Enski boltinn

Fimm úrvalsdeildarslagir í 3. umferð enska bikarsins | Þessi lið mætast

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson hjá Swansea City og  James Milner hjá Liverpool mæta neðri deildarliðum.
Gylfi Þór Sigurðsson hjá Swansea City og James Milner hjá Liverpool mæta neðri deildarliðum. Vísir/Getty
Í kvöld var dregið í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu en úrvalsdeildarliðin koma nú inn í bikarinn.

Það verða alls fimm úrvalsdeildarslagi í 3. umferðinni en sá stærsti er líklega viðureign Tottenham og Leicester á White Hart Lane.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City mæta Oxford United á útivelli.

Manchester City mætir Norwich á útivelli og Arsenal fær heimaleik á móti Sunderland.

Liverpool drógst á móti Exeter City á útivelli en Manchetser United fær heimaleik á móti Sheffield United. Chelsea fær heimaleik á móti sigurvegaranum úr viðureign Leyton Orient og Scunthorpe.

Fleiri Íslendingalið voru í pottinum. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City mæta annaðhvort Grimsby eða Shrewsbury á heimavelli en Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Charlton spila við Colchester Utd á útivelli.

Það er hægt að sjá allan dráttinn hér fyrir neðan.

Leikirnir í 3. umferð ensku bikarkeppninnar:

Hull - Brighton

Middlesbrough - Burnley

Norwich - Manchester City

Cardiff City - Grimsby/Shrewsbury

Huddersfield - Reading

Doncaster Rovers - Stoke

Leeds - Rotherham

Carlisle Utd - Yeovil

Chelsea - Leyton Orient/Scunthorpe

Eastleigh - Bolton

Nottingham Forest - QPR

Everton - Dagenham & Redbridge/Whitehawk

Southampton - Crystal Palace

Bury - Bradford City

Manchester Utd - Sheffield Utd

Oxford Utd - Swansea

Brentford - Chesterfield/Walsall

Wycombe - Aston Villa

Sheffield Wednesday - Fulham

Ipswich - Portsmouth

Birmingham - Bournemouth

Arsenal - Sunderland

Newport County - Blackburn

Peterborough - Preston

Northampton Town - MK Dons

Tottenham - Leicester

Colchester Utd - Charlton

Salford/Hartlepool - Derby

Exeter City - Liverpool

West Ham - Wolves

West Brom - Bristol City

Watford - Newcastle




Fleiri fréttir

Sjá meira


×