Erlent

Bretar samþykkja loftárásir á ISIS

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
397 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni.
397 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni. vísir/getty
Breska þingið hefur samþykkt að hefja loftárásir á bækistöðvar ISIS í Sýrlandi. Tillaga þess efnis var samþykkt nú fyrir skemmstu með 397 atkvæðum gegn 223.

Umræður um tillöguna höfðu staðið yfir í allan dag. Stærstur hluti þingmanna Íhaldsflokksins kaus með loftárásum. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, var á móti tillögunni en gaf hvatti samflokksmenn sína til að kjósa eftir sannfæringu sinni. Margir þeirra studdu loftárásirnar. Skoski þjóðarflokkurinn var klofinn í afstöðu sinni.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði meðal annars í umræðunum að Bretar þyrftu að svara köllum bandamanna sinna og grípa til aðgerða gegn „nauðgurunum, múslimamorðingjunum og miðaldarskrímslunum“ í ISIS sem væru líklega, akkúrat núna, að „leggja á ráðin um hvernig þeir geta spillt börnunum okkar.“

„Munum við fara með bandamönnum okkur og eyða þessum samtökum í þeirra heimkynnum þar sem þeir leggja á ráðin gegn okkur eða bíðum við eftir því að þeir ráðist á okkur?“ spurði Cameron.

Loftárásir Breta gætu hafist í fyrramálið séu heimildir Sky News réttar. Þotur staðsettar á Kýpur eru víst tilbúnar á Kýpur og gætu farið í loftið innan fárra klukkustunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×