Erlent

Vilja að öryggisráðið samþykki stríðsyfirlýsingu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Árásirnar í París og sprenging rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí skaga á dögunum hefur sameinað ríki öryggisráðsins í andstöðunni við Isis og því er talið líklegt að ályktunin verði samþykkt.
Árásirnar í París og sprenging rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí skaga á dögunum hefur sameinað ríki öryggisráðsins í andstöðunni við Isis og því er talið líklegt að ályktunin verði samþykkt. Vísir/EPA
Frakkar hafa í bígerð að leggja fram ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um stríðsyfirlýsingu gegn hryðjuverkasamtökunum Isis. Dagblaðið breska The Independent greinir frá þessu.

Árásirnar í París og sprenging rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí skaga á dögunum hefur sameinað ríki öryggisráðsins í andstöðunni við Isis og því er talið líklegt að ályktunin verði samþykkt.

Talið er að málið verði tekið fyrir jafnvel strax í dag eða um helgina. Hingað til hafa Rússar og Kínverjar verið taldir ólíklegir til að fást til að lýsa yfir stríði við Isis en atburðir síðustu vikna eru sagðir hafa breytt því, en kínverskur gísl var tekinn af lífi af Isis mönnum á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×