Kínverjum á aldrinum 15 til 59 ára fækki um sjö prósent á árunum 2010 til 2030. Óvíst er hvort stefnubreytingin beri tilætlaðan árangur segir í frétt CNN um málið. Áratugir líði þar til barnasprenging skili sér í fleiri vinnandi höndum. Þá sé alls óvíst að Kínverjar á barneignaaldri vilji eignast fleiri ein eitt barn þrátt fyrir breytta löggjöf. Fæðingartíðni í Kína hafi lækkað af ástæðum sem ekki endilega tengjast einbirnisstefnunni. Aðgerðin væri of lítilvæg og kæmi of seint hefur AP eftir Cai Yong, prófessor í félagsfræði við Norður-Karólínuháskóla. Búist er við að stefnubreytingin skili sér í 23 milljónum viðbótarfæðinga fram á miðja þessa öld. Kínverjum muni fjölga næstu 15 árin og verða 1,43 milljarðar árið 2030 í stað 1,42 milljarða yrði engin stefnubreyting. Í kjölfarið fari Kínverjum svo fækkandi. Mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýndu stefnuna í gær. Ríkið hafi engan rétt til þess að skipta sér af því hve mörg börn fólk eigi. Aðgerðir Kínverja væru ófullnægjandi og stefnan ýtti enn undir mannréttindabrot. Kínverskar konur ættu áfram á hættu á að vera neyddar í fóstureyðingu eða þvingaðar til að nota getnaðarvarnir. Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Sjá meira
Kínverska þingið festi í gær svokallaða tveggja barna stefnu í lög og mun nýja stefnan taka gildi þann fyrsta janúar næstkomandi. Mega kínversk pör þá eignast tvö börn. Stefnan tekur við af einbirnisstefnunni sem hafði verið í gildi undanfarin 35 ár. Breytingin er viðbragð við hækkandi meðalaldri kínversku þjóðarinnar og fækkun fólks á vinnumarkaði. Kínversk stjórnvöld telja að stefnubreytingin muni skila sér í 30 milljón fleiri manns á vinnumarkaði fram til ársins 2050. Sameinuðu þjóðirnar höfðu áður spáð því að Kínverjum á aldrinum 15 til 59 ára fækki um sjö prósent á árunum 2010 til 2030. Óvíst er hvort stefnubreytingin beri tilætlaðan árangur segir í frétt CNN um málið. Áratugir líði þar til barnasprenging skili sér í fleiri vinnandi höndum. Þá sé alls óvíst að Kínverjar á barneignaaldri vilji eignast fleiri ein eitt barn þrátt fyrir breytta löggjöf. Fæðingartíðni í Kína hafi lækkað af ástæðum sem ekki endilega tengjast einbirnisstefnunni. Aðgerðin væri of lítilvæg og kæmi of seint hefur AP eftir Cai Yong, prófessor í félagsfræði við Norður-Karólínuháskóla. Búist er við að stefnubreytingin skili sér í 23 milljónum viðbótarfæðinga fram á miðja þessa öld. Kínverjum muni fjölga næstu 15 árin og verða 1,43 milljarðar árið 2030 í stað 1,42 milljarða yrði engin stefnubreyting. Í kjölfarið fari Kínverjum svo fækkandi. Mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýndu stefnuna í gær. Ríkið hafi engan rétt til þess að skipta sér af því hve mörg börn fólk eigi. Aðgerðir Kínverja væru ófullnægjandi og stefnan ýtti enn undir mannréttindabrot. Kínverskar konur ættu áfram á hættu á að vera neyddar í fóstureyðingu eða þvingaðar til að nota getnaðarvarnir.
Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Sjá meira