Enski boltinn

Costa: Mistök að kasta vestinu í Mourinho | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mourinho og Costa ná vel saman segir framherjinn.
Mourinho og Costa ná vel saman segir framherjinn. vísir/getty
Diego Costa, framherji Chelsea, hefur ekki átt góða leiktíð það sem af er, en hann er aðeins búinn að skora fjögur mörk í 18 leikjum fyrir Englandsmeistarana.

Costa á stundum erfitt með að hegða sér eins og maður og missti stjórn á skapi sínu þegar hann fékk ekki að koma inn á sem varamaður í markalausu jafntefli gegn Tottenham í lok nóvember.

Spánverjinn settist þá í fússi aftur á varamannabekkinn á White Hart Lane, afklæddist upphitunarvesti sem hann var í og kastaði því aftur fyrir sig í José Mourinho.

Costa kastar vesti:


Portúgalski knattspyrnustjórinn tók atvikinu með stóískri ró og sagði að Costa yrði að finna aðrar leiðir til að meiða sig en að kasta í sig vesti.

„Vestisatvikið er í foríðinni. Ég veit ég gerði mistök en samband mitt við Mourinho er frábært. Við náum mjög vel saman. Það eru vissir hlutir sem maður þarf að hafa stjórn á en ég missti mig aðeins með vestið,“ sagði Diego Costa í viðtali við Onda Cero.

Costa átti stóran þátt í fyrra marki Chelsea í gær þegar liðið tryggði sér efsta sæti G-riðils Meistaradeildarinnar með 2-0 sigri á Porto.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×