Enski boltinn

Ekki reka Mourinho

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ferguson og Mourinho á hliðarlínunni.
Ferguson og Mourinho á hliðarlínunni. vísir/getty
Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Man. Utd, segir að það væru mistök hjá Chelsea ef félagið ákveður að reka Jose Mourinho sem knattspyrnustjóra félagsins.

Það er búið að vera heitt undir Mourinho í allan vetur og það snögghitnaði undir honum um helgina er Chelsea tapaði á heimavelli gegn nýliðum Bournemouth.

Það var áttunda tap Chelsea í deildinni í vetur. Ef Chelsea misstígur sig í Meistaradeildinni í vikunni er hætt við að staða Mourinho verði afar veik.

„Roman er búinn að reka svo marga stjóra á síðustu tíu árum að hann hlýtur að vera búinn að læra sína lexíu. Hann verður að hafa trú á því að Jose geti snúið dæminu við," sagði Sir Alex.

„Það er engin glóra í því að reka einn besta stjóra allra tíma. Hann er búinn að vinna Meistaradeildina tvisvar og deildina í öllum þeim löndum þar sem hann hefur verið þjálfari.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×