Erlent

Baráttan gegn ISIS: Obama hvetur til stillingar

Atli Ísleifsson skrifar
Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína í gær.
Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína í gær. Vísir/AFP
Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti menn til að sýna stillingu í baráttunni gegn hryðjuverkum í ræðu sem hann flutti í gærkvöldi.

Ræðuna hélt hann á skrifstofu sinni í Hvíta húsinu, í tilefni árásanna í San Bernardino í Kalíforníu þar sem par myrti fjórtán og særði sautján á starfsmannaskemmtun. Forsetinn sagði að nú sé talið víst að parið hafi gert árásina innblásið af íslamskri öfgastefnu.

Hann varði síðan mestum tíma í að verja fyrirliggjandi stefnu Bandaríkjamanna í baráttunni við ISIS samtökin og lagði ekki til neinar breytingar á henni, þvert á það sem margir gagnrýnendur hans höfðu kallað eftir.

Núverandi blanda af loftárásum, stuðningi við bandamenn í Sýrlandi og Írak, diplómasía og aukin notkun á sérveitarmönnum muni gagnast best í baráttunni.

Forsetinn sagði ekki koma til greina að fara í allsherjarstríð á svæðinu sem taka muni tíma og kosta gríðarlega fjármuni. Það sé það sem ISIS menn vilji og því væri mikilvægt að halda ró sinni.


Tengdar fréttir

Skotárás talin vera hryðjuverk

Alríkislögreglan bandaríska telur skotárásina í Kaliforníu hafa verið hryðjuverk. Tekist er á um byssulöggjöf.

Lýsti yfir hollustu við ISIS

Tashfeen Malik, annar árásarmannana í skotárásinni í San Bernardino í Kaliforníu á miðvikudag lýsti yfir hollustu við leiðtoga ISIS áður en að skotárásin var framin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×