Tveggja barna stefna lögfest í Kína Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. desember 2015 08:00 Börn að leik í Guangzhou í Kína. vísir/afp Kínverska þingið festi í gær svokallaða tveggja barna stefnu í lög og mun nýja stefnan taka gildi þann fyrsta janúar næstkomandi. Mega kínversk pör þá eignast tvö börn. Stefnan tekur við af einbirnisstefnunni sem hafði verið í gildi undanfarin 35 ár. Breytingin er viðbragð við hækkandi meðalaldri kínversku þjóðarinnar og fækkun fólks á vinnumarkaði. Kínversk stjórnvöld telja að stefnubreytingin muni skila sér í 30 milljón fleiri manns á vinnumarkaði fram til ársins 2050. Sameinuðu þjóðirnar höfðu áður spáð því að Kínverjum á aldrinum 15 til 59 ára fækki um sjö prósent á árunum 2010 til 2030. Óvíst er hvort stefnubreytingin beri tilætlaðan árangur segir í frétt CNN um málið. Áratugir líði þar til barnasprenging skili sér í fleiri vinnandi höndum. Þá sé alls óvíst að Kínverjar á barneignaaldri vilji eignast fleiri ein eitt barn þrátt fyrir breytta löggjöf. Fæðingartíðni í Kína hafi lækkað af ástæðum sem ekki endilega tengjast einbirnisstefnunni. Aðgerðin væri of lítilvæg og kæmi of seint hefur AP eftir Cai Yong, prófessor í félagsfræði við Norður-Karólínuháskóla. Búist er við að stefnubreytingin skili sér í 23 milljónum viðbótarfæðinga fram á miðja þessa öld. Kínverjum muni fjölga næstu 15 árin og verða 1,43 milljarðar árið 2030 í stað 1,42 milljarða yrði engin stefnubreyting. Í kjölfarið fari Kínverjum svo fækkandi. Mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýndu stefnuna í gær. Ríkið hafi engan rétt til þess að skipta sér af því hve mörg börn fólk eigi. Aðgerðir Kínverja væru ófullnægjandi og stefnan ýtti enn undir mannréttindabrot. Kínverskar konur ættu áfram á hættu á að vera neyddar í fóstureyðingu eða þvingaðar til að nota getnaðarvarnir. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Kínverska þingið festi í gær svokallaða tveggja barna stefnu í lög og mun nýja stefnan taka gildi þann fyrsta janúar næstkomandi. Mega kínversk pör þá eignast tvö börn. Stefnan tekur við af einbirnisstefnunni sem hafði verið í gildi undanfarin 35 ár. Breytingin er viðbragð við hækkandi meðalaldri kínversku þjóðarinnar og fækkun fólks á vinnumarkaði. Kínversk stjórnvöld telja að stefnubreytingin muni skila sér í 30 milljón fleiri manns á vinnumarkaði fram til ársins 2050. Sameinuðu þjóðirnar höfðu áður spáð því að Kínverjum á aldrinum 15 til 59 ára fækki um sjö prósent á árunum 2010 til 2030. Óvíst er hvort stefnubreytingin beri tilætlaðan árangur segir í frétt CNN um málið. Áratugir líði þar til barnasprenging skili sér í fleiri vinnandi höndum. Þá sé alls óvíst að Kínverjar á barneignaaldri vilji eignast fleiri ein eitt barn þrátt fyrir breytta löggjöf. Fæðingartíðni í Kína hafi lækkað af ástæðum sem ekki endilega tengjast einbirnisstefnunni. Aðgerðin væri of lítilvæg og kæmi of seint hefur AP eftir Cai Yong, prófessor í félagsfræði við Norður-Karólínuháskóla. Búist er við að stefnubreytingin skili sér í 23 milljónum viðbótarfæðinga fram á miðja þessa öld. Kínverjum muni fjölga næstu 15 árin og verða 1,43 milljarðar árið 2030 í stað 1,42 milljarða yrði engin stefnubreyting. Í kjölfarið fari Kínverjum svo fækkandi. Mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýndu stefnuna í gær. Ríkið hafi engan rétt til þess að skipta sér af því hve mörg börn fólk eigi. Aðgerðir Kínverja væru ófullnægjandi og stefnan ýtti enn undir mannréttindabrot. Kínverskar konur ættu áfram á hættu á að vera neyddar í fóstureyðingu eða þvingaðar til að nota getnaðarvarnir.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira