Merkel ver flóttamannastefnu sína Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. desember 2015 07:00 Angela Merkel í ræðustól á flokksþingi kristilegra demókrata í gær. Nordicphotos/AFP „Þetta er sögulegur prófsteinn fyrir Evrópu. Ég vona að við stöndumst þessa raun,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær á flokksþingi CDU, flokks kristilegra demókrata, sem nú stendur yfir í Karlsruhe. Hún var að tala um flóttamannastrauminn til Evrópu, en stefna Merkel í málefnum flóttamanna er eitt helsta umræðuefnið á flokksþinginu. Hún hefur ítrekað sagt að Þjóðverjar muni taka við öllum þeim flóttamönnum, sem til Þýskalands vilja koma. Jafnvel þótt reiknað sé með að þeir verði yfir milljón á þessu ári, sem brátt er á enda komið. „Okkur mun takast þetta,“ fullyrti hún eina ferðina enn og vísaði þar til sögu Þýskalands, bæði uppbyggingar landsins úr rústum seinni heimsstyrjaldarinnar og sameiningar þýsku ríkjanna fyrir tæpum aldarfjórðungi: „Ég get sagt þetta vegna þess að það tilheyrir sjálfsmynd landsins okkar að gera stóra hluti,“ sagði Merkel. Hins vegar hefur hún jafnframt krafist þess að önnur Evrópuríki víki sér ekki undan ábyrgðinni. „Að vísu er allt sem við gerum í Evrópu óendanlega tafsamt,“ sagði hún, og átti þar við hin þunglamalegu ákvörðunartökuferli Evrópusambandsins. „Stundum gerir það mann gráhærðan, en þetta hefur aldrei verið einfalt í Evrópu.“ Hins vegar hefur Evrópusambandsríkjunum til þessa alltaf tekist að leysa vandamálin, þótt stundum sé það á síðustu stundu eftir mikið japl, jaml og fuður. Auk þess sagði hún nauðsynlegt að draga úr fjölda flóttamanna, meðal annars með því að senda fljótt til baka alla þá sem engan rétt eiga á hæli. Þetta sagði hún ekki bara vera í þágu Þýskalands og Evrópu heldur ekki síður í þágu flóttafólksins sjálfs gert: „Því ekki nokkur maður, sama af hvaða ástæðum hann heldur af stað, yfirgefur heimkynni sín að gamni sínu.“ Loks sagði hún óhjákvæmilegt að gera kröfur til flóttafólksins: „Sá sem óskar eftir hæli hjá okkur verður að virða lög okkar og hefðir, og hann verður að læra þýsku,“ sagði hún. Hún sagðist enga trú hafa á fjölmenningarsamfélaginu svonefnda, þar sem innflytjendur haldi í eigin hefðir til hliðar við samfélag heimafólks: „Fjölmenningarsamfélagið er þar með lífslygi.“ Flóttamenn Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
„Þetta er sögulegur prófsteinn fyrir Evrópu. Ég vona að við stöndumst þessa raun,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær á flokksþingi CDU, flokks kristilegra demókrata, sem nú stendur yfir í Karlsruhe. Hún var að tala um flóttamannastrauminn til Evrópu, en stefna Merkel í málefnum flóttamanna er eitt helsta umræðuefnið á flokksþinginu. Hún hefur ítrekað sagt að Þjóðverjar muni taka við öllum þeim flóttamönnum, sem til Þýskalands vilja koma. Jafnvel þótt reiknað sé með að þeir verði yfir milljón á þessu ári, sem brátt er á enda komið. „Okkur mun takast þetta,“ fullyrti hún eina ferðina enn og vísaði þar til sögu Þýskalands, bæði uppbyggingar landsins úr rústum seinni heimsstyrjaldarinnar og sameiningar þýsku ríkjanna fyrir tæpum aldarfjórðungi: „Ég get sagt þetta vegna þess að það tilheyrir sjálfsmynd landsins okkar að gera stóra hluti,“ sagði Merkel. Hins vegar hefur hún jafnframt krafist þess að önnur Evrópuríki víki sér ekki undan ábyrgðinni. „Að vísu er allt sem við gerum í Evrópu óendanlega tafsamt,“ sagði hún, og átti þar við hin þunglamalegu ákvörðunartökuferli Evrópusambandsins. „Stundum gerir það mann gráhærðan, en þetta hefur aldrei verið einfalt í Evrópu.“ Hins vegar hefur Evrópusambandsríkjunum til þessa alltaf tekist að leysa vandamálin, þótt stundum sé það á síðustu stundu eftir mikið japl, jaml og fuður. Auk þess sagði hún nauðsynlegt að draga úr fjölda flóttamanna, meðal annars með því að senda fljótt til baka alla þá sem engan rétt eiga á hæli. Þetta sagði hún ekki bara vera í þágu Þýskalands og Evrópu heldur ekki síður í þágu flóttafólksins sjálfs gert: „Því ekki nokkur maður, sama af hvaða ástæðum hann heldur af stað, yfirgefur heimkynni sín að gamni sínu.“ Loks sagði hún óhjákvæmilegt að gera kröfur til flóttafólksins: „Sá sem óskar eftir hæli hjá okkur verður að virða lög okkar og hefðir, og hann verður að læra þýsku,“ sagði hún. Hún sagðist enga trú hafa á fjölmenningarsamfélaginu svonefnda, þar sem innflytjendur haldi í eigin hefðir til hliðar við samfélag heimafólks: „Fjölmenningarsamfélagið er þar með lífslygi.“
Flóttamenn Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna