Enski boltinn

Man. City vill gera Vieira að stjóra félagsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Patrick Vieira.
Patrick Vieira. vísir/getty
Stjórnarmenn Man. City hafa miklar mætur á Patrick Vieira og sjá hann fyrir sér sem framtíðarstjóra félagsins.

Vieira hefur þegar tekið fyrsta skrefið í átt að því að verða stjóri hjá City með því að taka að sér þjálfarastarfið hjá New York City í MLs-deildinni en það félag er í eigu sömu aðila og eiga Man. City.

Vieira endaði feril sinn hjá City og hefur verið að starfa fyrir félagið síðustu tvö ár.

„Það var mikilvægt að finna næsta skref í þróun Vieira. Við erum mjög spenntir fyrir þessu næsta skrefi hans og ég veit að hann er það líka," sagði Brian Marwood hjá Man. City.

„Vonandi kemur hann svo síðar til þess að stýra Man. City. Það er hans metnaður sem og okkar. Hann þarf þó að ná sér í reynslu fyrst."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×