Þjóðverjar senda hermenn í stríð Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. desember 2015 07:00 Angela Merkel kanslari og Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra þýsku stjórnarinnar. vísir/epa Þýska þingið samþykkti í gær að senda þýska hermenn til að taka þátt í hernaði á hendur „Íslamska ríkinu” svonefnda í Sýrlandi. Að vísu eiga hermennirnir ekki að taka þátt í bardögum, heldur vera franska hernum til aðstoðar. Alls greiddu 445 þingmenn atkvæði með aðgerðunum en 146 voru á móti. „Mér sýnist að það þurfi fjári góð rök ef maður greiðir atkvæði gegn þessu andspænis þessari grimmilegu mannfyrirlitningu,“ sagði Norbert Röttgen, sem er formaður utanríkismálanefndar þýska þjóðþingsins. Hann sagði nauðsynlegt að Evrópuríki átti sig á því að hryðjuverk og styrjaldir í Mið-Austurlöndum ógni öryggi þeirra sjálfra: „Árum saman höfum við látið þennan heimshluta eiga sig.“ Þýskir hermenn hafa á seinni árum tekið þátt í hernaði meðal annars í Afganistan, Írak og Malí, en annars voru Þjóðverjar lengi vel ansi tregir til að halda í stríð eftir að hafa farið hamförum í seinni heimsstyrjöldinni með skelfilegum afleiðingum. Ákvörðun þingsins í gær hefur verið umdeild í Þýskalandi. Ekki síst hefur gagnrýnin snúist um að hernaðurinn gegn Íslamska ríkinu sé mjög ómarkviss og alger óvissa ríki um afleiðingarnar. „Í staðinn fyrir að berjast gegn Íslamska ríkinu þá eruð þið að styrkja það,” sagði Sahra Wagenknecht, þingmaður Vinstriflokksins. Þá hefur Angela Merkel kanslari verið gagnrýnd fyrir að halda í stríð fyrst og fremst til þess að sýna samstöðu og „vera með” í aðgerðum Frakka, Bandaríkjanna, Breta og fleiri ríkja. Samkvæmt skoðanakönnun sem sjónvarpsstöðin ARD lét gera eru 58 prósent Þjóðverja fylgjandi hernaðinum en 37 prósent á móti. Breska þingið samþykkti á miðvikudaginn að taka þátt í loftárásum á Íslamska ríkið. Frakkar hófu loftárásir í kjölfar voðaverkanna í París nýverkið, Bandaríkjamenn hafa í meira en ár varpað sprengjum á bækistöðvar hryðjuverkamanna í Sýrlandi og Rússar byrjuðu í haust að varpa sprengjum á uppreisnarmenn gegn Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Þjóðverjar ætla að senda allt að 1.200 hermenn, sex njósnaþotur og eina freigátu. Mið-Austurlönd Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Þýska þingið samþykkti í gær að senda þýska hermenn til að taka þátt í hernaði á hendur „Íslamska ríkinu” svonefnda í Sýrlandi. Að vísu eiga hermennirnir ekki að taka þátt í bardögum, heldur vera franska hernum til aðstoðar. Alls greiddu 445 þingmenn atkvæði með aðgerðunum en 146 voru á móti. „Mér sýnist að það þurfi fjári góð rök ef maður greiðir atkvæði gegn þessu andspænis þessari grimmilegu mannfyrirlitningu,“ sagði Norbert Röttgen, sem er formaður utanríkismálanefndar þýska þjóðþingsins. Hann sagði nauðsynlegt að Evrópuríki átti sig á því að hryðjuverk og styrjaldir í Mið-Austurlöndum ógni öryggi þeirra sjálfra: „Árum saman höfum við látið þennan heimshluta eiga sig.“ Þýskir hermenn hafa á seinni árum tekið þátt í hernaði meðal annars í Afganistan, Írak og Malí, en annars voru Þjóðverjar lengi vel ansi tregir til að halda í stríð eftir að hafa farið hamförum í seinni heimsstyrjöldinni með skelfilegum afleiðingum. Ákvörðun þingsins í gær hefur verið umdeild í Þýskalandi. Ekki síst hefur gagnrýnin snúist um að hernaðurinn gegn Íslamska ríkinu sé mjög ómarkviss og alger óvissa ríki um afleiðingarnar. „Í staðinn fyrir að berjast gegn Íslamska ríkinu þá eruð þið að styrkja það,” sagði Sahra Wagenknecht, þingmaður Vinstriflokksins. Þá hefur Angela Merkel kanslari verið gagnrýnd fyrir að halda í stríð fyrst og fremst til þess að sýna samstöðu og „vera með” í aðgerðum Frakka, Bandaríkjanna, Breta og fleiri ríkja. Samkvæmt skoðanakönnun sem sjónvarpsstöðin ARD lét gera eru 58 prósent Þjóðverja fylgjandi hernaðinum en 37 prósent á móti. Breska þingið samþykkti á miðvikudaginn að taka þátt í loftárásum á Íslamska ríkið. Frakkar hófu loftárásir í kjölfar voðaverkanna í París nýverkið, Bandaríkjamenn hafa í meira en ár varpað sprengjum á bækistöðvar hryðjuverkamanna í Sýrlandi og Rússar byrjuðu í haust að varpa sprengjum á uppreisnarmenn gegn Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Þjóðverjar ætla að senda allt að 1.200 hermenn, sex njósnaþotur og eina freigátu.
Mið-Austurlönd Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira